Þann 8. júlí, eftir að hafa verið tæknilegur ráðgjafi Bayern Munchen í fjölda ára fannst mér að ég þyrfti nýtt verkefni til að takast á við. Ég bað því stjóra Bayern að leysa mig undan samningi við liðið. Ég vildi takast á við eitthvað nýtt og mér fannst aðeins stjórastarf koma til greina. Ég fékk tilboð frá Union Berlin. Svo gerðist ekkert í nokkra daga. Ég var orðinn vonlítill um að fá starf í Bundesligunni en 17. júlí kom Dieter Krein stjórnarformaður FC Energie Cottbus og bað um að taka við þessu frábæra liði sem hafði lengi verið mitt uppáhaldslið í þýska boltanum og auðvitað tók ég þessu tilboði á sekúndunni.
Þegar að ég var búinn að semja um öll kaup og kjör við Hr. Krein fékk ég nokkra daga til að kynnast leikmönnum. Mér varð ljóst að ég þyrfti að styrkja liðið töluvert fyrir komandi átök ef að ég ætlaði að halda liðinu uppi. Liðið átti því miður ekki bót fyrir boruna á sér og bráðlega var skipt um stjórn. Al Tafit Emerald var Saudi-Arabískur olíufursti og hafði minna fótboltavit en rotta. En það skipti mig engu máli, ég fékk 24 millz til leikmannakaupa og ákvað að nota þær vel. Leikmenn sem komu inn voru:
Paolo Costamagna, ungur og efnilegur varnarmaður frá Ítalíu á 275 þúsund pund.
Tó Madeira, portúgölsk markamaskína frá Gouveia á 240 þúsund pund.
Eddie Gustafsson, sænskur vara landsliðsmarkmaður á 300 þúsund pund.
Róbson Ponte, brasilískur/ítalskur AMC frá Leverkusen á 5 millz.
Maxim Tsigalko, ungur og efnilegur senter frá Dinamo Minsk á 2,1 millz.
Kim Kallstrom, framtíðar snillingur frá Svíþjóð á 210 þúsund pund.
Og þeir sem fóru voru:
Vragel til Braunsweig á 1,7 millz.
Marko Topic til Leverkusen á 3,7 millz.
Witold Wawrzyczek til Oberhausen á 800 þúsund pund.
Hamid Termina á Free.
Janos Mátyus til Unterhaching á 2,2 millz.
Ég tók nokkra æfingaleiki og vann þá alla léttilega með að mínu mati bestu taktík í heimi. WWW2 Hard Tackling eftir Wales Web Wizard (samt með einhverjum breytingum). Svo byrjaði alvaran í deildinni. Það byrjaði á 2 erfiðum leikjum við Schalke og Dortmund. Ég vann Schalke 3-0 og Dortmund 4-1. En Adam var ekki lengi í paradís næsti leikur var gegn Leverkusen og tapaðist 6-0. Leikmenn voru niðurbrotnir eftir leikinn enda voru væntingar stuðningsmanna Cottbus að stækka eftir mörg erfið ár. Strákarnir ákváðu að halda bara áfram að berjast og það virkaði. Eftir 10 leiki var ég á toppnum og Schalke á hælum mér. Svona hélt tímabilið áfram. Í bikarnum var ég heppinn með fyrsta drátt og fékk utandeildarlið Celle í heimsókn. Ég vann þá 3-0 og Tó Madeira, Kobylanski og Kaluzny skoruðu. Deildin hélt svo áfram og ég bara fór ekkert niður fyrir 3. sæti. Næsti leikur minn í bikarnum var gegn Schalke en tapaðist 3-0 og þar með var bikardraumurinn búinn. Í 27. umferð tók Bayern forystuna og lét hana ekki af hendi. Ég var samt áfram í baráttunni við Dortmund og Stuttgart um meistaradeildarsæti. Ég átti leik við Stuttgart á útivelli í næstseinustu umferð. 6000 Cottbusarmenn mættu til Hamborgar, enda var þetta nánast úrslitaleikur um 2. sætið. Cottbusarliðið byrjaði af miklum krafti og Kim Kallström skoraði á 16. mínútu. En svo jafnaði Balakov með rosalegum þrumufleyg sem André Lenz átti ekki séns í á 29. mínútu. En Tsigalko kom okkur yfir á 44. mínútu og allt trylltist á pöllunum fyrir aftan mig þar sem að Cottbusarmenn voru. En Cottbusarmenn voru of lengi að fagna. Hinkel skoraði á 45. mínútu og það var jafnt í hálfleik. Þegar að liðin komu út í seinni hálfleik var ljóst að Cottbusarmenn ætluðu að gefa sig alla í þetta. Þessi baráttuandi skilaði árangri og Kaluzny skoraði eftir góða sókn á 62. mínútu. Eftir það gáfust Stuttgartarar upp og ég hafði tryggt mér annað sætið, fjórum stigum á undan Stuttgart þegar að ein umferð var eftir. Bayern var þá löngu búið að tryggja sér titilinn. Í síðustu umferðinni mætti ég Freiburg. Mínir menn voru þreyttir og ég stillti upp hálfgerðu varaliði og notaði líka aðra taktík en venjulega, 2-1-4-2-1 taktíkina hans wbdaz. Ég hafði samt 2-0 sigur í daufum leik.
Byrjunarlið mitt (kerfi WWW2 Hard Tackling með breytingum):
GK: André Lenz – 7.13
DC: Vilmos Sebók – 7.06
DC: Rudi Vata – 7.12
DML: Andrzje Kobylanski – 6.94
DMR: Laurentin Aurelian Reghecampf – 7.74
DMC: Bruno Akrapovic – 7.94
MC: Radoslaw Kaluzny – 7.95
MC: Ronny Thielemann – 7.13
AMC: Róbson Ponte – 7.45
FC: Tó Madeira – 7.80/Kim Kallström – 7.75
FC: Maxim Tsigalko – 7.92/ Kim Kallström – 7.75
Ég fékk reyndar ekki verðlaun fyrir besta þjálfarann í deildinni (snökt) en var samt alveg þvílíkt ánægður með þetta tímabil og stefni á glæstan árangur á næsta tímabili enda er ég að fara að fá:
Albert Celades/Real Madrid/3 millz
Alexey Belik/Shakhtar/1 millz
Assane N´Dyane/Shakhtar/1,2 millz
Harald Cerny/1860/Bos
Paul Codrea/Genoa/Bos
Paul Freier/Bochum/Bos
Vitalyi Aleshchenko/Belshina/275 þúsund pund
og síðast en alls ekki síst……
Zé Roberto frá Leverkusen á 7.25 millz!!
Kem með annað tímabil þegar ég verð búinn með það