Eftir að vera orðinn svolítið leiður á leiknum og ekki spilað hann í heilan dag (það er met hjá mér) þá fór ég aftur í leikinn í leit að nýju challengi. Ég ákvað að taka við Rushden. Eftir á var mér sagt að þetta væri eitt besta liðið í 3. deild svo að ég ætlaðist nú til að lenda í 1.-3. sæti. En ef satt skal segja er þetta lið hörmulegt. Það vantaði algjörlega vinstri bakvörð, sóknarmennirnir voru bara lélegir og vörnin var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þannig að, ég fór aðeins á leikmannamarkaðinn og athugaði hvað var í boði. Þótt ég hefði u.þ.b. 4 milljónir punda til að versla fyrir sóttist ég frekar eftir mönnum með lausa samninga. Þetta var afraksturinn:

Sóknarmenn – Paul McVeigh, Alin Stoica, Theodore Withmore, John Bradley August

Miðjumenn – Landon Donovan, Haruna Babangida, Richard Knopper, Gavin Strachan, Neider Yesid, Morantes

Varnarmenn – Brynjar Gunnarsson, Gary Breen, Kevin Sharp

Markmenn – Hugo Pinheiro, Alan Morrison

Ég skil ekki hvað fékk suma þessa leikmenn til að koma til mín en ég bauð þeim tiltölulega sanngjarna samninga og þegar þeir sáu hver þjálfarinn var þá voru þeir ekki í vafa um að koma….
En suma var erfiðara að fá en aðra og suma fékk ég ekki fyrr en á miðju tímabili. Ég keypti líka Darren Williams en seldi hann strax því hann stóð engan veginn undir væntingum. Taktíkin var 4-1-3-2 og virkaði hún nokkuð vel.
Eins og gerist og gengur verða sumir leikmenn mikilvægari en aðrir en það gerðist nú eginlega ekki í mínu tilviki. Það var liðsheildin sem skipti máli. Þó má segja að fyrirliðinn Gary Breen hafi drifið liðið áfram og Richard Knopper var kóngurinn á miðjunni og sá alfarið um markaskorunina 45 leikir 35 mörk! Einnig spilaði Hugo Pinheiro stórt hlutverk en hann spilaði alla leikina! Svo má ekki gleyma Brynjari en hann var ekkert síðri en Gary Breen. Donovan var á vinstri kanti og raðaði inn mörkunum í byrjun leiktíðar en hann kom inn í liðið þegar John Bradley August meiddist og fór aldrei á bekkinn aftur. Þegar líða tók á leiktíðina lét hann sér nægja að leggja upp mörkin fyrir hina. Hann var svo valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnunum. Og svipaða sögu hefur ungstirðnið Haruna Babangida að segja. Hann kom inn í liðið vegna slysfara Neider Yesid Morantes og hélt stöðu sinni alla leiktíðina. Paul McVeigh spilaði vel en kostaði dágóðan skylding og stuðningsmennirnir æptu að gleði þegar ég tilkynnti komu Alin Stoica til liðsins. Hann spilaði einnig vel. Helsti veikleiki liðsins var hægri bakvörðurinn en þar var Tarkan Mustafa, einn af fáum leikmönnum sem voru hjá Rushden fyrir. Kevin Sharp var í vinstri bakverðinum og ég get ekki sagt að hann hafi eitthvað brillerað!

3.deildin – Aldrei spurning. Fór nokkuð létt með þetta, eiginlega léttari en ég bjóst við í upphafi. 46 leikir, 38 unnir, 5 jafntefli, 3 töp, 144 mörk skoruð, 39 fengin á mig, heildarstig 119.

FA Cup – Komst bara í þriðju umferð sem voru kannski svolítil vonbrigði. En í ljósi þess að það var Newcastle sem sló mig út þá var ég alveg sáttur. Tapaði 2-1 á heimavelli eftir að hafa verið yfir í hálfleik.

League Cup – Sama sagan þar. Komst í fjórðu umferð þar sem ég tapaði fyrir Liverpool 3-1 eftir að hafa aftur verið yfir í hálfleik.

Vans Trophy – Vann Tranmere í úrslitum, æsispennandi leikur sem endaði 4-2 mér í hag.

Í heild nokkuð skemmtilegt tímabili, sérstaklega vegna þess hve mér gekk vel. Liðið small alveg saman og ég verð bara að benda mönnum með léleg lið á Richard Knopper. Þetta er algjör snillingur og ég bara skil ekki hvers vegna hann valdi Rushden. En það sem virkilega gerir mig áhyggjufullan er að hann er með klásu í samningi sínum sem þýðir að hann má fara ef eitthvað lið býður 2 milljónir í hann. Og þar sem undanfarið er búið að vera að praisa hann á fullu þá er ég í vondum málum. Ég er að byrja á 2. tímbili og þá kemur í ljós hvað gerist í þessu máli..?



Endilega kommentið, þætti gaman að vita hvað mönnum og konum finnst um þessa sögu…