Hættur sem Head-researcher á Íslandi Eins og komið hefur fram er staða Head-Researcher á Íslandi laus. Ég hef undanfarin 2 ár sinnt þessari stöðu en vegna mikilla anna næstu vetur vegna háskólanáms treysti ég mér ekki lengur til að sinna starfinu sem skyldi.
Þið sem hafið áhuga á þessu starfi endilega hafið samband við SIgames því þetta er skemmtilegt og spennandi starf þar sem auðvelt er að sameina tvær þráhyggjur sem oftar en ekki fylgjast að, tölvur og fótbolta. Þó þið teljið ykkur ekki hafa það sem til þarf, þá er enginn einn “betri” researcher en annar, það hefur hver sína kosti og galla. Hins vegar verð ég að vara ykkur við því að þetta er mikil vinna og tímakaupið er lágt enda er það ekki peningurinn sem skiptir máli í þessu starfi.

Búið er að klára helstu grunnatriðin varðandi íslenska boltann eins og uppbyggingu deildanna, helstu reglur í íslenska boltanum, félagaskiptakerfið og uppbyggingu liðanna, svo ekki sé talað um að setja inn rúmlega 600 leikmenn og starfsmenn með fæðingardögum og fleira!!!

Sá eða sú(could happen!) sem tekur við þessu starfi mun fá alla þá aðstoð sem ég get boðið og óskað er eftir og óska ég þeim eða þeirri velfarnaðar í starfinu í framtíðinni.

Af minni reynslu langar mig til að koma eftirfarandi atriðum að varðandi ykkur sem hafið áhuga á stöðu head-researcher á Íslandi.

1. Það borgar sig að hann sé af höfuðborgarsvæðinu(ekki skilyrði).
2. Að hann sé með góða og skilvirka tölvu því gagnagrunnurinn er þungur í vöfum.
3. Að hann sé með góða nettengingu því að oftar en ekki þarf að senda og sækja stóra pakka með litlum fyrirvara.
4. Að hann sé sæmilega skrifandi á ensku.
5. Að hann sé einlægur áhugamaður um íslenska boltann og geti sett sig í hlutlausa gírinn þegar kemur að því að meta leikmenn í uppáhaldsliðinu sínu.
6. Að hann sé tilbúinn að taka við mikilli gagnrýni og geti nýtt sér hana til að gera leikinn betri, þó svo að sumar gagnrýnisraddirnar séu háværar og stundum ósanngjarnar.

Ef einhverjir hafa spurningar varðandi stöðuna þá er ég meira en tilbúinn að svara eins vel og ég get.

Kveðjur góðar
GettuHver
fráfarandi Head-researcher fyrir CM á Íslandi.