1. FC Kaiserslautern Þessi grein er svolítið löng þar sem ég skrifa ítarlega um alla bikarleiki mína.

Nú langar mér til að segja ykkur frá 1. tímabili mínu með þýska liðinu Kaiserslautern. Ég var ekki búinn að fara í CM í tæpar 2 vikur og ég var í vanda að leita mér að deild. En ég valdi þýsku Bundesliguna því ég hafði aldrei tekið heilt tímabil áður í henni. Þegar ég kom svo til Kaiserslautern vildi stjórnin að ég næði Evrópusæti og það ætlaði ég mér. Ég leit yfir hópinn og sá að ég þurfti að kaupa nokkra en fyrir 3,2 millur var nú ekki hægt að fá marga. En ég keypti 2 leikmenn fyrir aðeins 130 k.

Þeir sem ég keypti:

Maxim Tsigalko - Dinamo Minsk (130 k)
Taribo West (free)

En svo seldi ég nokkra leikmenn eða 5 talsins fyrir 17,5 millur og voru það:

Ciriaco Sforza - Dortmund (5 m.)
Nzelo Hervé Lembi - Schalke 04 (3,4 m.)
Selim Teber - VfB Stuttgart (3,3 m.)
Tomasz Klos - 1860 München (3,1 m.)
Dimitrios Grammozis - Monaco (2,6 m.)

En svo byrjaði deildin af krafti og í fyrsta leik átti ég útileik á móti Werder Bremen. Hann endaði með 1-1 jafntefli eftir hörkuleik. Næsti leikur var á móti Dortmund á Fritz-Walter-Stadion sem er jú heimavöllur minn. Sá leikur var fjörugur og það var Vratislav Lokvenc sem kom mínum mönnum yfir á 16 mín. En svo sóttu knattsveinar Dortmund og uppskáru samkvæmt því og Amoroso skoraði á 44. mín. Aðeins mínútu síðar skorar risinn Jan Koller og staðan orðin 1-2. En eftir að hafa messað yfir leikmönnum mínum í búningsherberginu um að þurfa að sækja meira og vera harðari inná vellinum og reyna að vinna þessa djö…… skallabolta komu þeir einbeittir inná völlinn í síðari hálfleikinn. Það var svo eftir 5 mínútna leik í síðari hálfleik sem Miroslav Klose skoraði eftir glæsilega sendingu frá Vratislav Lokvenc. Eftir þessa 2 leiki var ég í 13. sæti sem er alls ekki ásættanlegur árangur. En svo vann ég næstu 4 leiki og þá komst ég í efsta sætið. En svona gekk þetta bara alla leiktíðina, ég var flakkandi á milli 1. og 3. sætisins og endaði svo leiktíðin með 3. sætinu eftir hörkubaráttu við Leverkusen um það sæti.

Ég vann tvisvar með 6 mörkum og það voru liðin Hansa Rostock og Energie Cottbus sem fengu þá ærlegu útreið. Í leiknum gegn Rostock sem ég vann 2-6 var það Búlgarinn, Marian Hristov sem gaf tóninn á 4 mínútu með marki. Svo komu 3 mörk frá Miroslav Klose og svo 2 frá ungstirninu Christian Timm. Í leiknum gegn Energie Cottbus var það Vratislav Lokvenc sem skoraði á 4 mínútu og svo fylgdu 2 mörk frá honum í kjölfarið. Marian Hristov, Selim Teber og Christian Timm voru svo með eitt mark hver. En þessi leikur vannst 6-0.

En þá er komið að því að segja ykkur frá þýsku bikarkeppninni. Ég ætlaði að reyna að ná sem lengst í henni ef ekki að vinna hana. Nú jæja fyrsti dráttur og mínir menn þurftu að heimsækja Lohmühlen - Stadion í Lübeck þar sem 2. deildar liðið VfB Lübeck tók á móti mér.

Svo hófst leikurinn og það blés ekki byrlega fyrir mína menn því á 17. mín skorar Markus Kullig fyrir heimamenn og stuðningsmenn VfB Lübeck gjörsamlega tryllast. En aðeins 2 mínútum síðar skorar Christian Timm eftir glæsilega sókn minna manna. Núna hélt ég að þetta væri komið og nú væri bara formsatriði að klára leikinn. En á 24 mínútu leiksins skorar Marco Weiβhaupt og þá varð allt brjálað á leikvanginum. Þessir 3000 áhangendur Lübeck ærðust af gleði og gengu berserksgang. Ég öskraði skipanir inná völlinn um að við þyrftum að fara að gera eitthvað í þessu og spilamennskan inná vellinum gengi ekki. Þetta bar greinilega árangur því Marian Hristov skoraði og jafnaði leikinn á 27 mínútu. Nú var um að gera að setja fleiri mörk á þá og aðeins 4 mín. síðar skorar Miroslav Klose og kemur okkur yfir. Það var svo á 38. mín sem Klose var aftur á ferðinni og staðan orðin 2-4 óvænt eftir hrikalega byrjun. En svona fór leikurinn þar sem ekkert gerðist í síðari hálfleik.

Í næstu umferð mætti ég Energie Cottbus og þurftum við að halda til Cottbus á Stadion der Freundschaft þar sem biðu okkar 10000 áhangendur Cottbus. En svo var flautað til leiks og ég var búinn að skipa mínum mönnum að ég vildi engann hel…. kellingaskap eins og á móti Lübeck í síðustu umferð heldur skyldi slátrunin byrja strax. NO RESPECT!! Lítið gerðist á fyrstu mínútum leiksins og það var ekki fyrr en á 7 mínútu þegar dró til tíðinda. Þá slapp Vratislav Lokvenc einn í gegn eftir að hafa hirt boltann á miðjunni og sólað upp vörn Cottbus og loks sást boltinn í netinu. Við vorum komnir yfir og þá var um að gera að halda áfram að sækja. Lítið sem ekkert gerðist í leiðinlegum leik það sem eftir var að hálfleiknum og á 45 mínútu skoraði Selim Teber með skalla eftir hornspyrnu. Svo gerðist ekkert í seinni hálfleik og við biðum bara eftir að Gunnar Meims flautaði leiðinlegan leik af. Lokatölur 0-2 Kaiserslautern í vil.

1860 München voru næstu andstæðingar og það var ferðalag til München sem beið okkar. Núna var nýji Hvít-Rússinn kominn hann Maxim Tsigalko eftir að hafa gengið til liðs við félagið í nóvember. Þetta var fyrsti leikur kauða og þá má með sanni segja að hann hafa komið við sögu þessa leiks. Strax á 2. mínútu leiksins skorar Tsigalko og þannig stóð þar til á 18. mínútu þegar hann var aftur á ferðinni og skorar aftur. 0-2 var í hálfleik og eftir 5 mínútna leik í seinni hálfleik skorar Christan Timm og staðan orðin 0-3. 5 mínútum síðar skorar síðan nígeríska varnartröllið Taribo West og staðan orðin vænleg. En mínir menn höfðu ekki lokið sér af og á 63. mínútu skorar Maxim Tsigalko sitt 3 mark og 5 mark Kaiserslautern. Tsigalko kom greinilega sjóðheitur frá Hvíta-Rússlandi.

Fyrsti heimaleikur minn í þessari keppni kom í næstu umferð á móti 2. deildar liðinu Union Berlin sem börðust hetjulega í þessum leik. Það gerðist fátt markvert fyrstu mínúturnar og það var ekki fyrr en á 19. mín þegar fór að draga til tíðinda þegar Harry Koch leikmanni Kaiserslautern var vikið af velli fyrir ljótt brot á einum sóknarmanni Union Berlin. Nú yrði róðurinn heldur betur erfiður fyrir mína menn en þeir létu það ekki á sig fá heldur skorar Tsigalko á 38 mínútu og kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. En leikmenn Union Berlin náðu að klóra í bakkann fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Steffen Baumgart skoraði á 45 mínútu. En í síðari hálfleik eftir aðeins 4 mínútna leik skorar Christian Timm og kemur mínum mönnum yfir og það var ekki fyrr en á 71 mínútu sem Marian Hristov gerir vonir Berlínarmanna heldur betur litlar þegar hann skorar. Við fórum með sigur af hólmi og vorum við þar með komnir í undanúrslit bikarkeppninnar.

Þessi leikur var stórleikur bikarkeppninnar þegar ég fékk sjálfa meistarana í heimsókn en það voru Bayern München. Áhangendur Bayern fengu 10000 miða á völlinn og það brutust út óeirðir milli áhangenda liðanna fyrir leik og slösuðust 5 manns alvarlega þar sem einn stuðningsmaður Bayern stakk annann í magann með hnífi. En svo gat leikurinn hafist með öllu tilheyrandi. Ekkert gerðist fyrr en á 45 mínútu þegar 40000 áhorfendur sáu brasilíumanninn Zé Roberto koma Bayern yfir með þvílíku skoti fyrir utan teig. Svo í síðari hálfleik gerðist voða lítið og það var Roque Santa Cruz sem kom FC Bayern í 0-2 á 63. mínútu og voru það lokatölur leiksins.
Þetta voru endalok mín í þýsku bikarkeppninni og fannst mér þetta góður árangur.

Byrjunarlið mitt var svona:

GK - Tim Weise
DL - Stefan Malz
DC - Taribo West
DC - Tomasz Klos
DR - Hany Ramzy
MC - Mario Basler
MC - Marian Hristov
MC - Thomas Riedl
SC - Miroslav Klose
SC - Maxim Tsigalko
SC - Christian Timm

Leikkerfið sem ég notaði var 4-3-3.

Nú hef ég ekkert meira að segja um þetta tímabil og ég vona að þið skemmtið ykkur bara vel við lesturinn og það er aldrei að vita nema að maður komi með 2. leiktíð líka.

Takk fyrir mig
Geithafu