Þetta er saga sem ég er með góðfúslegur leyfi höfunds, Luner af Liverpool.is, að birta hért. Luner er í þessum heimi fyrir einn tilgang, að skrifa sögur!!!! Þessi drengur er snillingur og langar mig hér að birta hans nýjasta meistaraverk. Enn og aftur vek ég athygli á því að ég hef fengið leyfi hans. Luner á liverpool.is!
Hafið samband við hann ef ykkur langar að læra að búa til sögur!
Sagan:
Ég veit að þetta er frekar löng saga, en hún er tvö tímabil. Vinsamlegast gefið henni smá sjens þrátt fyrir lengdina!
Le Havre Athletic Club
Þegar árið 2001 gekk í garð var ég staddur heima hjá mér í London og fagnaði nýja árinu ásamt fjölskyldunni. Mér datt alls ekki í hug að þetta ár ætti eftir að verða eitthvað frábrugðið hinu síðara. Ekki eina sekúndu…
Undanfarin tvö ár hafði ég verið aðstoðarþjálfari hjá Leyton Orient og vakið, ja, frekar mikla athygli. Aðallega fyrir taktísku hlið mína en ég aðstoðaði Paul Brush með leikskipulag liðsins sem vakið hafði mikla athygli um gervallt England. Stóru klúbbarnir í London; Chelsea, Tottenham og Arsenal höfðu allir haft samband við mig og beðið um ráðleggingar í sambandi við leikskipulög. Við þetta varð gróðinn frekar mikill og fjölskyldan festi kaup á stóru sumarhúsi í Flórída, nálægt Mission Inn golfsvæðinu.
Mér var boðið þó nokkuð mörg störf hjá þessum stóru klúbbum, en aðallega sem aðstoðarmaður og ég var ekki að leita af því. Ég lét það því út úr mér, í viðtali við The Sun, að liðin gætu hætt að bjóða mér aðstoðarstörf, sama hve launin væru há því ég væri fullkomlega ánægður á Leyton. En bætti svo við að ef einhver hefði ‘almennilegt’ starf fyrir mig þá mætti viðkomandi hafa samband.
Og viti menn, þessi orð skiluðu einhverjum árángri og ég eyddi allri vikunni í símanum. Ég fékk starfstilboð frá liðum eins og West Ham, At. Madrid, Oxford, Le Havre, Racing Club, Feyenord og fleirum. Eftir að hafa skoðað aðstæður hjá öllum liðunum, og hugsað mig um í tvær vikur, ákvað ég að flytja til Frakklands og taka við Le Havre. Þessi ákvörðun varð umdeid, ekki síst í fjölmiðlum heldur líka heima fyrir. En að lokum gekk þetta fyrir sig og þann 28. febrúar flutti ég til Frakklands. Ég átti samt ekki að taka við liðinum fyrr en í júlí, þannig að ég eyddi fríinu mínu í að horfa á leiki og æfingar með Le Havre, kynnast leikmönnunum og einnig fór ég á marga leiki í frönsku fyrstu deildinni og fylgdist spenntur með keppninni þar.
En loksins, loksins gekk 14. júlí í garð og ég skrifaði undir tveggja ára samning við Le Havre. Launin voru ekkert til að kvarta yfir.
Le Havre voru í annarri deild og stjórnin setti mér það takmark að koma liðinu upp á þessum tveimur árum sem ég var samningsbundinn því. Ég glotti Ég fékk 5,5 milljónir sterlingspunda sem ég mátti eyða í leikmenn.
Sá fyrsti sem ég keypti var Frédéric Kanouté. Hann var ekki ánægður með gengi sitt hjá West Ham og vildi ólmur komast til Frakklands aftur og byrja feril sinn upp á nýtt. Ég sendi scouta út um allan heim. Einn laugardag hringdi einn scoutanna í mig og sagði mér frá ungum strák hjá Coventry, Antonio Gallieri. Ég hafði samband við Gary McAllister og hann var ekki lengi að samþykkja gott boð mitt í hann, svo lengi sem ég lofaði að strákurinn fengi eitthvað að spreyta sig. Ég samþykkti það. Því næst hélt ég til Íslands. Mér var mikið í mun að næla mér í einhvern af ungu og efnilegu leikmönnunum þar. Ég reyndi að kaupa Sævar Gíslason en það gekk ekki eftir og því fékk ég unga Framarann, Þorbjörn Atla Sveinsson til að koma með mér út og skoða aðstæður. Daginn eftir var hann búinn að skrifa undir fjögurra ára samning. Þetta var allt og sumt og ég verslaði ekki meira í bili.
Taktíkina hannaði ég að sjálfsögðu sjálfur. Eftir að hafa spilað nokkra dapra æfingaleiki til að reyna að komast að því hvernig taktíkin ætti að vera uppbyggð varð niðurstaðan taktík sem nefndist Nathan is back! Þetta var svona nokkurn veginn 4-2-2-1.
Byrjunarliðið var svona:
GK - Alexander Vencel
DR - Souleymane Diawara
DL - Jean-Jacques Ebentsi
DC - Jérémy Hénin
DC - Alou Diarra
MC - Antonio Gallieri
DCM - Yazid Mansouri
MC - Mohammed Fadel Brahami
AML - Frédéric Kanouté
FC - Florent Sinama-Pongolle
AMR - Anthony Le Tallec
Ég batt mestar vonir við ungstirnin Sinama-Pongolle og Le Tallec, og jafnframt Kanouté og Mansouri, en hann taldi ég að gæti spilað stórt hlutverk á miðjunni. Hann var næsti Vieira.
Tímbilið byrjaði mjög vel og fyrstu leikina vann ég alla mjög stórt. Eftir 15 leiki var ég í fyrsta sæti með fullt hús stiga. En þá byrjuðu vandræðin. Gamla Le Havre hetjan Thierry Moreau féll frá, aðeins 34 ára gamall og sumir leikmannanna tóku þetta mjög nærri sér. Ekki síst Mansouri, sem var máttarstólpinn á miðjunni, og Jérémy Hénin, sem var kletturinn í vörninni. Í framhaldi af þessu kom langur og vondur kafli sem liðið var lengi að ná sér upp úr. Það var aðeins góður leikur Sinama-Pongolle og Le Tallec hélt liðinu uppi.
Af þessum kafla loknum komst liðið aftur á skrið og eftir 30 leiki var ég aftur kominn í fyrsta sæti deildarinnar með 20 unna, 5 jafntefli og fimm töp. Þá var liðið þegar dottið úr deildarbikarnum en gekk vel í franska bikarnum.
Baráttan hélt áfram í deildinni og staðan var frekar jöfn. Það voru aðallega Le Havre, St- Etienne og Strasbourg sem börðust um fyrstu þrjú sætin. Þegar fimm leikir voru eftir hafði ég fimm stiga forystu.
Næsti leikur var á móti St-Etienne og var því gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið. Ég hafði fengið til mín sérfræðing til að skoða meiðsli Le Tallec sem hafði átt við vandamál að stríða í hnjám, og hann tilkynnti mér það að leikmaðurinn yrði helst að sleppa þessum leik. Þetta var mikið áfall fyrir liðið, enda Le Tallec gjörsamlega farið á kostum á hægri kantinum og Liverpool farið að hlakka mjög mikið til að fá hann. Ég setti því Beuzelin inn í liðið fyrir hann.
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og ég komst 2-0 yfir með mörkum frá Þorbirni Atla. En þá gerðu St-Etienne skiptingu og létu 16 ára gutta inná. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði með fyrstu snertingu sinni. Svo skoruðu þeir annað mark og staðan því jöfn. Á 25. mín kom Gallieri mér yfir en sá 16 ára jafnaði á sömu mínútu. Ég lét því Jérémy Hénin dekka hann og fjórum mínútum síðar labbaði guttinn með heilahristing útaf vellinum. Í hálfleik var staðan 3-3. Strax í seinni hálfleik fóru hlutirnir að ganga fyrir alvöru. Gallieri skoraði sitt annað mark og síðan skoraði Sinama-Pongolle tvö í röð. Staðan 5-3. En, St-Etienne jöfnuðu auðvitað strax og á 60. mínútu var staðan aftur jöfn. En það sem eftir lifði leiks hafði ég yfirhöndina og rúllaði yfir gestina 7-5. Hörkuleikur!!!
En þrátt fyrir þennan góða sigur átti ég enn bara fimm stiga forskot því Strasbourg unnu sinn leik. Næsti leikur var á móti Menz og vannst hann örugglega. Enn héldu Strasbourg áfram að hanga í rassgatinu á mér en næsti leikur var einmitt á móti þeim!!!! Og hann var á útivelli!
Þegar liðin gengu inn á völlinn trylltust áhorfendur. Allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var svo kallaður úrslitaleikur og var orðið löngu uppselt á hann. Meðan liðin hituðu upp varð ég fyrir miklu áfalli. Anthony Le Tallec, sem var að jafna sig á langvarandi meiðslum, snéri sig illa og gat ekki spilað. Ég hefði alveg eins getað gefið leikinn því ég var með engann góðan kantmanní staðin fyrir hann. Ég ákvað samt að spila og leikurinn hófst. Hann byrjaði rólega og það voru áhorfendur sem voru í aðalhlutverkinu. Fyrri hálfleikur var markalaus. Í hálfleik brýndi ég fyrir mínum mönnum hversu mikilvægt væri að fá allavega eitt stig út úr þessum leik og þeir ákváðu að taka á því í seinni hálfleik. Hann var nokkuð fjörugri og á 51. mínútu komust Strasbourg menn yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu. Þá ákvað ég að bæta aðeins í sóknina og tók út af varnarmann fyrir sóknarmann. Þetta skilaði strax árangri og mínir menn sóttu stanslaust. En boltinn vildi ekki inn, nema ólöglega, og þetta virtist ætla að stefna í 1-0 tap. En á 89. mínútu smellti ég Le Tallec hálfmeiddum inná og hann átti þessa frábæru aukaspyrnu sem Kanoute skallaði inn! 1-1!!!!! Áhorfendur trylltust.
Eftir þennan leik voru mínir menn ákveðnir í að vinna deildina og unnu alla leiki sem eftir voru, meðan Strasbourg unnu alla nema einn! Titillinn var kominn í hús!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Le Havre komnir í fyrstu deild og tilbúnir í alvöru baráttu!!!!
Af franska bikarnum er það að segja að liðið komst í undanúrslit en lenti þar á móti sterku liði Lyon og tapaði naumlega!
Stjórnin var að sjálfsögðu mjög ánægð með þennan árangur og hrósuðu mér í hástert! Mér var boðið starf hjá sænska landsliðinu í kjölfarið, en ég afþakkaði og benti þeim á bróður minn, Gulla Gonzales, sem þeir réðu í starfið.
Sumarið leið frekar hratt. Fjölmiðlarnir fylgdu mér að sjálfsögðu hvert sem ég fór og ég fékk mikla athygi frá almenningi. Stjórnin hélt fund með mér og tilkynnti að ég fengi 25 kúlur til leikmannakaupa!!! Vá, ég bjóst ekki alveg við svona miklu. En gróðinn hafði verið svo mikill. Plön voru einnig í gangi um að stækka leikvöllinn. Í skoðanakönnun sem gerð var á soccernet.com, kom í ljós að um 48% áhorfenda á leikjum Le Havre héldu ekki með liðinu heldur komu til að sjá skemmtilega fótboltann sem þeir spiluðu.
Anthony Le Tallec og Florent Sinama-Pongolle fóru til Liverpool. Þetta var sorgardagur í lífi Le Havre manna. En Florent fékk fljótt heimþrá og sneri aftur. Anthony fékk strax stöðu á hægri kanti og sleppti henni ekki aftur. Um kaupin mín er það að segja að ég fékk El-Hadji Diouf til að leysa skarð Le Tallec. Síðan fékk ég Franco Costanzo í markið, Felix Dja Ettien í hægri bakvörðinn, Julius Aghahowa á miðjuna og loks festi ég kaup á Aliou Diarra, sem ég hafði verið með í láni frá Liverpool. Taktíkin var sú sama.
Ég fékk þó nokkur boð um að leika vináttu leiki, fékk meira að segja boð um að leika gegn króatíska landsliðinu! Ég spilaði gegn Marseille, Aston Villa, Barcelona og Liverpool. Þessir leikir fóru bara nokkuð vel en ég tapaði nú samt fyrir Liverpool, sem er alveg óskiljanlegt!!!
Áður en leiktíðin hófst komst ég að því að Real Sociedad væri að ræða ólöglega við einn leikmanna minna. Hann var umsvifalaust seldur og höfðað var mál gegn Sociedad, sem vannst að lokum. Peningarnar voru notaðir til að stækka leikvanginn.
Ég verð að viðurkenna það að það var smá stress í leikmönnum fyrir fyrsta leikinn. Heimaleikur gegn Bordeaoux. Aghahowa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Le Havre og Gallieri bætti við öðru, 2-0. Pongolle var ánægður með að vera kominn aftur í mínar herbúðir og bætti við því þriðja eftir frábæra samvinnu við Diouf. 3-0 og þannig endaði leikurinn. Mjög góður sigur hjá mínum mönnum!!!
Svona gekk leiktíðin upp og niður. Ég var að berjast fyrir tilverurétti mínum í byrjun en svo fór að ganga betur og ég var að berjast um þriðja til fimmta sæti. Eftir 25 leiki var ég í fjórða sæti, 4 stigum á eftir toppliðinu og takmarkið að sjálfsögðu 3. sætið! Í deildarbikarnum sló ég út varalið nokkurra toppliða og komst léttilega í úrslitaleikinn. Í franska bikarnum var aftur á móti erfiðra prógram og ég rétt náði að vinna flesta leiki eftir framlengingar. En ég var þó kominn í undarúrslit og lenti þar á móti Auxerre.
Í deildinni hélt ég áfram að færast nær 3. sætinu og með sigri í næsta leik, sem var á móti Lens, gat ég komist upp í það þriðja.
Leikurinn hófst með frábærri miðju minna manna. Gallieri gaf út á vinstri kant þar sem Kanoute lúrði. Hann tók sprettinn og sendi síðan langan bolta yfir til Diouf. Hann gaf á Aghahowa sem skrúfaði boltann inn frá miðjunni!!!! 1-0 fyrir mér! Stuttu eftir það skoraði Sinama-Pongolle annað markið og þannig endaði leikurinn, þrátt fyrir að Franco Costanzo hafði verið vikið að leikvelli með tvö gul spjöld!
Annað sætið var mitt, ég var með hagstæðri markatölu heldur en liðið í þriðja, Monaco. Ég ákvað að halda því bara út leiktíðina. En björninn var ekki unninn ennþá. Ég spilaði við Auxerre í undanúrslitum í franska bikarnum og vann þann leik 4-3! Í úrslitum lenti ég á móti sterku liði Paris-SG sem ég hafði unnið áður á leiktíðinni. Sá leikur tapaðist naumlega í vítaspyrnukeppni!!!! Í deildarbikarnum var ég kominn í úrslit og spilaði á móti Sedan. 4-1 fyrir Le Havre!!!! Diouf með þrennu! Einn tiltill kominn í hús!
Deildin var að verða búin. 2 leikir eftir og ég átti ennþá möguleika á fyrsta sætinu en með tapi átti ég möguleika á að detta niður í sjötta sæti!!! Harður heimur! Fyrri leikinn, gegn Lille, vann ég 1-0 og var kominn upp í fyrsta sæti!!! Í síðasta leiknum gat ég tryggt mér titilinn með sigri. Þetta var heimaleikur gegn Nantes og völlurinn var pakkaður!!!! Leikurinn hófst og Diarra skoraði á 5. mín. En gestirnir jöfnuðu eftir tíu mínútur. Leikurinn var jafn þar til fimm mínútur voru eftir. Loftið var rafmagnað! Spennan var ægileg!!!! Sinama-Pongolle skoraði!!! 2-1!!! Allt ætlaði um koll að keyra!!!! En leikurinn var ekki búinn. Á lokamínútunum féll einn leikmaður gestanna inn í mínum vítateig. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu!!!! Mjög ósanngjarn dómur, greinilega leikaraskapur!!!!!!!! Vítaskyttan gerir sig klára. Costanzo, kallaðir Franzo, var klár á marklínunni. Flautan gellur. Franzo ver í slá, þaðan fer boltinn í öxlina á honum, í stöngina og inn!!! Hörmulegur endir á þessu frábæra tímabili…þarf ég að seja meira?…. Le Havre menn horfa á þyrluna fljúga með bikarinn til Parísar. Paris-SG voru orðnir meistarar með skitnum sigri á Lens. Ronaldinho var hetja þeirra!
En engu að síður, annað sæti var staðreynd. Mjög gott af minni hálfu. Silfur í deildinni, silfur í franska bikarnum og gull í deildarbikarnum. Stjórnin og allir sem við komu félaginu voru hæstánægðir!
Nokkrir leikmanna minna fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína. Það voru helst Franzo, Sinama-Pongolle, Gallieri, Kanoute og Diouf!
Og þeir voru ekkert á leið frá félaginu, þeir voru komnir til að vera!
Og nú var Le Havre á leið í meistaradeildina, aldrei að vita hvað gerist þar!
Fylgist vel með framhaldinu…