Eftir mörg mögur ár, þar sem að ég lifði á hrísgrjónum og núðlum við knattspyrnuþjálfaraskóla FIFA á Spáni, fékk ég loks vinnu sem þjálfari hjá Liverpool, sem var draumi líkast því ég hafði verið eldheitur stuðningsmaður liðsins frá því ég mundi fyrst eftir mér. Ég kom inn um sama leiti og Gérard Houllier, og var andrúmsloftið spennu þrungið, en Houlli stóð sig nokkuð vel og skilaði nokkrum dollum í hús, en á endanum sögðu læknarnir honum að hann mætti ekki koma nálægt þessu starfi lengur, Houlli sagði lausu starfi sínu, og ég bjóst við að starfa nú undir Phil Thompson. Á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 01/02 var ég kallaður á fund stjórnarinnar, ég bjóst við að það ætti að segja mér upp, og varð ég því skemmtilega hissa þegar mér var boðinn skipstjórastólinn á Anfield, ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og skrifaði umsvifalaust undir samning. Phil Thompson var að vonum æfareiður og rauk á dyr, þannig að mitt fyrsta verk var að lokka Hector Raul Cuper til mín, með þvílíkum launasamning að hann gat ekki neitað mér.
Ég hafði heyrt af því að Hernan Crespo langaði að spila fyrir mig, ásamt Marc Overmars, ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að ná í þessa tvo kappa, en til þess að svo mætti verða þyrfti ég sko aldeilis að taka til í mínum herbúðum, svo að Patrik Berger, Vladimir Smicer, Emile Heskey og Jari Litmanen voru seldir. Fyrir sölufé þeirra gat ég fengið Hernan Crespo til liðs við mig, áhangendur Liverpool trúðu vart sínum eigin augum þegar þeir lásu í blöðunum að Crespo væri kominn á Anfield, og fjölmenntu því á Anfield þegar skiptin voru gerð opinber, fagnaðarlætin voru ógurleg. Öllu erfiðara var að eiga við Barcelona um kaupin á Overmars, en þeir sættu sig á endanum við 20 milljónir punda, og enn og aftur ærðust aðdáendurnir sem voru farnir að sjá Enska meistaratitilinn í hyllingum. Ekki voru þeir einu leikmennirnir sem ég fékk til liðs við mig fyrir þetta tímabil, ég náði í Nígeríumennina Taribo West og Julius Aghahowa, ásamt Hvít-Rússanum Vitaly Kutuzov frá AC Milan.
Tímabilið byrjaði ágætlega, Góðgerarskjöldurinn vannst í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik, þar sem að Jerzy Dudek vann leikinn með því að verja 3 fyrstu spyrnur Arsenal manna, meðan að Owen, Crespo og Milan Baros skoruðu.
Deildin:
Við byrjuðum hálf brösulega í deildinni, og töpuðum fyrstu 3 leikjunum. En liðið náði sér aldeilis á flug heima gegn Middlesbrough, við unnum leikinn 6-1 þar sem að Owen, Crespo og Kutuzov skoruðu 2 mörk hver, Marc Overmars átti stórleik með því að leggja upp 4 mörk, en Hernan Crespo var maður leiksins með 2 mörk og 2 stoðsendingar, eftir þetta lá leiðin upp á við í deildinni, við vorum í stöðubaráttu við Man Utd og Arsenal, en í 28. leik náði ég 4 stiga forystu á toppnum, og tryggðum við okkur loks meistaratitilinn í heimaleik gegn erkifjendunum í Manchester United, þar sem að Michael Owen skoraði á 88. mínútu til að tryggja 3-2 sigur, það var sem öll Liverpool borg hefði öskrað samtímis þegar gull-drengurinn skoraði, og svo þusti æstur múgurinn inn á völlinn þegar dómarinn flautaði leikinn af, ég var dreginn fram á miðjan völl, þar sem að ég, ásamt hálfu liðinu vorum tolleraðir af æstum múginum. Það var frábær tilfinning að lyfta þessum, furðulega þunga, bikar og heyra 40000 manns syngja lofsöngva um mig.
Deildarbikarinn:
Það var stutt ferð, við drógumst gegn Tottenham í 3. umferð, ég mætti með varaliðið mitt og tapaði 2-0, enda hafði ég engan áhuga á að vinna þessa keppni.
FA-bikarinn:
Leiðin var greið, lögðum Wycombe, Stoke, Tottenham (rúlluðum þeim upp 4-0) Arsenal, og svo mættum við Everton í úrslitunum, það var furðuleg tilfinning, ekkert nema Liverpool búar í Cardiff, Steven Gerrard sagði við mig fyrir leikinn, að við gætum ekki tapað. Hann hafði sko aldeilis rétt fyrir sér, Everton sá aldrei til sólar í leiknum, markmaður þeirra var rekinn útaf á 3. mínútu og Owen skoraði úr vítaspyrnu, inn á fyrir Richard Wright þurfu þeir að setja einhvern greyans strákling sem hafði ekki spilað einn einasta leik með aðalliðinu allt tímabilið, þannig að ég gaf mínum mönnum mjög einfalda skipun, skjótið á markið. Það var og að Everton fengu háðlega útreið og voru flestir stuðningsmenn þeirra farnir áður en leikurinn var flautaður af, við unnum auðveldlega, 5-0 þar sem að Owen skoraði 4 mörk og Jerzy Dudek fékk að taka vítaspyrnu á 75. mínútu. Stuðningsmenn ánægðir með gott tímabil, svo og ég.
Meistaradeildin:
Það leit út fyrir slag um efsta sætið við PSV frá Eindhoven í 1. riðlinum, en við drógumst með Lyon og Spartak frá Moskvu. Mér til mikillar undrunar unnum við alla leikina, og vorum eina liðið fyrir utan Real Madrid til að hafa 100% árangur eftir fyrsta riðil. Þegar dregið var í annan riðil bjóst ég sjálfur við að það væri endastöð okkar, Bayern Munchen, Real Madrid og Internazionale. Fyrsti leikurinn var gegn Bayern í Bæjaralandi, en þeir áttu ömurlegan leik, tveir leikmenn þeirra voru reknir af leikvelli og við unnum auðveldlega 4-1, blaðamenn brjáluðust og spáðu vildu vita hvort ég ætlaðist til sigurs í deildinni, ég hafði sem minnst um það að segja. Við náðum svo jafntefli við Real Madrid á heimavelli, þar sem að Ronaldo fór mikinn og áttu 6 skot á markið, Dudek hélt þeim öllum frá, en Zidane skoraði af 30 metra færi, beint úr aukaspyrnu, Dietmar Hamann hélt uppi heiðri Liverpool með því að jafna skömmu fyrir hálfleik. Inter unnum við mér til mikillar undrunnar í báðum leikjunum, og Bayern unnum við aftur á heimavelli, en töpuðum fyrir Real Madrid á útivelli, háðslega 4-0. Liverpool á leiðinni áfram í 2. sæti á eftir Real Madrid, við drógumst gegn Barcelona, unnum 1-0 heima þar sem að Marc Overmars skoraði eftir að hafa prjónað sig gengum alla Barcelona miðjuna og vörnina. Fyrir seinni leikinn vantaði 4 fastamenn, Sami Hyypia sem var með kvef, Marc Overmars sem hafði tognað á ökkla, Hernan Cresp sem þurfti að taka út leikbann og loks hafði Danny Murphy slitið krossbönd og var úr leik út tímabilið. Strákarnir börðust vel, en töpuðu samt 2-0, og evrópudraumurinn var úr sögunni.
Stjórnarmenn voru samt sem áður himinlifandi með árangur tímabilsins og jusu yfir mig peningum til að toppa árangurinn á komandi tímabili …. en meira af því í næstu grein.