Ég var þjálfari hjá Stoke City og ég hafði eytt 3 tímabilum í að gera þá að öflugu liði og voru þeir búnir að vera 2 tímabil í úrvalsdeildinni en besti árangur minn með þá var 5. sæti.
En svo ákveður stjórn Manchester United að reka Alex Fergusson fyrir röð af lélegum úrslitum og hafði Man Utd ekki unnið einn einasta leik í 12 leikjum í deildinni og ég sótti um og fékk starfið.
Ég ákvað að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum að spreyta sig í deildinni og prófa mig áfram með leikkerfi það sem að eftir var leiktíðar og ég náði að bjarga mér frá falli var í ágætis sæti miðað við þetta 12.sæti.
En meistaradeildin var önnur saga þar voru reynslutapparnir að spila meira enda treysti ég drengjum eins og nardiello ekki alveg fyrir meistaradeildarleikjum strax.
Ég komst í undanúrslit meistaradeildarinnar og tapaði á móti ekki slakara liði en Juventus í vítaspyrnukeppni.
En eftir þetta fyrsta tímabil mitt ákvað ég að kaupa og selja.
Ég seldi minni spámenn sem að ég ætla ekkert að vera að telja upp hér. Ég krækti í samning Freddy Adu frá Galatasary fyrir framtíðina, keypti Cisse á 7,75 m, Woodgate á 11.25 m en miðjan hafði verið alveg að virka hjá mér. En stóru tíðindin voru þessi: Charlton (af öllum liðum) bauð mér 43 millur fyrir Nistelrooy þetta var náttúrulega of gott tilboð til að hafna þannig að ég ákvað að samþykkja það eftir langan umhugsunartíma. Eftir þessa viðbót á peningabudduna þá ákvað ég að styrkja liðið með einum framherja í viðbót, miðjumanni og e.t.v. einhverju öðru.
Ég keypti:
- Árna Gaut Arason 1.6 millur
- Del Piero Bosman Free Transfer (Juve var eitthvað ósátt við hann og lét hann bara fara)
- Robert Pires 16 millur
- Lilian Thuram 13 millur
Og svo um jólin varð Charlton gjaldþrota þannig að ég keypti Nistelrooy aftur á 11 millur :D….
En ég byrjaði á æfingaleik á móti PSV. og vann þann leik 4-1 liðið var að spila 4-3-3
Markmaður:
Árni Gautur
Varnarmenn:
Lilian Thuram
Rio Ferdinand
J. Woodgate
Gary Neville
Miðjumenn:
Giggs
Keane
Bekcham
Sóknarm enn:
Cissé
Solskjær
Del Piero
Svo var bara deildin og ég vann hana með 87 stigum, 11 stigum á undan Arsenal og 4 stigum á eftir arsenal var stoke city. Greinilegt að maður hafði byggt stoke city vel upp.
Skemmst er frá því að segja að ég vann Meistaradeildina eftir úrslitaleik við AC Milan 2-0.
Ég lagði enga áherslu á deildarbikarinn og þar voru ungir og efnilegir menn og komst þar í fjórðungsúrslit og menn eins og freddy adu fengu að spreyta sig.
En F.A. cup vann ég eftir úrslitaleik við Chelsea 5-1 og átti ég mjög góðan dag.
Ég var ánægður vann þrennu og lengra hef ég ekki komist með Man Utd liðið mig hálflangar að segja upp hjá Man Utd. og taka við Stoke City eða jafnvel 1 eða 2 deildarliði og byrja að byggja upp aftur. :D
Ég var valinn Manager of the year
Bekcham player of the year
Adu sem að hafði spilað mikið á seinni hluta tímabilsins valinn Young player of the year.
Bekcham einnig fans player of the year.
Og ég er að pæla í að segja upp núna hjá Man Utd í þessum töluðu orðum hver veit hvað gæti gerst