Þar sem mér finnst CM4 grátlegur miðað við fyrri útgáfur af CM ákvað ég að starta nýju seivi í CM3 bara með update-i. Mig langaði að fara í ítölsku deildina og Udinese varð fyrir valinu. Stjórnin sagði við mig í byrjun leiktíðar að hún yrði sátt ef að ég næði ásættanlegu sæti í deildinni. Auðvitað ætlaði ég mér ekkert annað en meistaradeildarsæti. Ég hafði 11 milljónir til þess að kaupa leikmenn fyrir og voru aðeins 3 leikmenn keyptir en enginn seldur.

Þeir sem voru keyptir:

Sergey Nikiforenko - 650k (Shakter Soligorks)
Maxim Tsigalko - 170k (Dinamo Minsk)
Taribo West - free transfer

Fyrsti leikur í deildinni var á móti Lazio á útivelli. Það blés ekki byrlega fyrir mína menn því við töpuðum leiknum 2-0. Næsti leikur var heima á móti Torino og hann fór á öllu betri veg en á móti Lazio því lokatölur urðu 5-0. Næsti leikur var á móti Juventus á Delle Alpi og ákvað ég að leika bara varnarbolta á móti þeim. En það var greinilegt að þessi varnarbolti skilaði sér því við fórum með 2-3 sigur. Svona var þetta alla leiktíðina ég vann, gerði jafntefli og tapaði á víxl. Ég gultryggði 2. sætið og þar með meistaradeildarsæti í leiðinni í síðasta leiknum á móti Como á útivelli. Ég vann þann leik 3-4. En svo í síðasta leiknum á móti meisturum Roma tapaði ég naumlega 1-0. En allavegana þá lenti ég í 2. sæti og er ég bara mjög ánægður með það. Ég vann 20 leiki, gerði 8 jafntefli og tapaði 6 leikjum. Ég endaði með 68 stig.

Ég spilaði í ítölsku bikarkeppninni og í fyrstu umferð dróst ég á móti Cagliari. Ég átti að spila fyrst við þá á heimavelli þeirra og ég vann þá 1-4. Næsti leikur fór fram á heimavelli mínum og þá skildu liðin jöfn 1-1. Þar með var ég kominn í næstu umferð. Þá mætti ég Chievo og fór fyrri leikurinn fram á heimavelli mínum. Ég vann þá aðeins 1-0 og síðari leikurinn fór 2-0 fyrir Chievo og þá var veru minni í bikarnum lokið.

Ég notaði náttúrulega besta leikkerfið að mínu mati en það er 4-3-3 og byrjunarliðið var svona:

GK - Morgan De Sanctis
DL - Valerio Bertotto
DC - Per Kröldrup
DC - Taribo West
DR - Régis Genaux
MC - Marek Jankulovski
MC - Martin Jörgensen
MC - Giampiero Pinzi
SC - Maxim Tsigalko
SC - Sergey Nikiforenko
SC - Carsten Jancker

Ég átti 3 leikmenn í liði ársins og voru það Maxim Tsigalko, Taribo West og Morgan De Sanctis. Maxim Tsigalko var markahæstur í deildinni með 28 mörk, hann var kosinn besti útlendi maður deildarinnar, hann endaði í 3. sæti í kjöri besta leikmanns deildarinnar og var svo kosinn Fans player of the year. Taribo West endaði í 3. sæti í kjörinu um besta varnarmann deildarinn og var Morgan De Sanctis kosinn besti markmaður.

Ég hef ekkert meira að segja um þessa leiktíð, skemmtið ykkur við að lesa hana.

Kveðja
Geithafu