Nú langar mig til þess að segja ykkur frá 2. leiktið hjá mér sem knattspyrnustjóri Aston Villa. Ég var búinn að skrifa grein hér ekki fyrir svo löngu um 1. tímabil með Aston Villa en þetta er ekki framhald af því seivi. Einhverja hluta vegna þá eyðilagðist það seiv hjá mér svo ég ákvað bara að byrja uppá nýtt með Aston Villa. Jæja þar sem ég lenti í 4. sæti á 1. leiktíð vildi stjórnin auðvitað fá “krukkuna” í hús og auðvitað ætlaði að ég að gera það. Einnig vildi stjórnin að ég skilaði einhverjum árangri í meistaradeildinni. En ég átti sem sagt 26,5 milljónir til þess að kaupa leikmenn og ég ákvað að fjárfesta í nokkrum.

Þeir sem ég keypti:

Chris Perry (Tottenham) - 10 mil.
Luca Toni (Brescia) - 4,7 mil
Sander Westerveld (Tottenham) - 3 mil.

Deildin byrjaði alls ekki vel og ég var í 8. - 12. sæti í byrjun.
Jafntefli í fyrsta leik var ekki nógu gott og ég hugsaði að ef ég ætlaði að halda starfi mínu þarna yrði ég að fara að taka mig á. Næstu tvo leiki vann ég auðveldlega en svo kom skellur á móti Arsenal. Á þessu tímabili var þetta orðið frekar dapurt hjá mér svo ég ákvað að breyta um leikkerfi. Ég breytti í eitt af mínum uppáhalds leikkerfum og var það 4-3-3. Eftir leikkerfa breytinguna fór allt að ganga miklu betur. Liðið tók stórt stökk upp töfluna og eftir að hafa verið í 8. sæti um stund var ég kominn í toppsætið með 5 stiga forskot á næsta lið og með leik til góða. Þar sem þetta var alveg að virka ákvað ég að láta toppsætið ekkert fara frá mér. Þetta gekk eftir og mitt mesta forskot sem ég náði voru 15 stig og var ég ósigraður í 23 leikjum og var það met. En ég vann deildina örugglega með 11 stigum þar sem Manchester United kom í 2. sætið. Ég endaði með 89 stig (28 sigrar, 5 jafntefli og 5 töp).

Meistaradeildin gekk líka mjög vel. Ég þurfti að fara í undankeppni og mætti þar hollenska liðinu NAC. Ég sigraði þá örugglega 5-1. Þá var ég kominn í fyrri riðla meistaradeildarinnar og var hann ekki af verri endanum. Liðin voru FC Bayern, PSV, Slavia Mozyr og Aston Villa. Ég byrjaði að spila við Slavia Mozyr og vann þá 4-0. Svo spilaði ég við Bayern og gerði 3-3 jafntefli og svo loks 3-2 tap á móti PSV. Næsti leikur var einnig gegn PSV og þá tapaði ég aftur 3-2. Þá var þetta orðið svart og eini möguleikinn til að komast áfram var að vinna báða leikina sem eftir voru. Þá vann ég og lenti þar með í 2. sæti í þessum riðli. Milliriðillinn var nú alveg rosalegur. Þar lenti ég með Arsenal, Juventus og Roma. Þarna hélt ég að dagar mínir væru taldir í þessarri keppni. En eftir mikla þrautseigju og dugnað komst ég áfram ótrúlegt en satt og skildi Juventus og Arsenal eftir. Ég var semsagt kominn í 8-liða úrslit og þar lenti ég á móti Lazio og datt út.

Ég hef nú ekkert mikið að segja frá bikarkeppnunum ekki nema það að í deildarbikarnum datt ég út í undanúrslitum á móti Man.Utd 5-4 samanlagt. Í FA Cup datt ég svo út í fimmtu umferð á móti Chelsea 3-2. Fleira hef ég ekki að segja um slakt gengi í bikarkeppnunum.

Mitt sterkasta byrjunarlið var þannig skipað:

Sander Westerveld - GK
Gareth Barry - DL
Jonathan Woodgate - DC
Chris Perry - DC
Olof Mellberg - DR
Stefan Selakovic - MC
Massimo Ambrosini - MC
Kim Källström - MC
Bosko Balaban - SC
Dion Dublin - SC
Luca Toni - SC

Sá maður sem var að spila best hjá mér var án efa Luca Toni. Þessi maður er bara snillingur. En já hann var með einkunnina 8.39 skoraði 26 mörk í deildinni og 42 mörk yfir leiktíðina. Hann lagði upp 13 mörk yfir leiktíðina og var með 16 mom. Svo er hann dýrasti leikmaður liðsins og er metinn á 17,5 milljónir aðeins…

Kannski kemur 3. leiktíð seinna ef ég nenni að rita hana niður.

Takk fyrir mig
Geithafu