Ég hafði verið í fríi frá CM í átta mánuði, eða síðan ég byrjaði með elskunni minni en byrjaði núna aftur um jólin og hafði ekki hundsvit á leiknum þá. Ég skellti mér bara á Huga og byrjaði að lesa hinar og þessar greinar og hef nú alveg náð þessari þekkingu um alla þessa “ódýru” og “góðu”.

Frá jólunum byrjaði ég með United og lét vin minn segja mér til í byrjun með leikkerfi sem virka og fleira, ég fékk leiða eftir þrjú tímabil,

Nistelrooy + 10-leikmenn = uppskriftin að leiknum!!

Ég vann allt enda auðvelt með United, en gott leikkerfi sem vinur minn sagði og hefur bara reynst hjá United þegar ég reyni það
4-1-1-1-3
Þá er einn miðjumaður defensive, einn er á miðri miðjunni en er til hægri, og einn attacking mid. sem leitar niður á við. Síðan þrír frammi d. giggs,Ruud,scholes er mjóg góð blanda á þessu kerfi.
Liðið var eftirfarandi:
Barthez
P.Neville,Hofland,Johnsen,Bouma
Keane
Beckham
Verón
Scholes Ruud Giggs


Nóg um leikkerfið, ég tók líka við Middlesboro og lenti í fjórða og fór í CL og rétt missti af 8-liða úrslitunum. Keypti Tó og Milen Petkov hjá AEK.
Ég var bara með einfalda útgáfu af 4-4-2 og hafði attacking style og virkaði mjög vel.

Annars með titlinum á greininni þá er ég með PSV(margar greinar verið skrifaðar um það lið) sem er eins og þið vitið drullugóðir.

Ég byrjaði á að skoða kerfi og hópinn og stóð valið á milli nAkAn0 og kerfið hans Wbdaz og endaði ég með kerfið hans Wbdaz eða Wúbba.
Ég fékk bara til mín Taribo West.
Coutinho
Hofland - Dirkx/West
Oojer
Rommerdahl - Bommel - Vogel - bouma
Marquinho
Bruggink - Kezman

Ég byrjaði með Jong og var lengi að uppgötva Marquinho og þegar ég gerði það þá var hann í tíu leikja banni, en vá hann þvílíkt brilleraði og skoraði hverja þrennuna á fætur annarri og setti fjögur í einum leiknum.

Ég vann deildinna nokkuð örugglega
30 unnir, 3 töp og 1 jafntefli og var með markatöluna 105-23.
Bruggink og Kezman röðuðu mörkum allt tímabilið.
Í meistaradeildinni komst ég upp úr erfiðum second phase riðli þar sem United og Lazio voru, en komst og ég og United skildum Lazio eftir. Ég lenti á móti Arsenal í átta liða úrslitum og vann á Higbury 1-0 og leikurinn heima fór 3-1 fyrir mér.
Þarna sýndi liðið hvað það er virkilega sterkt. Ég lenti á móti Real Madrid í semi-finals og fór til Bernabeua og vann 1-0 og ótrúlegt enn satt þá fór “last five minutes” dæmi ekki yfir á minn vallarhelming í fyrri hálfleik og var possesion 82% og þeir 18% og áttu þeir ekkert markskot. César varð maður leiksins með 10 í einkunn og fór ég til Hollands með 1-0 í farteskinu. Heimaleikurinn fór svo 0-0 í tíðindalitlum leik.

Það þýddi að ég myndi mæta félögum mínum í United á Hampden Park.
Ég gat stillt upp mínu besta byrjunarliði nema ég setti Kralj í markið því Coutinho var einhverja hluta vegna INEGIBLE eða álíka.
Þeir skoruðu á 33 mín. en Marquinho jafnaði rétt fyrir hálfleik og var ég með eitt skot á rammann. Ég setti John De Jong(Jón hinn Ungi) í staðinn fyrir Marquinho til að lífga upp á sóknarleikinn.
Bæði lið áttu góð færi en skoruðu ekkert áður en dómarinn flautaði venjulegu 90 mínúturnar af, framlengingin varð stutt og ómerkileg og við tók vítaspyrnukeppni og Kralj hafði veirð útnefndur maður leiksins með 10 í einkunn. Svona fór vítaspyrnukeppninn:

PSV United
Ooijer scored Ruud missed
Hofland scored Verón scored
Bouma scored Beckham scored
Vogel missed Keane scored
De Jong missed Cole missed
Bruggink missed Bland scored

Ég tapaði 3-4 en alveg ágætt tímabil.
vona að þið kunnið að meta greinina.

Íva