Eftir að hafa spilað cm4 í nokkra daga á lúshraða fór ég að leita mér að upplýsingum um hvernig hægt væri að auka hraðann á leiknum. Ég komst fljótlega að því að ég var ekki sá eini sem þjáðist af óstjórnandi óþolinmæði, heldur virtist leikurinn almennt vera frekar hægur. Mikið magn af ráðleggingum var að finna hér og þar, fyrir hinar ýmsu gerðir af tölvum og Windows útgáfum.

Sjálfur fór ég að fikta mig áfram og náði fljótlega ágætis árangri, þó ekki geti ég sagt að leikurinn sé kominn á neinn ljóshraða. Staðreyndin er að hann er bara mun hægari heldur en fyrri útgáfur.

Mínar “tilraunir” voru gerðar á P4 1,8 Ghrz með Win PX home og á P4 2,4 Ghrz með Win Pro. Báðar tölvur voru með 512 mb RAM. Ég ætla að reyna að týna til einhverjar upplýsingar um önnur stýrikerfi og örgjörva en get engu lofað um árangurinn. Hins vegar vil ég biðja menn að athuga að hvorki ég eða HUGI.is getum verið dregnir til ábyrgðar þó þessar ráðleggingar virki ekki, eða ef upp koma einhver vandræði með tölvubúnað. Allt sem þú gerir við þína tölvu er algjörlega á þína ábyrgð.

En hér kemur það sem virkaði hjá mér.

1. Áður en þú installar CM ættir þú að keyra scandisk og defrag harða diskinn. Eins má keyra ýmis tiltektarforrit til að hreinsa aðeins til í tölvunni (Windows washer t.d.)

2. Auktu við Virtual Memory. Ef þú ert með minna en 512 mb í RAM ættir þú að auka það eins mikið og þú getur (VM virkar best ef það er helmingi meira en RAM). Oftast er þetta ekki vandamál í XP tölvum en í eldri útgáfum af WIN gæti þurt að gera þetta manual. WIN98 - Ef þú notar win 98 þá getur einnig hjálpað að láta tölvuna vinna sem network server (MyComputer-Properties-perfomance-filesystem-Network server).

3. Tryggðu að þú sér með nýjust uppfærslu af windows kerfinu þínu. T.d. er vitað að sevice pack 1 fyrir winXP skiptir talsverðu máli hvað hraða varðar. (Reyndar breytti það engu hjá mér en í nokkrum tilfellum hefur leikurinn verið að krassa í tíma og ótíma ef SP 1 er ekki installaður.

4. Slökktu á öllum forritum sem eru að vinna í bakgrunni. JÁ ég meina ÖLLU - Vírusvarnir ættu að vera það fyrsta sem fer, en þegar ég segi allt þá meina ég allt (internet, winamp, osfr.) Það á EKKERT að vera hægra megin í Taskbarnum hjá þér (nema klukkan og kannski mixer fyrir hljóð). Ef eitthvað annað er til staðar þá skaltu loka því, en ekki er víst að þú getir lokað öllu þarna. Til þess að hreinsa allt þetta út þarf stundum að fara í Taskmanager (ctrl+alt+delete) og fara í end task fyrir alla hluti sem þú veist hvað er. Eina sem örugglega má ekki fara er explorer og systray (í win 98). Annars er misjafnt hverju þú mátt slökkva á.

ÖNNUR LEIÐ - til eru forrit sem hafa það hlutverk að loka öllum bakgrunnsforritum sem eru að vinna á tölvunni hjá þér. Sjálfur nota ég forrit sem heitir EndItAll 2 en fleiri forrit eru til. Þessi forrit eru ókeypis og tiltölulega auðvelt að finna í leit á netinu. Þau slökkva sjálfkrafa á öllu draslinu sem er algjör óþarfi að hafa inni. Á þennan hátt er nóg að ýta á 2 takka í stað þess að slökkva á 10-15 forritum handvirkt. ATH - Enditall er ekki gert fyrir WINXP en virkar samt sem áður allt í lagi. Látið mig endilega vita ef þið finnið samskonar forrit fyrir WINXP.

EFTIR AÐ LEIKURINN ER RÆSTUR.

1. Farðu í taksmanager (ctrl+alt+delete) og settu priority á CM4.EXE á high.

2. Spilaðu leikinn ekki windowed

3. Veldu small eða medium database

4. Taktu af backround changes og hljóð - (það verður að fórna ýmsu fyrir hraðann ;)

5. Spilaðu fáar deildir og MUNDU að taka “Show full detail” af.

Nú ætti leikurinn að vera farinn að vinna talsvert hraðar en áður. Dæmi eru um að hraðinn hafi margfaldast við að losna við ýmis background forrit og að setja hann í high priority. Hins vegar eru þessi ráð enginn trygging um að það gerist hjá þér.

Með von um að þetta hjálpi einhverjum.
Alanon