Ég vona að þetta verði skemmtileg lesning!!!!
__________________________________________ ___
Gaupi:”Arnar Þór, allir landsmenn vita nú að þú ert knattspyrnustjóri AS Roma á Ítalíu en hvernig byrjaði þetta allt saman?”
Arnar:”Það var 13. ágúst og ég hafði verið að fagna Íslandsmeistaratitlinum með strákunum í Hugin/Hetti sem ég hafði komið upp um 3 deildir og að lokum unnið titilinn með kvöldið áður. En ég fékk ekki að sofa út út af þessum helv…. síma. Í símanum var einhver útlendingur sem ég þekkti ekki. Hann sagðist heita Franco Sensi og vera framkvæmdastjóri hjá AS Roma. Ég þekkti nafnið enda finnst mér skemmtilegast að vera AS Roma í CM (Championship Manager). Hann vildi fá mig til Rómar til að stjórna hinu frábæra liði AS Roma. Ég trúði þessu ekki en þegar hann sagði að það myndi bíða eftir mér einkaþota sem flytti mig og allt það drasl sem ég á til Ítalíu. Þegar ég var byrjaður að sinna starfi mínu fékk ég Taribo West og Alonso Solís á frjálsri sölu. Svo byrjaði ég að þreifa fyrir mér af alvöru á leikmannamarkaðnum. Ég keypti Cristian de Santis frá Monza á 28.000 pund og Tsigalko, ungan og efnilegan markaskorara frá Hvíta-Rússlandi á 1 milljón punda. Ég keypti svo líka Tököla, ungverskan miðjumann/senter frá Dunaferr á 2.5 millur. Ég byrjaði svo tímabilið á að vinna Fiorentina 3-0 í Super Cup og þar með var fyrsti titillinn kominn í hús. Á ég ekki bara að segja frá hverri keppni fyrir sig Gaupi?”
Gaupi:”Jújú…”
Arnar:& #8221;O.K. þá geri ég það.
Seria A
Mér gekk vel í byrjun og eftir 7 leiki var ég á toppnum. Ég var bara svona upp og niður á milli 1-4 sætis. Ég átti oft stjörnuleiki (3-0, 4-0, 5-0) og skoraði 2.2 mörk í leik að meðaltali. Í 17 leik náði ég svo að komast aftur á toppinn og lét fyrsta sætið ekki af hendi. Um þetta leiti voru Totti og Tököli að brillera á sitthvorum vængnum. Tsigalko og Montella voru líka sjóðheitir frammi. Allt tímabilið spilaði ég 4-4-2_wing12success sem er frábært heimatilbúið kerfi sem ég hef líka notað í CM og notaði líka með Hugin/Hetti.
Ég tryggði mér svo endanlega titilinn í grannaslag gegn Lazio þegar 4 leikir voru eftir,1-0
Það var ótrúleg upplifun að heyra hálfa Rómarborg syngja nafnið mitt á götum úti. Stjórnin var ánægð með mig og ég var alveg í skýjunum. Montella var markahæstur í deildinni með 20 mörk og Totti var stoðsendingakóngur deildarinnar með 14 stoðsendingar. Ég átti 3 bestu ungu leikmennina í deildinni og þeir voru Tsigalko, Pelizzoli sem er orðinn aðalmarkmaður ítalska landsliðsins og Jonathan Zebina sem er frábær franskur varnarmaður. Ég var svo líka besti stjórinn í deildinni.
Italian Cup
Í annaro umferð fékk ég Chievo og vann þá í útileiknum 1-5 með mörkum frá Tököli, Bovo, Zebina, Batistuta og Totti. Þá var bara formsatriði að klára þetta og við gerðum það með einu marki frá Tsigalko. Samtals 6-1. Í 8 liða úrslitum mætti ég Juventus og Batistuta kláraði leikinn með 2 mörkum á heimavelli fyrir framan 80.090 áhorfendur. Seinni leikurinn var skandall. Juventus var 2-0 yfir í hálfleik og komst svo í 3-0 á 71. mínútu og við bara urðum að skora. Svo var dæmt víti á 82. mínútu og ég var farinn að hugsa um undanúrslitin. En þá skoraði gerpið hann Zambrotta og bikardraumurinn var útaf kortinu.
Champions Cup
Í riðlakeppninni var ég í riðli með Spartak Moscow, Wisla og Leverkusen. Ég fór létt í gegnum þennan riðil og vann hann með 15 stig. Á öðru stigi riðlakeppninnar var ég með Man.Utd., Rangers og Olympiakos. Ég tapaði á móti United 2-0 úti en gerði jafntefli við þá heima. Ég vann Rangers heima með mörkum frá Tsigalko og 3-0 úti. Ég vann Olympiakos 4-0 heima með mörkum frá Tsigalko, Cafú, Totti og Montella en tapaði útileiknum 3-2. Ég komst áfram úr riðlinum í 8 liða úrslit og þar dróst ég á móti grönnum mínum í Lazio. Crespo skoraði á 33. mínútu fyrir Lazio en á 88. mínútu skoraði Montella. Í seinni leiknum voru mínir menn í stuði. Montella skoraði á 39. mínútu og Totti innsiglaði sigurinn á 83. mínútu. Það var púað á mig af æstum stuðningsmönnum Lazio og einn þeirra dúndraði flösku í hausinn á mér. Ég þurfti að fara upp á Roma Hospitalo til að láta taka glerbrotin úr hausnum á mér. En það stoppaði mig auðvitað ekki í að stjórna liðinu í leikjunum á móti Man. Utd. í undanúrslitunum. Fyrri leikurinn var heima þar sem að 81.435 áhorfendur nutu þess að sjá Tsigalko prjóna sig framhjá varnarmönnum United og skora eina mark leiksins á 3. mínútu. Seinni leikurinn var bara hörmung, hann fór 1-4 og nokkrir leikmannanna voru lengi að ná sér.”
Gaupi:”Hvað er svo á döfinni hjá þér á næstunni?”
Arnar:”Tíminn verður bara að leiða það í ljós.