
Þeir sem ég keypti voru:
Rami Shaaban - 50k (Djurgården)
Paulo Viúla - 8k (Vila Real)
Davor Suker - (free transfer)
Kaba Diawara - (free transfer)
Jonas Lundén - (bosman)
Þegar ég sótti um starf sem framkvæmdastjóri hjá félaginu sagði stjórnin að það væri eins gott að ná í Evrópusæti ef ég ætlaði að halda vinnunni. Fyrir átökin í deildinni ákvað ég að taka einn æfingaleik og það ætlaði ég mér. Ég bauð gríska liðinu Xanthi í heimsókn til Króatíu og ég vann þá 1-0. En svo byrjaði deildin. Ég vann fyrstu fimm leikina nokkuð örugglega og vann ég liðin, Kamen Ingrad, Zadar, Marsonia, Pomorac og Dinamo. Þessi deild var aldrei spennandi því ég sat á topp deildarinnar frá upphafi og ég náði mest 15 stiga forskoti. Fysti tapleikur minn kom á móti NK Hrvatska Dragovoljac og það var í leik nr. 26, og þá voru 4 leikir eftir af deildinni. Ég vann deildina örugglega með 13 stigum og svona var lokastaðan:
1. Hajduk - 79 stig (25 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap)
2. Varteks - 66 stig
3. Dinamo - 59 stig
4. Osijek - 57 stig
5. Zagreb - 52 stig
Ég tók þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar og í 2. umferð fékk ég lið Porto. Þar sem ég taldi Porto vera erfiða andstæðinga hélt ég að dagar mínir væru taldir í þessari keppni. En svo varð raunin ekki því ég sló þá út 4-3 samanlagt og fékk svo austurríska liðið Tirol Innsbruck í næstu umferð. Ég sló þá örugglega út 6-1 samanlagt. Þar með var ég kominn í riðlakeppnina. Þar lenti ég með Juventus, Leverkusen og PSV. Til að gera langa sögu stutta þa´lenti ég í neðsta sæti í þessum riðli með 6 stig og féll úr keppni. Ég vann Juventus og Leverkusen og tapaði öllum hinum leikjunum.
Króatíska bikarkeppnin gekk eins og í sögu og vann ég hana. En til að komast í úrslitaleikinn þurfti ég að leggja 5 lið að velli. Í fyrstu umferð fékk ég liðið Cibalia og vann ég þá 3-0. Annarar deildar liðið Uskok mættu ofjörlum sínum í þriðju umferð og þeim beið 5-2 ósigur. Þar með var ég kominn í 8-liða úrslit og þar fékk ég liðið Varteks. Í 8-liða, undanúrslitum og úrslitaleiknum sjálfunum eru leiknir tveir leikir. Ég vann Varteks 6-1 samanlagt. í undanúrslitum mætti ég annarar deildar liðinu Mosor og vann ég þá 5-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum mætti ég Dinamo og ég vann þá 5-3 samanlagt og var þar með orðinn króatískur bikarmeistari.
Stjórnin var í skýjunum yfir þessum árangri hjá mér. Ég notaði leikkerfið 4-3-3 og mitt sterkasta lið var svona, einkunn og markafjöldi fylgir:
GK - Stipe Pletikosa - 7,31 - 0 mörk
DL - Krunoslav Rendulic - 7,03 - 0 mörk
DC - Goran Sablic - 7,65 - 2 mörk
DC - Igor Stimac - 7,78 - 3 mörk
DR - Darko Miladin - 6,89 - 0 mörk
MC - Jonas Lundén - 7,00 - 3 mörk
MC - Srdjan Andric - 7,60 - 7 mörk
MC - Igor Musa - 7,68 - 9 mörk
SC - Davor Suker - 7,98 - 30 mörk
SC - Zvonimir Deranja - 8,16 - 24 mörk
SC - Kaba Diawara - 8,18 - 27 mörk
Ég var kosinn stjóri ársins og var Kaba Diawara valinn besti maðurinn í deildinni.
Ég styrkti hópinn aðeins fyrir næstu leiktíð með 4 gaurum og eru það:
José María Lacruz - bosman (Athletic Bilbao)
Radoslaw Kaluzny - bosman (Energie Cotbus)
Abel Xavier - bosman (Everton)
Artur Wichniarek - bosman (Arminia Bielefield)
Kem kannski með leiktíð nr. 2
Takk fyrir mig
Geithafu