Ég sat fyrir framan sjónvarpið einn daginn og var að horfa á skjáleikinn á sýn, semsagt ekki að gera neitt, þegar ég fann fyrir löngun í að fara í CM og ég valdi bara einhverja deild því mig langaði bara að fara í leikinn en sú ítalska var sú sem ég valdi og var liðið Bologna.

Þegar ég byrjaði sagði stjórnin mér að ég ætti að ná ásættanlegu sæti í deildinni en mitt markmið var að lenda í einu að fyrstu fjórum sætunum.
Ég hafði um 6 millur í leikmannakaup en ég ákvað bara að kaupa þessa “týpísku” leikmenn og voru þessir leikmenn fyrir valinu:

Taribo West - Free
Mark Kerr - 1,6 millur
Miklós Salamon - 170 k
Maxim Tsigalko - 275 k
Adil Ramzi - 3,4 millur

Ég seldi einungis einnleikmann og var það Carlo Nervo til Lazio fyrir 6,75 millur.

Ég ákvað að nota leikkerfið 4-1-3-2 því það hafði reynst mér vel í öðrum save-um og treysti ég einnig á það núna.

Ég byrjaði leiktíðina með látum og þar má helst nefna 4-2 sigur á Juventus og 2-1 sigur á AC Milan og á þessum hluta tímabilsins, sem var þegar um 15 leikir voru búnir af tímabilinu var ég í fyrsta sæti en samt ekki langt í næstu lið.
Að mínu mati gekk mér mjög vel á þessum tíma að því leiti að ég var að vinna þessi “stóru” lið en tapa á móti þeim “minni” og þá prófaði ég leikkerfið hans Wbdaz um stund en greinilega hentaði það leikkerfi þessu liði ekki því mér gekk bara verr með því og því skipti ég aftur yfir í 4-1-3-2.

Þegar leiktiðin var meira en hálfnuð var ég í 3. sæti og náttúrulega mjög ánægður með það.
Þeir leikmenn sem voru að spila best á þessum tíma voru Adil Ramzi, Gianluca Pagiluca, og Maxim Tsigalko og voru þeir Signori og Tsigalko að raða inn mörkum og var stjórnin mjög ánægð með starf mitt sem knattspyrnustjóri.

Þegar 4 leikir voru eftir var ég í 3. sæti deildarinnar, á eftir Juventus og Milan en tveir af þessum 4 leikum voru á móti Inter og Lazio en hinir á móti Brescia og Torino og var staðan óhugnalega jöfn á milli liðanna í fyrstu 6 sætunum.
Ég keppti fyrst á móti Brescia og vann þann leik örugglega 3-0, en næst var stórleikur á móti Lazio, en sem betur fer var minn sigur aldrei í hættu og vann ég 2-0.
Næst átti ég að keppa á móti Inter og gæti þessi leikur ráðið úrslitun um mín örlog í deildinni, en eftir jafna baráttu þurftu Inter-menn að lúta í lægra gras fyrir mér og var eftirleikurinn auðveldur þar sem ég vann Torino 4-0.

Í lok leiktíðar var ég alveg mjög ánægður en ég endaði deildina í 2. sæti og var það framar öllum mínum vonum en ég endaði 5 stigum á eftir Juventus en ég var kominn í meistardeildina.

Þrátt fyrir þennan árangur var ég ekki kosinn stjóri ársins en Hector Cúper vann þann titil en Maxim Tsigalko var valinn young player of the year og var Pagiluca goalkeeper og the year og átti ég 4 leikmenn í liði ársins og þeir voru: Pagiluca, Ramzi, Tsigalko og Signori.

Mitt sterkasta lið var svona:

GK - Pagiluca
DL - Castellini
DR - Brioschi
DC - West
DC - Salamon
DMC - Olive
MC - Ramzi
MC - Amoroso
MC - Kerr
FC - Signori
FC - Tsigalko

Kem vonandi með framhald síðar…..
ViktorXZ