Chelsea 1.tímabil Mig langar að segja ykkur frá 1.tímabilinu mínu með Chelsea. Ég er nú harður Chelsea fan en hafði aldrei þjálfað þá áður. Þeir eru nátturlega með fullt af góðum leikmönnum þannig að ég ætlaði bara að láta reyna á það.

Þar sem Chelsea er ekki þekkt fyrir að eiga einhverja gull og gimsteina ákvað ég að vera bara rólegur yfir leikmannakaupum. Ég keypti þó eftirfarandi leikmenn:
T.West(free)
J.Gourdiola(free)
H.Larsson(8 ,5millz)
C.Samba(850.000pund)

Ég varð nú að losa mig við einhverja, og eftirfarandi fengu þann vafasama heiður:
J.Gronkjaer,til Liverpool(7,0millz)
J.F.Hasselbaink,til Barcelona(16,0millz)
J.Morris,til Wolves(3,5millz)

Ég ákvað að spila taktína hans wúbba 2-1-4-1-2 enda hefur það sannð sig sem eitt af betri kerfum í leiknum. Til hamingju wúbbi minn.

Jæja nóg um það. Tímabilið var að hefjast. Ég byrjaði tímabilið bara svona þokkalega.Ég vann t.d. man utd 3-0 á brúnni og Arsenal
2-0 á highbury. Mín mesta hindrun í að klára dolluna voru Liverpool og man utd alveg óþolandi sterkir fyrir. Liverpool tók mig í rass með 4-0 sigri á anfield og ég er enn að dreyma martraðir. Þegar tímabilið var hálfnað var ég efstur í deildinni með afar þægilega forustu þessi 6-7 stig. Ég ótrauður áfram og stóðst allar hindranir. Ég kláraði dolluna bara með vinstri þegar 12 leikir voru eftir. Nei,nei nú lýg ég það voru 5 leikir eftir. Þetta var eiginlega aldrei spurning.
Lokastaðan:
Chelsea-98 stig
Man utd-86 stig
Liverpool-85 stig
Arsenal-78 stig

Í bikarnum gekk allt mjög þangað til í undanúrslitum þá lenti ég á móti Liverpool og mér gengur aldrei vel á móti þeim. Og viti menn ég vann!! Nei, nú lýg ég aftur ég tapaði samanlagt 4-3. Og þar með var það búið. Í skaðabætur kláraði ég deildarbikarinn og vann Tottenham í úrslitum 2-0. Þar sem C.Samba gerði bæði mörkin.

E.Petit var valinn fans player of the year og Eiddi var þriðji markahæsti maður deildarinnar með 17 mörk.

einkunnir hjá einstaka leikmönnum voru þessar:
Eiddi:7,79
G.Zola:7,55
C.Samba:7,49
E.Petit :7,81
C.Cudicini:7,45
M.Desally:7,52
W.Gallas:7,34

Jæja svona fór um sjóferð þá. Ætli maður komi ekki með fregnir af öðru tímabili í tækifæri ef maður verður á lífi. Ég vil bara nota tækifærið og afsaka stafsetningar villur og þessum orðum segji ég bara takk fyrir mig, kveðja nekki.