Nú hef ég spila CM í nokkur ár og bíð alltaf spenntur þegar á ný útgáfa kemur út.
Reyndar var ég fyrir nokkrum vonbrigðum með CM4 og voru það helst gallar í leiknum sem ég lét fara í taugarnar á mér. Núna er ég búinn innstalla nýjasta plástrinum og er nokkuð sáttur.
Það er samt eitt sem ég þoli ekki stundum við þennan leik og það er ekki bundið við einhverja sérstaka útgáfu. Þetta gerist í öllum leikjunum og fer virkilega í taugarnar á mér.
Það sem ég er að tala um er að stundum koma tímabil þar sem það gengur ekkert að skora hjá mér. Það er ekki að það vanti marktækifæri í mínu liði heldur er markvörður andstæðingana að brilla. Hann getur verið hundlélegur en ver eins og berserkur frá 20 M punda Strikerunum mínum. Ég er kannski að fá 10 - 20 skot á mark í leiknum og andstæðingurinn fær kannski 2 skot og ég tapa 0 - 1.
Þetta getur gengið svona kannski 5-6 leiki í röð og alltaf er það markvörður andstæðingsins sem er MoM með 9 eða 10 í einkunn.
Mórallinn er fínn í liðinni það er bara eins og eitthvað rugl sé í gangi.
Ég veit ekki hvort að einhver annar hefur lennt í þessu en þetta getur gert mig brjálaðann!!!!!
Annars er ég núna að spila CM4 og tók við Leister og er að gera þá að stórveldi :)