Enn og aftur, frábær saga eftir Luner á liverpool.is!!! Ef þið viljið skoða hana í sínu rétta formi (sem ég mæli eindregið með) farið þá á http://www.liverpool.is/forum/tm.asp?m=17259&p=1&tmode= 1&smode=1
Takk fyrir!
Eftir að hafa dvalið í Frakklandi í þrjú ár, fannst mér ég verða að breyta til. Ég var búinn að vinna allt sem hægt var að vinna með Le Havre. Sjálfur vissi ég vel að tilgangur minn í þessari veröld var aðeins einn – að gera lítil lið að stórveldum. Ég bað til Guðs á hverju kvöldi í sumarfríinu mínu, bað hann um að láta mér snúast hugur. En ekkert gerðist. Ég vildi alls ekki fara frá félaginu. Áhangendur liðsins treystu á mig. Hjá þeim hafði ég fengið nafnbótina Sir. Ég elskaði þetta félag út af lífinu, en mér snerist ekki hugur. Takmarki mínu var náð, ég var búinn að leggja Frakkland að fótum mér. Nú var komið að nýju verkefni.
Um miðjan júní gekk ég inn á skrifstofu stjórnarformannsins og rétti honum uppsagnarbréf mitt. Ég hef aldrei séð eins hræðilegan svip á nokkrum manni fyrr. Það var eins og ég væri að tilkynna honum að ég hefði étið konu hans og börn. Hann horfði á mig og spurði svo ,,Ertu að djóka?” En nei, þetta var sko ekkert djók. Mér var grafalvara. Það var ekki laust við að tár runnu niður vanga hans. Ég lét mig bara hverfa. Um kvöldið horfði ég síðan á formlega tilkynningu frá honum í fréttunum. Það var sárt að horfa á hann, ég vorkenndi honum svolítið. En ég var alveg harðákveðinn. Næstu dagar fóru bara í viltleysu. Ég var allan daginn inn og út að svara í símann, fólk var að hringja og grátbiðja mig um að koma aftur, og á fundum með stjórn Le Havre. Þremur dögum síðar var ég formlega hættur. Ekki minni maður en Fabio Capello tók þá við liðinu.
Þann 7. júlí fluttist ég með konu minni og sonum, Alex 9 ára og tvíburunum Anthony Le og Florent Sinama 3 ára, aftur til Bretlands. Ég var búinn að gleyma hvað það var nú gott að eiga heima þarna… Tveimur dögum síðar var ég sleginn til riddara af drottningunni. Daginn eftir birtist þetta viðtal við mig í The Sun:
Vill fá smá \'challenge\'
Það eina sem við vitum um þennan frábæra þjálfara er nafnið, Sir Luner. Hann hefur gert garðinn frægan með franska liðinu Le Havre á undanförnum þremur árum. En nú er hann kominn heim á ný og er að leita sér að vinnu.
The Sun: Sæll Luner, og velkominn heim! Hvernig líður þér svo eftir öll þessi læti á síðustu vikum?
Sir Luner: Takk fyrir! Mér líður bara furðuvel skal ég segja þér. Feginn að hafa tekið þessa ákvörðun og tel hana vera réttta.
The Sun: Nú varst þú sleginn til riddara fyrir nokkrum dögum. Hvernig finnst þér það?
Sir Luner: Ég er mjög ánægður og stoltur með það. Dreymdi um þetta þegar ég var lítill gutti að spila Championship Manager en nú er þetta orðið að raunveruleika.
The Sun: Er eitthvað ákveðið hvað þú gerir næst?
Sir Luner: Nei, ég hef ekkert ákveðið. Hef fengið nokkur tilboð, en ekkert sem mér líst mjög vel á. Ég vill smá challenge í þetta.
The Sun: Ertu ánægður með dvöl þína í Frakklandi? Sérðu ekki eftir neinu?
Sir Luner: Nei, ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægður með mig og mína leikmenn. Þeir stóðu sig mjög vel og voru allir tilbúnir frá upphafi að taka þátt í þessu erfiða en árangursríka verkefni.
The Sun: Er eitthvað ósætti milli þín og aðstandenda Le Havre?
Sir Luner: Nei, það er allt í góðu á milli okkar. Ég skýrði út fyrir þeim og stuðningsmönnum liðsins af hverju ég væri að fara og mér sýndist bara allir skilja mig mjög vel.
The Sun: Hvernig finnst annars fjölskyldunni þinni öll þessi læti og flutningur? Nú átt þú nú unga konu og þrjá litla stráka.
Sir Luner: Þau hafa það öll mjög fínt. Ánægð með að vera komin aftur, þó svo að tveir yngstu strákarnir hafa aldrei átt heima annars staðar en í Frakklandi. Þetta verða viðbrigði fyrir þá.
The Sun: Já, við höfum heyrt að nöfn þeirra séu svolítið skondin. Viltu kannski segja okkur meira frá þeim? Svo höfum við líka heyrt að Alex, elsti sonur þinn, hafi verið að æfa með 4. flokki drengja í Le Havre, þrátt fyrir ungan aldur. Er eitthvað til í því?
Sir Luner: Já, ég var ekki búinn að búa úti lengi þegar við kona mín eignuðumst tvíbura. Það voru tveir litlir strákar. Við höfðum ekki hugmynd um hvað þeir ættu að heita þannig að ég stakk upp á Florent Sinama og Anthony Le, í höfuð á Florent Sinama-Pongolle og Anthony Le Tallec, tveimur bestu leikmönnum sem ég hef kynnst. Og það er satt með elsta son minn, Alex. Hann hefur verið að spila með 4. flokk í vetur og staðið sig vel, þrátt fyrir að vera aðeins níu ára. Ég byrjaði að láta hann leika sér með bolta um þriggja ára aldur þannig hann hefur verið ansi lengi í bransanum.
The Sun: Já, það má segja það. Þakka þér fyrir viðtalið Luner og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.
Sir Luner: Þakka þér.
Á næstu dögum fór ég að fá spennandi tilboð, frá liðum eins og Stoke, Coventry, Crystal Palace og Wolves. Það var ekki fyrr en ég fékk símhringingu frá Skotlandi, alla leið frá Motherwell, að mér fór að lítast eitthvað á blikuna. Motherwell var nýkomið aftur í úrvalsdeild, eftir tveggja ára dvöl í fyrstu deild. Fjárhagurinn var ekki góður og leikmannahópurinn ekkert sérstakur. Þetta var kjörið tækifæri að mér fannst. Ég gat reynt að gera Motherwell að betra liði, bjargað þeim frá falli og með tímanum farið að vinna aðeins á Glasgow-liðin, Celtic og Rangers, sem höfðu einokað bikarinn í nokkur ár.
Úr þessum viðræðum varð þriggja ára samningur. Ég fluttist til Skotlands. Ég fékk skýr skilaboð frá stjórninni: Sleppa við fall og bæta leikmannahópinn. Til þess að gera þetta allt fékk ég 5 milljónir punda. En eftir að hafa skroppið út í banka og opnað bankareikninginn minn þá hækkaði sú tala upp í fjórtán milljónir punda.
Fyrsta daginn notaði ég til að sortera leikmenn. Ég gerði lista yfir leikmenn sem færu, leikmenn sem væru og leikmenn sem ég vildi fá.
Leikmenn Motherwell:
Derek Scrimgour GK
Daniel Anderson GK
John Convery DC
Martyn Corrigan DC
Luke Casserly DR
Winston Bogarde D LC
Ciro Ferrara DC
Steve Hammell D/DM L
Keith Lasley MC
Scott Leitch DM C
James McFadden DM LC
Douglas Ramsey M RC
Stephen Pearson AM C
Rati Aleksidze AM L
Haruna Babangida AM/F R
Szilard Németh SC
Paul Agostino SC
Egil Østenstad SC
Tó Madeira SC
Restin: Út
Kaup: Vafalaust vantaði mér töluvert upp á til að vera með góðan hóp. Ég byrjaði því á því að fjárfest í Hugo nokkrum Pinheiro, keypti hann frá Le Havre. Því næst keypti ég Bakircioglü, einnig frá Le Havre. Ég fór síðan í nokkuð ódýran verslunarleiðangur og fékk nokkra góða leikmenn á bosman reglunni. Þetta voru Landon Donovan, Keith Gillespie, Niklas Gudmundson - öflugur miðjumaður, Teddy Lucic, David Prutton, Tommy Smith, Mark Kerr og Maxim Tsigalko. Þá var ég kominn með alveg ágætis hóp og nokkrun veginn tilbúinn í slaginn. Eftir nokkra daga bættist síðan snillingurinn Djibril Cissé í hópinn, á 11 milljónir punda.
Tímabilið:
Þá hófst langt, strangt og erfitt tímabil fyrir mína menn. Í byrjun notaði ég leikkerfið 4-1-3-2 og breytti því síðan aðeins, allt eftir mínum þörfum. Það virkaði gífurlega vel hjá mér. Áður en alvaran hófst keppti ég nokkra vináttuleiki, sem gengu misvel. En eftir að hafa farið til Íslands og spilað nokkra létta leiki við Þrótt, KR, Breiðablik, Fylki og ÍA var ég og mínir menn tilbúnir í slaginn. Hópurinn var óvenjulega samrýmdur og allir vorum vinir.
Deildin byrjaði frekar létt. Ég átti leiki við frekar slöpp lið og náði að festa mig í sessi í öðru sæti, þremur stigum á eftir Celtic sem höfðu ekki tapað stigi, ennþá! Eftir sex leiki byrjaði svo erfiðið. Ég átti heimaleik við Rangers, sem þó höfðu ekki byrjað deildina vel og voru í fimmta sæti.
Á Fir Park í Motherwell var allt uppselt, enda völlurinn ekki það stór. Um hádegisbil var byrjað að heyrast hér og þar um bæinn í stuðningsmönnum liðsins en leikurinn átti ekki að hefjast fyrr en klukkan fjögur. Byrjað var að hleypa inn á völlinn klukkan þrjú og gífurlega stemning hafði myndast. Spennan var rafmögnuð. Rétt fyrir klukkan fjögur hlupu leikmenn liðanna inn á völlinn, við mikinn fögnuð áhorfenda. Á slaginu fjögur flautaði Graham Poll dómari, sem hafði fært sig úr ensku deildinni yfir í þá skosku, til leiks. Motherwell menn, eða MOFOS eins og þeir voru gjarnan kallaðir, byrjuðu leikinn vel. Þeir pressuðu stíft og áttu nokkur góð skot að marki. Á 23. mínútu urðu þeir þó fyrir því óláni að Tó Madeira haltraði út af með snúinn ökkla. Inn á kom ekki minni maður en Djibril Cissé. Á 35. mínútu áttu MOFOS laglega sókn. Pinheiro sparkaði út, Landon Donovan tók við boltanum, hljóp með hann upp vinstri kantinn, gaf fyrir þar sem Cissé var mættur og hamraði boltann inn. 1-0!!! Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og því voru MOFOS öruggir enn um sinn í örðu sæti.
Eftir leikinn fjölmenntu stuðningsmenn Motherwell á Dieppé torg, sem ég hafði látið byggja. Þar var dansað og sungið alla nóttina, halda mátti að við höfðum unnið Meistaradeildina.
Næstu leikir eftir þennan gengu þokkalega og enn voru Motherwell og Celtic einu liðin sem ekki höfðu tapað leik í deildinni. Nokkrir lykilmenn meiddust þó, David Prutton og Landon Donovan, en góður leikur yngri leikmanna kom í veg fyrir frekari stigatap. Þar fór helst á kostum hinn 18 ára Kevin McDonald, sem var þann mánuðinn valinn Young player of the month.
Miðvikudaginn 12. desember ferðaðist ég með lið mitt til höfuðborgarinnar, Glasgow. Framundan var spennandi viðureign við Celtic á hinum glæsilega leikvangi, Celtic Park. Farið var með rútu, enda leiðin ekki löng, og ýmislegt gert til gamans á meðan. M.a. horft á heimildamynd um Glasgow. Það fannst leikmönnum almennt gaman því ekki var mikið um skoska leikmenn í hópnum þann daginn. Þegar komið var til Glasgow var ekið með okkur beint á hótelið Park, sem var glænýtt og sérstaklega smíðað fyrir fótboltafélög í heimsókn í Glasgow. Hálfur annar tími fór í að koma okkur fyrir og þá var haldið á létta æfingu. Því næst far farið upp á hótel, borðað dýrindis kvöldverð og lagst til hvílu. Þegar leikmenn voru ræstir moguninn eftir var spenna í loftinu. Um áttaleytið héldu þeir út á völl, en leikurinn átti að hefjast klukkan 14:00. Fyrir utan leikvanginn beið æstur múgurinn. Tvær bílasprengjur sprungu, tveir særðust lítillega og fjórir ungir menn voru handteknir. En loksins sló klukkan tvö. Liðin gengu inn á völlinn, Celtic í sínum vanalegu grænu og hvítu búningum en Motherwell í nýjum varabúningum, svörtum og rauðum. Celtic byrjuðu betur og sóttu stíft að marki. En Hugo Pinheiro sýndi stjörnuleik og neitaði boltanum um inngöngu. Á 34. mínútu fékk Henrik Larsson frábæra sendingu inn fyrir vörnina og þá réði Pinheiro ekkert við hann. 1-0 fyrir Celtic og þvílík læti á pöllunum!!!!!!! Fleira markvert gerðist bara ekki í fyrr hálfleik enda liðin alveg hnífjöfn. Í hálfleik spöruðu Snorri Sturluson og Bjarni Jóhannesson ekki stóru orðin á Íslandi, en leikurinn var sýndur beint á Sýn, og sögðu að þetta væri í fyrsta skiptið í alltof langan tíma sem að eitthvað annað lið en Glasgow liðin blandaði sér í baráttuna um skoska titilinn. En brátt hófst seinni hálfleikur og Tommy Smith var settur inn á fyrir Maxim Tsigalko hjá Motherwell. MOFOS virtust vera beittari í síðari hálfleik og pressuðu stíft. Þeir áttu nokkur góð skot á markið en ekkert vildi inn. Á 74. mínútu fékk Tommy Smith góða sendingu frá Keith Gillespie, en var felldur af Dianbobo Balde, rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrna var staðreynd, á stórhættulegum stað. Fyrst að Landon Donovan var meiddur var enginn inn á til að taka spyrnuna. Því var brugðið á að það ráð að senda Haruna Babangida inn á. Hann gerði sér lítið fyrir og skrúfaði boltann framhjá veggnum og beint inn!!!! 1-1!!!! Eftir þetta pressuðu Celtic stíft, enda staðráðnir í að vinna. Á 84. mínútu komst John Hartson í gott skotfæri og lét vaða, Pinheiro var illa staðsettur í markinu og boltinn rúllaði inn. 2-1!!!! Þetta voru MOFOS alls ekkert sáttir við og sendu þriðja manninn fram, Tó Madeira. Þetta bar árangur og á lokasekúndum leiksins slapp Djibril Cissé inn fyrir eftir frábæra sendingu frá Tó Madeira og skoraði örugglega! 2-2 og þetta varð lokastaðan!!!! Heimleiðis héldu 22 ungir strákar frá Motherwell, ánægðir með afrek dagsins.
Eftir þennan leik varð ekki aftur snúið og nú var baráttan um bikarinn aðeins á milli þessara tveggja liða. Mínir menn náðu að minnka muninn í aðeins eitt stig og þannig hélst staðan fram í febrúar, en þá var komið að annarri viðureign þessara liða, þeirri þriðju á þessu ári.
Á Firk Park var löngu orðið uppselt, enda þessari viðureign búið að bíða með mikilli eftirvæntingu. Nýlega var búið að stækka völlinn og bæta við nokkrum lúxusboxum. Bæði lið gerðu sér fulla grein fyrir því að þessi viðureign gæti ráðið úrslitum um framhald deildarinnar. MOFOS byrjuðu með boltann og hófu hríðskotasókn. Hvert skotið að fætur öðru en allt hirti Douglas, markvörður Celtic. Allan fyrri hálfleik voru Celtic menn hálf máttlausir og höfðu ekkert roð í spræka kantmenn MOFOS. Á 38. mínútu komust MOFOS verðskuldað yfir með marki frá David Prutton. 1-0! Og aðeins einni mínútu síðar skoruðu þeir aftur og þar var að verki Djibril hinn knái Cissé. Í seinni hálfleik virtust Celtic menn öllu fjörugri. Leikurinn var orðinn hnífjafn og leikmenn börðust hetjulega um boltann á miðjunni. Stilian Petrov minnkaði muninn fyrir Celtic á 87. mínútu en það var bara of seint og MOFOS höfðu sigur!!!!
Nú höfðu mínir menn tveggja stiga forystu í deildinni. Í deildarbikarnum gekk allt eins og í sögu og hvað haldiði? Auðvitað lenti ég á móti Celtic í úrslitum…. En fyrst þurfti ég að leika á móti Hibs og fór sá leikur 5-3 í fjörugum leik. Celtic vann einnig sinn leik á móti Livingston svo að staðan í deildinni var ennþá sú sama.
En þá var komið að úrslitaleiknum í deildarbikarnum. Bæði lið voru með sín sterkustu lið. Celtic hófu leikinn mun betur enda þyrsti þá í hefnd. Á fimm mínútna kafla skoruðu þeir tvö mörk! 2-0!!! Þannig var staðan í leikhléi. Í síðarin hálfleik komu MOFOS betur stefndir til leiks og settu eitt mark strax á 46. mínútu. Áfram var barist og aftur skoruðu MOFOS á 68. mínútu. Celtic menn hentu þá Heskey inn á, sem hafði verið keyptur frá Liverpool, og hann skoraði á 79. mínútu. Ekki voru MOFOS sáttir og jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Framlenging! Í framlengingu var aðeins eitt lið inn á vellinum, Motherwell. En allt kom fyrir ekki, boltinn vildi ekki inn. Á 115. mínútu gerði Winston Bogarde hræðileg mistök er hann ætlaði að senda boltann aftur á Pinheiro. Sendingin var of föst og rúllaði boltinn inn. 4-3 var staðan og þannig endaði leikurinn. Winston Bogarde brotnaði niður og þurfti að dvelja um viku skeið inná áfallahjálpadeild sjúkrahússins í Glasgow.
Seinasti leikur tímabilsins var í vændum. Motherwell – Dundee Utd. Leikurinn var sýndur beint á íþróttarásum um alla veröld. Fyrir leikinn ávarpaði forseti FIFA áhorfendur og vildi koma á framfæri þökkum til Sir Luners, fyrir sitt frábæra framlag til fótboltans. Siðan hófst leikurinn. Á 28. mínútu heyrðust fagnaróp um allan völl, þegar fregnir bárust af því að Celtic væri komið undir gegn Aberdeen. Áfram hélt leikurinn þó en ekkert markvert gerðist. Leikurinn markaðist af spennu og boltinn var hörmulegur, ekkert var um takta. Just play it safe! Á 70. mínútu heyrðust aftur fagnaðaróp enda fréttir borist af því að Celtic væri að drullutapa fyrir Aberdeen. MOFOS biðu bara þangað til leikurinn væri á enda og fögnuðu þá langþráðum titli. Þetta var í fyrsta skiptið síðan árið 1985 að eitthvað annað lið en Glasgow liðin unnu titilinn.
Fagnað var fram eftir nóttu. Allur bærinn tók þátt í hátíðarhöldunum og næsta vika var notuð í skrúðgöngur og annars konar hátíðarhöld. Stjórn Motherwell átti ekki orð yfir árangri mínum enda enginn búist við svona góðu gengi. Motherwell var á vörum allra landsmanna, allra í heiminum. Í blöðum birtust ótal greinar um liðið, heimildamyndir voru gerðar og allir leikmenn liðsins voru orðnir heimsfrægir. En ein spurning ómaði alls staðar. Hver er lykillinn að þessari velgengni?
…