Ég vara ykkur við lengd þessarar sögu. En njótið vel!


Ég, João Pedro Paiva, fæddur í úthverfi Lisbon í Portúgal, ætla að segja ykkur sögu af knattspyrnuferlinum mínum. Reyndar get ég ekki sagt að ég sé búinn að flakka mikið á milli liða og landa því að ég hef verið hjá einu liði á mínum ferli til þessa.

Þegar ég var 18 ára gamall þá var ég samningslaus. Þá sá ég fyrst tækifæri til að fara til Englands. Útsendarar frá þremur knattspyrnuliðum í Utandeildinni voru farnir að láta í sér heyra með tölvupósti. Liðin sem um voru að ræða voru engin klassalið, en ég var búinn að vera samningslaus svo lengi að ég hefði þess vegna tekið tilboði frá utandeildarliði í Saudi Arabíu. En sú var raunin ekki og heillaði mig mest Chester City þar sem að Gordon Gill réð ríkjum. En mér snérist hugur og valdi Doncaster Rovers því að þar höfðu þeir einnig fengið sér annan Portúgala sem hét Hugo Valdir. Við áttum eftir að verða miklir mátar. Forráðamenn Doncaster höfðu ráðið nýjan framkvæmdastjóra, Don Corneo að nafni. Ég verð nú bara að segja að þessi maður er hreint út sagt ágætur. Don Corneo var metnaðarfullur maður og ætlaði sér stóra hluti á sínum ferli með Doncaster.

Doncaster var með gott lið miðað við utandeildarlið og hafði Don Corneo fengið fullmikið af leikmönnum af frjálsum markaði. Þar má nefna leikmenn eins og Anthony Loughran, Dominic og Mark Studley, Neil Somerville, Marek Szmid, Christian Medina og James Hibburt. Liðið var orðið feykigott og ég hafði verið bjartsýnn á komandi leiktímabil. Don hafði sagt mér að ég ætti að vera í byrjunarliðinu og batt hann miklar vonir við mig. Liðið var þannig skipað:

GK- Andy Warrington
DL- Dominic Studley
DR- Marek Szmid
DC- Barry Miller (C)
DC- Anthony Loughran
ML- Hugo Valdir
MR- Francis Tierney
MC- Christian Medina
MC- Paul Carden
FC- Neil Somerville
FC- Ég

Við unnum tvo fyrstu leikina okkar í deildinni og voru þá leikmenn orðnir hrokafullir fyrir leikinn gegn botnliði Hayes, sem hafði fengið mikla útreið í tveimur fyrstu leikjunum. Við töpuðum sanngjarnt 2-1 en Don Corneo var bálreiður. Ég mun aldrei gleyma þessum degi. Ég var staðráðinn í að bæta mína frammistöðu í næsta leik og vinna mér sess í framtíðaráætlun Dons. Það gerði ég svo sannarlega og skoraði 2 falleg mörk með viðstöðulausum skotum. Svo tók ég hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Dominic Studley sem skoraði. Þetta voru tveir leikir sem ég varð að segja frá. En hvað um það, okkur gekk svona upp og ofan á tímabilinu og vorum við á bilinu frá 1. sæti til 12.sæti. Þegar 3 umferðir voru eftir vorum við í fyrsta sæti, þremur stigum á undan Boston Utd. Við gerðum 2-2 jafntefli við Northwich Vics en unnum svo Hereford 2-1 á útivelli. Síðasta umferðin var runnin upp. Við höfðum eins stigs forskot á Boston Utd en einnig hafði Margate troðið sér up við hlið þeirra, teimur stigum á eftir okkur. Allir gátu unnið en við vorum sigurstranglegastir, því við áttum frekar léttan heimaleik gegn Morecambe sem var í 14. sæti fyrir leikinn. Ég var sannfærður um að láta vanmatið ekki koma yfir mig og hugsaði um atburðinn sem að gerðist í byrjuninni á leiktímabilinu. Leikurinn spilaðist í hellidembu og áttu þeir fyrsta markið. Ég svaraði fyrir okkur með ágætu vinstri fótar skoti. Þeir skoruðu svo rétt fyrir hálfleik. Í hálfleik þá sleppti Don Corneo við að skamma okkur og reyndi frekar að ná fram leiksgleðinni í okkur og sagði okkur að gera okkar besta. Tíu mínútur voru eftir af seinni hálfleik. Útlitið svart. Við vissum ekki hvort að Boston eða Margate væru að vinna sína leiki. Sex mínútur eftir og Hugo Valdir sendir boltann á varamanninn Justin Jackson sem skoraði stórglæsilegt mark. Við vissum að tíminn var naumur og menn orðnir þreyttir andlega og útaf bleytunni. En vonin brast þegar Morecambe skoraði á síðustu mínútunni. Við töpuðum 3-2 og lentum í þriðja sæti. Ég var markahæstur í liðinu með 26 mörk og valinn maður ársins af stuðningsmönnum.

Sumarið var búið og við tóku strembnar æfingar. Don Corneo hafði keypt snillinginn John Elliot frá Dover. Hann kom fyrir 40000 pund og átti hann eftir að vera tímamótamaður hjá Doncaster Rovers. Hinn ungi og efnilegi varnarmaður James Hibburt fékk tækifæri í byrjunarliðinu þar sem við höfðum selt Anthony Loughran. Ég vissi allan tímann að Hibburt ætti eftir að ná langt. Svo var það lánsmaðurinn Sean McClare, miðjumaður frá Barnsley sem var kominn í liðið. Liðið fyrir fyrsta leikinn á tímabilinu var þannig skipað:

GK- Andy Warrington
DL- Dominic Studley
DR- Marek Szmid
DC- Barry Miller (C)
DC- James Hibburt
ML- Francis Tierney
MR- John Elliot
MC- Paul Carden
MC- Sean McClare
FC- Neil Somerville
FC- Ég

Okkur gekk eins vel og ég bjóst við. Við unnum fyrsta, gerðum jafntefli annan en töpuðum svo þriðja. Síðan töpuðum við ekki leik í deildinni frá 28. ágúst til 21 desember. Okkur gekk ekki vel í FA Cup en við duttum út gegn þriðjudeildarliðinu Hull City. Þegar leiktímabilið var hálfnað kom besti markvörður í sögu Doncaster til liðsins. Don Corneo hafði fundið hann þegar hann sendi einn útsendara að leita að ungum markverði. Útsendarinn kom niðurlútur á mánudagsæfingu hjá okkur. Hann sagðist hafa aðeins fundið einn markvörð, Brian Tait að nafni. Don Corneo fór síðan til útsendarans tveimur dögum síðar og sagði að hann hafi fundið efnilegasta markvörð Englands. Hinn 19 ára Brian Tait fór beint í liðið og skildi frekar slakan markvörð Andy Warrington eftir í kuldanum. Einnig voru hlutverkaskipti hjá mér þegar Barry Miller var seldur á metfé 1m punda. Ég var tekinn við sem fyrirliði takk fyrir! James Hibburt var líka farinn. Doncaster var í vandræðum með varnarmenn. Don Corneo dreif sig að skoða leikmannamarkaðinn því hann vildi ekki klúðra þessu annað árið í röð. Hann fékk Scott McNiven að láni frá Oldham en hann var seinna fljótlega keyptur ódýrt. Hann keypti líka Chris Morgan frá Barnsley fyrir metfé, 240þ pund. Við klúðruðum engu það sem eftir lifði tímabils þótt við töpuðum tíu leikjum á tímabilinu. Við vorum komnir upp í þriðju deildina og við gerðum það með stæl. Doncaster setti stigamet og markamet í deildinni, John Elliot setti stoðsendingarmet í deildinni sem hann átti reyndar áður, en ég náði ekki að setja markamet þó að ég skoraði 27 mörk. Ég var aftur kosinn maður ársins hjá stuðningsmönnum.




Takk fyrir.
Saviolafu