Eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 31 árs að aldri vegna þrálátra meiðsal í krossböndum á hné og spilað með liðum í Svíðþjóð, Ítalíu og Austurríki (varð meistari með Sturm Graz þá) ákvað ég að snúa mér að hagfræðinni. Ég kláraði hagfræðina en eftir að hafa starfað sem hagfræðingur í 3 ár vildi ég komast aftur í fótboltaheiminn. Mig langaði að verða þjálfari svo ég fór í vel virtan þjálfunarskóla í Skotlandi og kláraði hann. Nú þurfti ég bara að finna starf.
Fiorentina var komið í mikla klípu fjárhagslega svo ég ákvað að slá til og sótti um starfið sem framkvæmdastjóri og ætlaði ég að nota reynslu mína sem hagfræðingur til að koma liðinu úr þeirri klípu sem liðið var í, ég bjóst nú ekki við jákvæðum svörum en fékk þó starfið að lokum.
Þar sem liðið var í slæmri fjárhagsstöðu ætlaði ég aðallega að kaupa unga gaura og byggja upp nýtt lið.
Þessa menn keypti ég á fyrsta tímabili (man ekki hvað þeir kostuð en það var alltaf undir 3 millj. Punda):

Tó maderia SC (varð seinna seldur til Bayern m)
Kim kallström AM/FC (varð aldrei neitt sérstakur, seldur til Perugia eftir að ég hætti með Fio….
Teddy Lucic DCR
Kenedy Barkircioclu AM/FRC
Faryd Mondragon GK
Federico Agliardi GK (varð leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins)
Julius Aghahowa AM/FRLC (seldur til Inter eftir að ég hætti með þá)
Ég seldi líka Nuno Gomez til Roma fyrir 12 millj. Og fékk þar smá pening til að eyða.

Fyrsta tbl gekk ágætlega, varð í 5. sæti og komst í úrslit UEFA cup en tapaði þar á móti Inter 1-0

Á öðru tbl með liðið var ég kominn úr fjárhagsvandræðunum og keypti Diegó Tristán fyrir 18 millj. Punda sem voru stór mistök því hann skorðai aðeins 30 mörk á 3 tbl.
Aðra keypti ég:
Radoslaw Kaluzny
Eldar Hadzimehmdovic (varð verðmætasti leikmaður í heimi eftir að hann var seldur frá Fiorentina á aðeins 2,1 milj. punda EFTIR að ég hætti með liðið)
Annars gekk mér stórvel í deildinni, missti annað sætið á lokasprettinum og endaði í 3. datt frekar snemma úr UEFA cup.

Á þriðja tbl keypti ég enga spes gaura nema Mark Kerr og komst með mitt unga lið í 8 liða úrslit meistaradeildarinnar með hinn 19 ára Agliardi í markinu alla leiktíðina, en ég rétt slap við fall svo ég var að missa þolinmæðina á ungu gaurunum en hélt áfram með þá.

Á 4 tbl byrjaði ég alveg eins og seinustu, var í fallsæti eftir 10 leiki og Juventus var ekki búið að vinna leik svo Lippi var rekinn. Ég sótti um, fékk starfið og sagði skilið við Fiorentina.
Ekkert sérstakur árangur með liðið en var samt skemtilegt starf.

Hjá Juventus fékk ég 84 millj. til að kaupa fyrir, Lippi var búinn að selja Salas, Del Piero, Zambrotta, Montero, Davids, Thuram, Iuliano og Nedved þannig að ég þurfti nauðsynlega að styrkja liðið.
Svo ég keypti strax nokkra frábæra gaura:
Emile Mpenza SC
Niculas Anelka SC
Ricardinho AM/FLC
Jorge Bolano MC
Ingo Herzsch DCL
Clarence Seedorf AMRC
Ég bjargaði liðinu frá falli(!) og endaði í 3 sæti og var ég nokkuð sáttur með það

Á næsta tbl ætlaði ég að sigra heiminn og keypti:
Ronaldinho 25 millj punda (varð markahæsti leikmaður í sögu Juve eftir bara 6 tbl skoraði einhver 150 deildarmörk áður en hann var seldur, þá 32 ára!)
Brett Emerton 18 millj
Rio Ferdinand 19 millj
Esteban Cambiasso 4.6 millj
ATH, notaði tactikina 2-1-4-1-2 og Ronaldinho spilaði fyrir aftan framherjana þannig það er ekkert skrýtið að hann skildi hafa skorað öll þessi mörk!
Nokkur vonbrigði með þetta tbl og endaði í 3 sæti.

En næsta tbl gerðist allt, vann deild og bikar og Ronaldinho skoraði 47 mörk í 49 leikjum.
Eini maðurinn sem ég keypti var Alessandro Di Giacomo frá Ravenna á 1 millj punda aðeins 17 ára gutti, spilaði 4 leiki og stóð sig frábærleg í þeim, hans fyrsta tbl en hann átti eftir að koma meira við sögu í framtíð félagsins.
Næsta tbl vann ég meistaradeild Evrópu og bikarkeppnina og Di Giacomo tók stöðu Ingo Hertzsch sem annar miðvörður Juventus þá bara 18 ára, og meðaleinkunn hans á tbl var 7,79.
Næsta tbl vann ég deildina og brilleraði Di Giacomo aftur.
Næsta tbl vann ég stóru þrennuna en hætti með liðið, var orðin frekar leiður á að stjórna þeim.

Tók mér ársfrí heima á Íslandi en ætlaði að snúa mér að Ítalska boltanum eftir ár.

Eftir þetta frí ætlaði ég að snúa mér aftur til Ítalíu og taka við einhverju liði, en hvar sem ég sótti um fékk ég ekki starf, Lazio sem var þá í B-deild vildi frekar ráða einhvern aula í 3. deildinni.
Þar sem ég fékk ekki starf hjá liðum í efstu deild ákvað ég að taka smá “challenge” og tók við Nola sem var þá í C2C (liðið burjar sem utandeildarlið) og í neðsta sæti eftir 13 leiki. Í fyrsta leiknum vann ég nokkuð örugglega 3-0, næsti þar á eftir var gegn efsta liðinu og tapaði ég naumlega 1-0. Það sem eftir var leiktíðina taðpaði ég ekki leik og vann deildina.
Komst ég þá upp í C1A (skrýtið system skil ekkert í því) og varð í öðru sæti þar og komst beint upp í B deild, var ég nú búinn að ná upphaflega markmiðinu og aðeins keypt 3 leikmenn (leikmenn sem voru fastamenn), þannig að ég var nánast með sama hóp og var að berjast í fallbaráttu í C2C.
Fyrsta tbl í B-deild var erfitt og endaði í 13 sæti.
Næsta tbl var ég kominn með aðeins sterkari hóp og komst upp eftir að hafa endað í 4. sæti. Nú var litla liðið frá smábæ á Ítalíu komið í efstu deild!


Fyrir leiktíðina keypti ég (í sviganum er aldur leikmanns):
Kevin Hofland free (34)
Buffon free (36)
Rio Ferdinand free (37)
Brett Emerton free (34)
Esteban Cambiasso free (33)
Bovar Karim free (34)
Thiery Henry free (38)
Hernan Crespo free (37)
Mohammed Al Zeid 725k (25)

Þessir menn redduðu mér algjörlega, við héldum sæti okkar í deildinni og enduðum í 4. sæti!

Næstu leiktíð keypti ég einn varnarmannn og einn sóknarmann en keyrði þetta aðallega á gömlu köllunum
Rio og Henry hættu þó eftir þessa leiktíð enda orðnir frekar aldraðir.
Á þessari leiktíð gekk allt í haginn, ég vann deild með miklum yfirburði og vann einnig UEFA cup, Andreo Verdicchio varð markaskorari deildarinnar, hafði hann þá verið markahæstur í Seria A, B, C1A og C2C!

Fyrir næstu leiktíð keypti ég Ronaldo Limavieira (24) sem átti að leysa Verdicchio af því hann var orðinn 34 ára kallinn, einnig heypti ég Dario Suarez (22) sem átti að vera varaskeifa fyrir Hofland sem var farinn að meiðast soldið of mikið.
Næstu leiktið sigraði ég aftur deildina en komst ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni, en vann deildina aftur og svo bikarkeppnina líka.
Fyrir næstu leiktíð keypti ég arftaka Buffon sem var á 39. ári, það voru einu kaup sumarsins en ég seldi Mohammed Al Zeid til Juventus á 17 millj. punda, hann var einn besti leikmaður minn en var farinn að dala svo ég seldi hann, góður hagnaður á því. Leiktíðin byrjaði ekki vel og komst ég ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni svo ég hætti bara, búinn að fá nóg af stjórninni sem vildi aldrei stækka völlinn en völlurinn tók aðeins 5000 manns og ég átti nóg af pening!

Eftir að hafa hætt með Nola tók ég við enska landsliðinu og gerði þá að heimsmeisturum og lenti í öðru sæti í Evrópukeppninni.
Eftir það var ég komin með nóg, buinn að stjórna 3 liðum og einu landsliði og ætlaði að hætta allri knattspurnuþjálfun, enda orðin 67 ára gamall, ég formlega hætti 1. ágúst 2020.

ATH: þetta var í 01/02 leiknum!
Undirskriftin mín