Mér hefur fundist upp á síðkastið sem að smá deyfð hafi komið yfir áhugamálið. Það er svo sem ekki skrítið þegar að sumarið er komið og margir eru í vinnu og bara úti mest allann daginn.

Hins vegar langaði mig aðeins að hressa upp á þetta og hafði því samband við sigames.com og spurðist fyrir um möguleika á smá viðtali við einhvern hjá fyrirtækinu.
Svarið lét ekki á sér standa og sammældumst við Mark Woodger (Head of research and translation) um að hafa þetta frekar spurningalista heldur en beint viðtal.

Þess vegna býðst ykkur að senda mér inn spurningar í gegnum <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type =skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=snowler"> þetta </a> skilaboðaskjóðuna. Það er svo sem ekkert hámark á spurningar á mann en ég áskil mér allann rétt til að hafna spurningum.

Ég mun svo þýða þetta eftir bestu getu og senda inn að þeirri vinnu lokinni. Það væri ágætt fyrirsögnin á skilaboðunum væri greinileg svo að ég lesi þau örugglega.
Ef einhverjar spurningar vakna er svar við greininni ágæt hugmynd eða skilaboð.

Kveðja,
Snowler

Ps. Ef að linkurinn minn virkaði ekki þá er bara að klikka á notendanafnið og senda skilaboð.