Sælt veri fólkið. Það er nokkuð langt síðan ég hef tjáð mig á þessu áhugamáli þannig að ég ætla að skrifa grein um fyrsta tímabil mitt með Inter Milan. Ég er nú vanur að taka við lakari liðum en þessu stórveldi en mig klæjaði í að gera það einu sinni áður en CM 4 kemur út.
Þegar ég tók við liðinu eftir að Hector Raul Cuper lét af störfum, fékk ég til liðs við mig tvo unga og efnilega leikmenn Alberto Gilardino og Javier Castillo. Þeir voru á frjálsri sölu. Nokkrum dögum seinni gerði ég frábær kaup er ég fékk Gianluca Zambrotta frá Juventus á 4.2 Millur.
Nokkru síðar var ég búinn að festa kaup á Gaizka Mendieta og Stipe Pletikosa.
Leikmenn sem voru seldir voru Francicso Javier Farinos á 9.75 millur, Nicola Ventola á 8.75 millur,Buruk Okan á 7.75 milllur, Luigi Di Biago á 5.75 millur og Almeyda á 7.75 millur.
Frumraun liðsins var gegn Suwon frá Suður-Kóreu og fór sá leikur 3-2 fyrir mér en leikmenn mínir voru í mjög lélegu formi fyrir leikinn.
Tíu dögum seinna keppti ég fyrsta leikinn í deildinni gegn Bologna á heimavelli þeirra, Renato Dall´ara. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda en endaði 2-2 eftir að Bologna höfðu komist 2-0 yfir þá skoraði Materazzi og Recoba jafnaði síðan í uppbótartíma. Næstu tveir leikir unnust gegn Como og AEK í UEFA cup. Næsti leikur var gegn firnasterku liði Roma. Sá leikur tapaðist 2-0.
Eftir því fylgdu tveir sigurleikir í röð m.a á móti AEK og var ég kominn í næstu umferð þar sem ég dróst gegn Chelsea. Næst komu tveir leikir í deildinni sem unnust 5-0 og 5-1.
Næst var það stórleikur Chelsea og Inter og voru það gleðifréttir fyrir okkur Íslendinga að Eiður Smári Guðjonsen var í byrjunarliði Chelsea…..og þakkaði hann stjóra Ranieiri traustið og kom þeim yfir á 7 mínútu. De Lucas bætti við öðru marki en Vieiri og Zambrotta jöfnuðu undir lok leiksins. Næst komu fimm sigurleikir í röð m.a á móti Chelsea og dróst ég gegn Celta Vigo frá Spáni. Sigurgangan endaði gegn Vicenza og koma smá down kafli þar sem aðeins einn leikur af fimm vannst.
Síðan kom að leiknum við Celta og vannst hann 4-0 og 7 aðrir leikir í kjölfarið. En síðan kom að jafntefli við Roma. Tveir sigurleikir í röð og síðan jafntefli þegar kom að leik í UEFA keppninni, og voru mótherjarnir Udinese. Sá leikur vannst 4-0 á heimavelli og síðan vannst næsti leikur í deiædinni. Komið var að seinni leiknum við Udinese.
Ég notaði varaliðið mitt gegn þeim á útivelli og tapaði 4- 2 og setti Alvaro Recoba 2 mörk. Eftir leikinn kom eitthvað upp á æfingavæðinu sem varð til þess að Adriano líkaði illa við Recoba, hann vildi ekki spila með honum.
Ég ákvað að setja Recoba á sölulista þar sem Adriano var búinn að spila betur.
Ég dróst gegn Brondby í evrópukeppninni og gerði jafntefli við þá á útivelli en sigraði
4-1 á heimavelli þar sem Hernan Crespo átti stórleik. Síðan komu tveir sigurleikir í deildinni. Ég mætti Newcastle í undanúrslitum UEFA cup og vann þá 4-1 á heimavelli þar sem Zambrotta skoraði tvö mörk. Tveir sigurleikir í deildinni þegar kom að seinni leiknum, sem var erfiðari og tapaði ég honum 1-0.
Samt sem áður var ég kominn í úrslit gegn PSV. Þrír sigurleikir og eitt tap í deildinni og tryggði ég mér Scúdettuna. Eftir var leikurinn gegn PSV. Ég neyddist til að nota varaliðið mitt í honum og tapaðist hann 1-0 þar sem Kezman skoraði á 50 mín.
Christian Vieri var markahæstur á tímabilinu með 23 mörk og 8.21 í meðaleinkunn. Rétt á eftir honum kom Mendieta með 20 mörk og 16 assist. Að sjálfsögðu var ég síðan valinn Serie A manager of the year.
Kv. Hnodri15