Ég ætla hér að skrifa um fyrsta tímabilið mitt með Inter Milan í CM 4.05. Ég ákvað að kaupa ekki fyrir mikið til að byrja með en nota frekar það sem var fyrir hendi. Ég keypti þó fjóra leikmenn.
Freddi Adu: 500k frá Verona
Tim Howard: 1.m frá Metrostars
Alexander Farnerud: 400k frá Landskrona
Síðan seldi ég slatta af leikmönnum.
Cristiano Zanetti: 4.1.m til Man.Utd
Matías Almeida: 3.m til Sevilla
Guly: 2.5.m til Málaga
Domenico Morfeo: 1.8.m til Aston Villa
Sérgio Concecao: 1.5.m til Roma
Síðan keypti ég Diego frá Santos um mitt tímabil á 15.5.m en hann var of ungur til að hann kæmi beint inn í byrjunarliðið.
Byrjunarliðið var þannig skipað.
GK: F.Toldo
DML: F.Coco
DMR: J.Zanetti
DC: F.Cannavaro
DC: I.Cordoba
MC: B.Emre
MC: S.Dalmat
AMC: A.Recoba
FC: H.Crespo
FC: C.Vieri
FC: N:Ventola
Ég vann fyrstu 17. leikina í öllum keppnum en síðan kom tap gegn Juventus í toppslag í deildinni á Delle Alpi 2-3. Ég var ekki ánægður með það því að ég átti leikinn nánast allann. Þeir skoruðu öll sín mörk á síðustu 15. mín. Cannavaro gerði sjálfsmark og Davids setti eitt. Síðan fengu þeir umdeilt víti í viðbótartíma sem Del Piero skoraði úr. Eftir það komu 5 sigrar í deildinni í röð og markatalan úr þeim var 27-5. Allt gekk eins og vel smurð vél en þá kom bakslag. Ég tapaði fyrir Reggina 0-1 á Giuseppe Meazza sem orsakaði það að Juventus náði 1.sætinu af mér. En meðan á þessu stóð var ég nánast búinn að tryggja mér sæti í 8 liða úrslitum meistaradeildar og hafði ekki enn tapað leik þar. Ég vann næstu þrjá í meistaradeild gegn Depor, Liverpool og Man.Utd. sem gerði það að verkum að ég vann seinni riðilinn og endaði með 18. stig. Síðan mætti ég Juventus í deildinni og vann 4-2. Bæði mörk þeirra voru úr víti. Til gamans má geta að Juventus endaði með 17 víti í deildinni. Eftir það mætti ég Milan í deild og tapaði 3-0 og síðan Roma og tapaði 1-0 þannig að deildarmeistaratitillinn var endanlega úr augsýn. Síðan dróst ég gegn Milan í 8.liða úrslitum meistaradeildar. Fyrri leikurinn gegn Milan var einn sá dramatískasti á þessu tímabili. Hann endaði 3-3 þar sem ég var skráður á útivelli. Ég var 3-1 undir þar til á 89min þá skoraði Emre og á 93min fékk ég víti og Mararazzi skoraði úr því. Seinni leikurinn endaði 1-1 þannig að ég var kominn í 4 liða úrslit. Þar mætti ég Bayern. Fyrri leikurinn fór 2-2 og seinni 4-2 fyrir mér þannig að ég var kominn í úrslit gegn Arsenal. Ég var einnig kominn í úrslit í Italian Cup gegn Bologna og ég var öruggur í öðru sæti í deildinni. Þá var komið að úrslitaleiknum í meistaradeild. Leikurinn var búinn í hálfleik þá var staðan 4-0 fyrir mér. Ég slakaði aðeins á í seinni hálfleik en vann samt 6-0 sem var bara til að kóróna frábært tímabil í meistaradeild. Campbell skoraði sjálfsmark, Vieri 4 og Recoba 1. Ég vann svo Bologna í báðum leikjunum og tryggði mér Italian Cup einnig . Þetta var góður endir á góðu tímabili. Vieri var markahæðstur með 52 mörk en Crespo var með 36 mörk og 32 stoðsendingar. Ég hefði líka viljað vinna deildina en það er ekki á allt kosið í þessu. Ég þakka ykkur fyrir að hafa lesið þessa grein mína og hver veit nema það komi framhald.