Englendingum gekk alls ekki vel á HM, og þar sem að Sven Göran Ericsson er mjög viðkvæmur maður, sagði hann starfi sínu lausu, Ensku stjórninni fannst alveg hreint tilvalið að bjóða hinum unga Íslendingi starfið, þar sem að ég hafði nú einu sinni rifið Liverpool upp á afturlappirnar, þegar mér var boðið starfið hélt ég fyrst að um smekklausan símahrekk væri að ræða, en þeir sannfærðu mig að mæta á fund á aðalskrifstofum Enska knattspyrnusambandsins i Lundúnum þar sem að ég sagði já áður en þeir náðu að bjóða mér starfið aftur, ótrúlegt, það virðast aðeins örfáir dagar síðan að ég þurfti að spara til að hafa efni á núðlusúpum, en núna er ég heitasti stjórinn í bransanum. Þið skuluð sko búast við róttækum breytingum innan enska landsliðsins.
Æfingarleikir og sölur og kaup leikmanna:
Stjórn Liverpool gaf mér nánast frjálsar hendur við kaup á leikmönnum, og ég hafði yfir 70 milljónir punda til að eyða, eftir að stjórnin hafði samþykkt að stækka völlinn um nokkur þúsund sæti. Ég hafði haft veður af því að bæði Rivaldo og Luis Figo væru að leita sér að betri samningi, ef ég ætti að finna tvo leikmenn til að fullkomna liðið mitt, þá eru engir menn betur til þess fallnir en þessir tveir snillingar. Það kom mér á óvart að Figo samþykkti mitt fyrsta samningstilboð og hann var keyptur á 14,75 milljónir punda, kjarakaup miðað við áhrifin sem hann átti eftir að hafa á leik minna manna. Öllu erfiðara var að sannfæra hinn mikla Rivaldo að klæða sig í rautt, hann hafnaði fyrsta tilboði, en svo gerði ég honum tilboð sem hann gat ekki hafnað (GODFATHER!!! YESSSSS!!!!), íbúar Liverpool borgar trúðu vart sínum eigin augum og eyrum, þegar þeim var tilkynnt um þessa tvo snillinga sem myndu vera númer 7 og 10 komandi tímabil, menn komu upp að mér á götunni og báðu um að fá að kyssa skónna mína. En þar sem að þeir tveir komu fyrir rétt rúmlega 30 milljónir, ákvað ég að leggja allt mitt púður í ofurvarnarmann. Einhvern sem gæti drepið sóknir andstæðinga í fyrstu sendingu, einhvern sem gæti hlaupið hraðar en héri, og fyrst og fremst mann með boltatækni á við besta framherja. Eftir strangar samningaviðræður við Bayern Leverkusen, gekk Brasilíski landsliðsmaðurinn Lucio í mínar raðir fyrir 25 milljónir, sem að mér þóttu kjarakaup.
Eftir frábæra framistöðu á HM hafði Dietmar Hamann vakið verðskuldaða athygli um heim allann, og tilboðum rigndi inn á kappann. Hann hafði sjálfur sagt mér að honum þætti keppnin um pláss á miðjunni vera orðin of mikil, og bað mig um að gefa sér færi á samningaviðræðum við einhver af stórveldunum, það fór svo að hann gekk til liðs við Barcelona fyrir 18 milljónir punda, sem komu sér vel eftir mikil fjárútlát. Barcelona hafði einnig boðið mér ótrúlegar fjárhæðir fyrir Michael Owen, en hann er bara ekki falur fyrir neitt verð, og fagnaði með mér með því að skrifa undir nýjan samning.
Enska deildin:
Ekkert virtist geta stöðvað mig og mína ofurhersveit í að taka enska titilinn annað árið í röð, stuðningsmenn Liverpool voru æstir og hrokafullir, það var ég líka. Mín aðaluppstilling átti eftir að verða 3-5-2, með Hyypia,Lucio og Henchoz í vörn, Overmars, Rivaldo, Kutuzov, Gerrard og Figo á miðju, og Crespo og Owen frammi, og auðvitað Jerzy Dudek á milli stanganna. Með menn eins og Babbel, Murphy, Aghahowa og Baros til skiptanna, virtis fátt geta stöðvað mig. Enda gerði það enginn. Tímabilið byrjaði með auðveldum leik gegn Everton í góðgerðarskildinum, sem að við unnum 4-0, öll mörkin komu af miðjunni, Figo, Rivaldo, Overmars og Gerrard. En deildin byrjaði jafn auðveldlega og hún endaði, menn Alex Fergusonar virtust ekki einu sinni vera að reyna í upphafsleik sínum, og við lögðum þá auðveldlega 5-0. Restin af tímabilinu var svipuð, við töpuðum ekki einum einasta leik, en gerðum 8 jafntefli. 98 stig, ekki slæmt, og örugglega einhverslags met. Dollan var í höfn eftir 31. umferð, auðvitað voru allir ánægðir, Liverpool áhangendur ætluðu að rifna úr monti, en ég neitaði að taka nokkurn heiður fyrir verkið, hvaða auli sem er hefði getað unnið titilinn með þessum mannskap, en það var ég sem fékk hann á Anfield. Hernan Crespo var markahæsti maður með 34 mörk, næsti maður á eftir var Owen með 29 (Get the picture?) En Owen var sá sem fékk öll verðlaunin, og þakkaði mér fyrir allt saman.
Deildarbikarinn:
Enn og aftur drógumst við geng Lundúnarliði í 3. umferð, að þessu sinni West Ham, og ég hélt áfram að sýna vanvirðingu mína á þessari keppni, og sendi ekki einn einasta leikmann úr aðalliðinu til keppni, (Nokkrir gráir gaurar fengu að byrja =D ) , en varalið mitt var ótrúlega seigt, og ætluðu sko aldeilis að sanna sig í alvöruleik fyrir framann stjórann sinn, en á endanum töpuðu þeir í framlengingu, 3-2, þar sem að El Hadji Diouf hafði skorað bæði mörkin fyrir sitt lið.
FA bikarinn:
Við drógumst geng 2. deildar liði Stoke, það virtist ætla að verða auðveldur leikur fyrir mína menn, en til að taka enga áhættu voru 7 fastamenn í byrjunarliðinu. Það virtist alls ekki nægja, Bjarni Guðjónsson skoraði á 5. mínútu, og það mark nægði til sigurs!!! Mínir menn voru hreinlega ekki á vellinum!! Ég brjálaðist á þá í búningsklefanum, og sektaði Figo, Rivaldo og Owen fyrir eindæma slaka frammistöðu sína (Figo fékk 4!!!!! Rivaldo 5 og Owen 3 !!!!!!!! Djöfull brjálaðist ég!!!)
Meistaradeildin:
Ekkert annað en sigur kom til greina núna, við drógumst með Paris SG, Inter og Ajax. Við komumst auðveldlega áfram með fullt hús stiga, og tókum Ajax með okkur. En það sló þögn á stjórn Liverpool þegar dregið var í annan riðil, Real Madrid, Man Utd og Bayern Munchen. Ég sannfærði þá um að þeir hefðu ekkert að óttast, við myndum vinna þessa keppni, mér fannst á þeim að þeir vildu trúa mér, en gerðu það samt einhvernvegin ekki.
Fyrsti leikur okkar var gegn Real Madrid á útivelli, móttökurnar voru alls ekki glæsilegar, og var Figo grýttur af þeim verstu. Milan Baros virtist bara ekki finna fyrir neinni pressu og spilaði eins og engill, skoraði tvö mörk, og lagði upp það þriðja fyrir Figo. Við unnum 3-1, og menn fóru þá að átta sig á að hér var allt annað lið á ferð en árið á undan. Við unnum Real aftur á heimavelli, 2-0, þar sem Figo skoraði bæði mörkin, eftir leikinn tók hann í höndina á mér, og þakkaði fyrir að fá að vera með í þessum knattspyrnudraumi, ég þakkaði honum fyrir að gera hann að veruleika. Bayern vannst einnig í báðum leikjunum, nokkuð auðveldlega, enda liðið orðið aldrað og sárvantaði ferskt blóð. Leikirnir gegn Man Utd voru hreinasta geðveiki. Í fyrri leiknum, á Old Trafford, var 4 leikmönnum vikið af leikvelli, Keane, Nistelrooy, Gerrard og Agahowa. Sá leikur endaði með jafntefli, 1-1, þar sem að Diego Forlan jafnaði á lokasekúndunum, eftir að Rivaldo hafði skorað mark ársins um miðjan seinni hálfleik. Síðari leikurinn var ósanngjarn, það vantaði marga fastamenn í byrjunarlið Manure, Giggs, Keane, Beckham, Nistelrooy og Ferdinand, leikurinn vannst auðveldlega 3-0, þar sem að Julius Agahowa stimplaði sig rækilega inn, með 2 mörkum, og lagði upp það þriðja. 16 stig voru frábær árangur, og menn spáðu okkur dollunni, ég var einn af þeim. Við drógumst gegn Barcelona í 8 liða úrslitum, úfff…. það er alltaf erfitt að mæta Barcelona. Fyrri leikurinn var á Anfeild, þar sem að við unnum 2-1, sjálfsmark Cocu og 90 mínútu tryggði okkur sigur, súrt að það hafi verið sjálfsmark, en mark er alltaf mark. Síðari leikurinn var ótrúlegur, Crespo stakk Barcelona vörnina af í byrjun leiks, og við tókum forystu, glæsilegt, nú þyrftu Barca menn að skora tvisvar til að fá framlengt. Undir lok síðari hálfleiks var Kluivert óvaldaður í teignum, og skoraði með skalla. Sjitt! Allt gekk vel í síðari hálfleik, og það vorum við sem sóttum, þegar komið var fram í aukatíma fékk ég hinsvegar hland fyrir hjartað, Javier Saviola var kominn einn innfyrir, lék á Dudek og skoraði auðvelt mark ….. maginn á mér lagðist saman, en þá heyrði ég mikið baul og brjálæði í stúkunum, leit upp, línuvörðurinn var með flaggið á lofti!!! Ég ærðist af fögnuði og kyssti Hector Cuper á munninn! Liverpool hélt áfram til að mæta Rómarveldi í undanúrslitum. Fyrri leikurinn var sem áður á Anfield, ég bjóst við mikilli baráttu og mörgum spjöldum, en mér til mikillar undrunnar reyndist þessi leikur nokkuð auðveldur, 3-0 var lokaniðurstaða, Owen með þrennu. Roma virtust bugaðir í útileiknum, þeir virtust ekki nenna að hafa fyrir því að reyna að brjóta okkur á bak aftur, og leikurinn fór 0-0, ömurlega leiðinlegur leikur, en við vorum komnir í úrslit gegn Valencia !!!! Leikurinn fór fram á Olympiatadion í Þýskalandi, og stuðningsmenn okkar fjölmenntu, enda í fyrsta skiptið í fjölda ára sem Liverpool hafði færi á að vinna aðal Evrópudolluna. Leikurinn byrjaði á því að Overmars meiddist, þannig að Julius Agahowa var kallaður til leiks, ekkert jafnast á við sprækan blökkumann. Valencia náði forystu snemma í síðari hálfleik, úff, þetta var þungt högg í magann. Jerzy Dudek sendi boltann á Rivaldo á 71 mínútu, ég horfði á hann, og hann á mig, í eitt augnablik náðum við augnsambandi, og ég fékk ótrúlega tilfinningu í magann, nú á eitthvað eftir að gerast. Rivaldo barðist með boltann fram að miðju, lék á 4 andstæðinga á leið sinni þangað, nú vorum við 3 á móti 5, ég bjóst við sendingu, en hann hélt áfram, og prjónaði framhjá 2 varnarmönnum til viðbótar, og gabbaði þann þriðja með því að “feika” sendingu, loks lét hann vaða af 25 metra færi ……………… SLÁIN INN!!!!!! Hann fagnaði á sinn venjubundna hátt, og stökk loks í fangið á mér, bekkurinn fylgdi, ásamt hálfu byrjunarliðinu, ég hélt að ég myndi kremjast. Það var sem eitthvað hefði gefið sig hjá Valencia eftir þetta, Crespo skoraði auðvelt mark á 78. mínútu, og Aghahowa fylgdi í kjölfarið með þrumufleig, 3-1 fyrir mínum mönnum á 85. mínútu, það var ekki laust við að tár hafi gert var við sig, enda hafði mig dreymt um þetta frá barnæsku. Þegar dómarinn flautaði leikinn af, trúði ég vart mínum eigin eyrum, við höfðum unnið helvítis dolluna! Skrúðgöngur voru gengnar í Liverpool, og veggjakrot út um alla borg lofsamaði hinn íslenska snilling.
Stjórnin boðaði mig á fund, og spurði hvort að þeir mættu búast við einhverju svipuðu næsta tímabil, ég lofaði þeim betri árangri og fleiri dollum að ári. Þeir brostu og sögðu mér að eyða eins miklum peningum og mig listi……
ég nenni ekki að skrifa meira, en ég er kominn á 7. tímabil, Englendingar hafa orðið Evrópu og Heimsmeistarar. Liverpool hefur alltaf unnið deildina, 2 sinnum League Cup, 4 sinnum FA Cup, og 5 sinnum Champs League (og auðvitað alltaf þessar aulakeppnir, SuperCup, World Club Cub og HM félagsliða) ….. ég er að pæla í að hætta og bíða eftir að eitthvað lið bjóði mér vinnu …. hvað finnst ykkur ?