Ég byrjaði save með Chelsea vegna þess að þeir áttu mikinn pening. En þó að peningarnir væru miklir þá var ég ekkert að spandera í leikmenn strax og hópurinn var líka nokkuð sterkur. En ég byrjaði leiktíðina á vináttuleik við franska liðið Nantes á Stamford Bridge. Ég vann leikinn 1: 0 og Zola skoraði markið. Ég var þokkalega sáttur við hópinn en mér fannst samt vanta smá kraft í sóknina og ég vissi að þar þurfti ég að versla mér leikmann.
Fyrsti deildarleikurinn var gegn Fulham á Craven Cottage í Lundúnum. 21152 áhorfendur sáu Ei ð Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink tryggja Chelsea sigur á ágætu liði Fulham. Í næsta leik sem var heima gegn Southampton var ég búinn að kaupa mér þrjá nýja leikmenn. Geremi, Umit Davala og Sergey Nikiforenko. Ég vann leikinn sannfærandi 4:0. Geremi var með 7 í einkunn, Umit Davala 8 og Nikiforenko spilaði frábærlega, fékk 9 og skoraði tvö mörk.
Svona hélt leiktíðin áfram en ég var samt aldrei í mikillri baráttu um titilinn því að Arsenal stungu fljótlega af og unnu deildina með 92 stig. En ég endaði í fjórða sæti með 79 stig og var ekki alveg nógu sáttur því að ég vildi vinna titilinn. Sergey Nikiforenko hélt áfram á sömu braut og varð lang markahæstur með 34 mörk í 33 leikjum. Og hann, John Terry og Hasselbaink voru í liði ársins.

Á annarri leiktíð vildi stjórnin titilinn, og ég líka. Um sumarið hafði ég fjárfest í Davide Succi frá Poggese á Ítalíu, Stephen Hughes frá Watford, Antonio Conte frá Juventus og Armand One frá Cambridge. Þessi leiktíð var aðeins betri en sú fyrsta. Ég byrjaði mjög vel og var lengi á toppnum. En í lok leiktíðarinnar fór ég að missa dýrmaæt stig á fáránlegan hátt og Man.utd skutust fram úr mér á lokasprettinum.
En mér gekk mjög vel í Meistaradeildinni. Ég vann hvern leikinn á fætur öðrum og fyrr en varði var ég kominn í úrslitaleikinn á Parken gegn Roma.

Ég byrjaði vel Zenden kom okkur í 1:0 á 17.mínútu, Succi kom okkur í 2:0 á 20.mínútu. Á 25.mínútu skoraði De Lucas fyrir okkur en markið var dæmt af.
Roma voru ekki búnir að leggja árar í bát. Þeir komust í 3:2 með mörkum frá Montella á 36. og 45.mínútu og Bombardini á 42.mínútu. Á þeirri 58. skoraði Totti og kom Roma í 4:2. Succi skoraði sitt annað mark á 66.mínútu en nær komust mínir menn ekki og lokatölur á Parken urðu því Roma 4 Chelsea3.

Succi stóð sig afar vel á leiktíðinni og skorað 31 mark, en Nikiforenko stóð sig enn betur og skoraði 54 mörk í 59 leikjum. Zenden stóð sig einnig vel og lagði upp 30 mörk.

Á þriðju leiktíð keypti ég átta nýja leikmenn. Ég byrjaði leiktíðina hræðilega og eftir sex fyrstu leikina var ég aðeins með tvö stig. Ég datt út í fyrsta riðli í Meistaradeildinni og mér gekk eiginlega alls staðar illa. Ég var alltaf í kringum 10. sætið og stjórnin var allt annað en ánægð.
Ég ákvað að fara að leita mér að nýju starfi. Ég sá að lið Reggiana á Ítalíu var í botnbaráttu og var ekki með stjóra svo að ég sótti um. Þeir voru í Serie C1/A og buðu mér tæplega hálfa milljón til leikmannakaupa. Ég þáði tilboðið og kem kannski seinna með sögu um Reggiana.





Chelsea 1.tímabil

Keyptir:

Nikiforenko 190k
Geremi 2,1m
Umit Davala 1m

Seldir:

Babayaro 6m
Melchiot 5,5m
Davala 7,5m
Gallas 3,5m
De Goey bos


2.tímabil

Keyptir:

Earnshaw 2,8m
Succi 200k
Hughes 4m
Conte bos
One 100k
T.Smith 2,5m
Vekhtev bos
Nute 9k
Lobont bos

Seldir:

Lampard 9m
Conte 1,5m
Grönkjær 7m
Alekidze 1m
Bogarde bos


3.tímabil


Keyptir:

Nardi 35k
Musampa bos
Lazzeri 1m
Sand 11,5m
Mexés 11,75m
Mpenza 13,75m


Seldir:

Ferrer 925k
Bosnich bos