Á ákvað að prufa að stjórna Leeds því þeir eru með svo mikla unga og góða menn innanborðs. Þrátt fyrir það ákvað ég að styrkja aðeins liðið enda var stefnan sett á að keppa á öllum sviðum og þá þarf breiðan hóp.

Þessir voru keyptir fyrra seasonið sem ég hef stjórnað Leeds:
Josep Guardiola free
Abgar Barsom Forward Right/left/center Djurgarden 500k
Taribo West free
Djibril Cisse(langaði að prufa hann, hef aldrei keypt hann áður) 13,5 millur
Ruslan Nigmatullin(langaði líka að prufa hann) 4,1 millur
Theo Lucius Def/Mid right/center PSV 900k er mjög góður fyrir svona lítil lið
Dionis Chiotis 2,1 millur
Reinier Robbemond AM right AZ 210k
Regillio Vrede Def centre Roda 2,1 millur

og þessir voru seldir:
Wesley Boyle 750k
Harpal Singh 1,1millur
Danny Milosevic free
Frazer Richardson free
Danny Mills til Arsenal 3,7 millur
Paul Murphy free
Chris Kamara free
Dominic Matteo til Newcastle 3,3 millur
Caleb Folan free
Jason Wilcox til Charlton 1,5 millur
Theo Lucius til Feyenoord 2,5 millur

Fyrra seasonið rústuðum við deildinni. Kláruðum með 92 stig, unnum 29 gerðum 5 jafntefli og töpuðum 4. Markatalan var 99 for og 31 against. Arsenal lenti í öðru sæti með 84 stig, með einungis 77 mörk for. Aðrir hápunktar á þessu seasoni var að við unnum League Cup og Charity Shield. Mark Viduka var markahæstur með 27 mörk og með flestar stoðsendinar eða 14 þar og meðaleinkunn 8,24
Þetta season og það næsta notaði ég mestmegnis 3-1-2-1-3 kerfi sem splundraði vörnum andstæðinganna og framherjar mínir skoruðu nánast að vild. Alan Smith spilaði sérstaklega vel sem miðjumaður þessara þriggja sóknarmanna og átti hann t.d. 13 stoðsendingar og 22 mörk þetta season.

Fyrir næsta season þá ákvað ég að bregða mér á markaðinn( ég á það til að kaupa soldið, bæði til að hafa áhrif strax en líka unga og efnilega) og voru þessi keyptir:
Maurice Ross Def right/center Rangers 600k
Andre Ooijer 4,1 millur
David Dunn 13 millur(hörmuleg kaup, var hörmulegur allt seasonið)
Kristian Bergström AM/Forw. left Norrköping 210K (góð kaup fyrir minni lið, var hugsaður sem varaskeifa fyrir Kewell)
Steven Reid Def/AM/For R/L/C Millwall 3 millur ( fjölhæfur andskoti, á eftir að koma sterkt inn á komandi seasoni)
Marco Delvecchio 5 millur
Tó madeira 500k( hef aldrei keypt hann áður, langaði að prufa, fannst hann ekki góð kaup. Kanski verður hann betri á komandi leiktíð)
Lee Hendrie Bosman
Helder Postiga Striker C, 1 mill ( Suber sub, kom inn á í fimm leikjum í lok tímabilsins skoraði í fjórum þeirra)
Justin Georcelin Northampton Striker C, 60 k (einungis 17 ára, skoraði 32 mörk í 41 leik fyrir northampton, framtíðarleikmaður)

og svo voru þessir seldir:
Cisse til Schalke 12,75 millur
Nigmatullin til Everton 3,7 millur
Craig Farrell free
Danny Hay 925k
Michael Duberry til Wigan 2,3millur
David Batty Leicester 575k
Anthony Lennon 210k
Alan Maybury bosm
Gary Kelly til arsenal 3,2millur
David Dunn til Man Utd 8 millur
Stephen McPhail til aston villa 5,25

Þetta var ótrúlega spennandi leiktíð. Ég barðist við Man Utd hatrammri baráttu um hver myndi hreppa efsta sætið og tvo síðustu mánuðina vorum við neck to neck. Undir lokin voru 2 umferðir eftir, ég var 2 stigum á eftir Man Utd og átti leik við þá, ég vann 1:0, mjakaði mér fyrir ofan þá og vann svo chelsea í síðasta leik 2:0 og tryggði mér sigurinn. Þvílík spenna hefur ekki sést í háa herrans tíð.
Við unnum 31 leik gerðum 3 jafntefli og töpuðum fjórum. 108 mörk voru for og 36 against. Reyndar gekk okkur ekkert spes í öðrum keppnum, lentum í öðru sæti í League cup, duttum út í fjórðungsúrslitum á móti Man Utd í Meistaradeildinni( sem unnu að lokum) og gerðum engar rósir í FA Cup. Besti maður þessa seasons var Alan Smith, með 32 mörk í öllum keppnum, 22 stoðsendingar og meðaltalseinkunn 8,17. Hinsvegar var Mark Viduka með hæstu meðaltalseinkunn eða 8,20, 23 mörk og 10 stoðsendingar.

Nú er þriðja seasonið að hefjast og hef ég styrkt hópinn með því að fá Pablo Aimar í stöðu AM í kerfinu mínu og á hann eflaust eftir að standa sig betur en David Dunn og svo keypti ég mjög efnilegan varnarmann frá Millwall sem heitir Ashley Lythe sem er 20 ára gamall. Svo er eitt sem er mjög fyndið við þetta save mitt er það að Alex Ferguson var rekinn eftir fyrsta season því Man Utd lenti í fjórða sæti og í hans stað var fenginn Martin O´Neill. Hann notar bara Beckham og Giggs ekki neitt og þeir hafa verið settir út í kuldann, enda um sumarið áður en 3 season hófst var Beckham seldur til Barca.