Ég er að spila í hollensku deildinni og er að stjórna PSV eins og margir aðrir, markmiðið mitt var að gera PSV að stórveldi og vinna allt sem hægt er! Mér er nú ekki enn búinn að takast ætlunarverk mitt en það mun takast síðar og mun ég kannski koma með framhald af því! En hér kemur allavega herlegheitin!!! (ég er með update

1. tímabil

Markmið: Vinna deild og bikar

Kaup: 22.september 2001 keypti ég Julio Ricadro Cruz sóknarmann frá Bologna á 8 millz en ég fór að sjá eftir því síðar meir!!

Sala: Seldi Andre Ooijer til Grasshopper á 2,1 millu þann 18 febrúar 2002!!

Ég ætlaði að byggja liðið aðallega á hollendingum, ekkert vera að kaupa fullan gám af leikmönnum. Nota ungu strákanna úr varaliðinu og svoleiðis, ekki vera að spandera 30 millum á leiktíð í leikmenn sem er notanlega tilgangslaust þegar maður hefur svona ungan og góðan mannskap eins og PSV er með!!

Byrjunarliðið var ósköp svipað mest alla leiktíðina en ég leyfði þó ungu strákunum að spreyta sig annað slagði en ég notaði taktíkina 4-4-2 attacking

SC: Hesselink and Kezman
ML: Robben MR: Rommedahl
MC: Bommel and Vogel
DL: Bouma DR: Lamey
DC: Hofland and Dirix
GK: Coutinho

Deildin: Ég vann deildina nokkuð örugglega en ég náði 88 stigum! liðið lék nokkuð vel í deildinni og áttu hin liðin svo sem ekki mikinn séns á að vinna deildina!

Bikarinn: leið mín var nokkuð létt í gegnum keppnina en hins vegar fékk ég Ajax í úrslitum og vann þá 3-0 með mörkum frá Bommel, Vogel og Rommedahl

Meistaradeildin: Ég bjóst nú ekki við því að komast langt í meistaradeildinni en ég útilokaði ekki neitt! Í fyrri riðlunum var ég með Roma, Dortmund og Porto! Ég vann alla 3 heimaleikina, samanlagt 7-0 og svo náði ég ótrúlegu 1-1 jafntefli gegn Roma á útivelli og einnig náði ég 1-1 jafntefli gegn Porto á útivelli en tapaði gegn Dortmund! Náði 11 stigum og það nægði til að vinna riðilinn sem mér fannst alveg frábært því að ég bjóst ekkert við því að komast áfram. Seinni riðilinn var Lazio, Arsenal og Schalke og á einhvern ótrúlegan hátt þá komst ég upp úr riðlinum og átti ég að mæta Roma í 8 liða úrslitum. Ég tapaði heimaleiknum 2-1 og útileiknum 2-0 og þá var orðið ljóst að þáttaka mín í meistaradeildinni var lokið en samt sem áður var ég alveg sáttur með að komast svona langt!

Þessi leiktíð var nokkuð góð og varð Hesselink markahæstur í liðinu með 25 mörk sem kom mér nokkuð á óvart!

2. tímabil

Kaup: keypti ungann miðjumann að nafni Jordi Hoogstrate frá Groningen á 325K (framtíðarmaður)
Markus Feulner frá FC Bayern, fékk hann frítt en þetta er hægri bakvörður/kantmaður

Sölur: Seldi, eða reyndar missti ég John de Jong frítt til Tottenham, mér tókst ekki að semja við hann en núna er mér svo sem alveg sama, hefði samt vijað fá pening fyrir hann!

Markmið: Vinna deildina og bikarinn.

Byrjunin: Fyrsti leikurinn á leiktíðinni var gegn Feyenoord í Super Cup. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir mig því að Dirix meiddist á 8 mínútu og var 2-0 undir í hálfleik sem kom mér svolítið eða reyndar mjög á óvart og síðan bættu þeir við 3 markinu snemma í seinni hálfleik og svo meiddist Usta á lokamínútunum og tapaði 3-0 sem var reyndar nokkuð sanngjarnt!

Næst átti ég svo að mæta Feyenoord aftur á heimavelli í deildinni og þá ætlaði ég að hefna mín og vinna þá og það gerði ég með 2 mörkum frá Vogel og Robben og uppskar 2-1 sigur sem ég var nokkuð ánægður með. Eftir þennan leik lék liðið við hvern sinn fingur og Coutinho átti hvern stórleikinn í markinu þótt ungur sé! Liðið vann 9 sigra í röð (meðal annars vann ég Dortmund 3-0 á útivelli)

Slæmi kaflinn: Liðið átti nú svo sem engann slæman kafla en ef ég ætti að nefna einhvern þá væri það oktober til november. En það var einmitt í november sem ég ákvað að skella mér á leikmannamarkaðinn of reyna að krækja í framherja því að það var eitthvað markaleysi í liðinu á þessu tímabili.

Björgunin: Framherjinn sem varð fyrir valinu hét Milan Baros og fékk ég hann frá Liverpool á 12 millz en hans ætlunarverk var að koma boltanum í netið því að hinum leikmönnunum var ekki að takast það á þessum tíma. (fékk hann 10 november 2002) Mér datt nú ekki í hug að ég gæti fengið hann til PSV en hann!

Maður uppsker eftir því sem maður sáir!

Meistaradeildin: Fyrri riðillinn var Dortmund, Deportivo og Olympiakos! Ég vann fyrstu 3 leikina í riðlinum en tapaði seinni 3 leikjunum en ég komst samt áfram sem skiptir nú mestu máli og ég fékk Roma, Man Utd og Shakhtar í seinni riðlinum og ég vann riðilinn ótrúlegt en satt!
Í 8 liða úrslitum var ég dreginn gegn Liverpool og vann ég fyrri leikinn á heimavelli 3-1 með mörkum frá Bommel, Baros og Hesselink og svo gerði ég 3-3 jafntefli í seinni leinum á Anfield eftir að hafa komist í 3-1 en það voru Bruggink, Lamey og Hesselink sem skoruðu mörkin og vann ég því 6-4 samanlagt!
Í undanúrslitum mætti ég Chelsea sem ég var mjög ánægður með og vann ég fyrri leikinn á heimavelli 2-0 og gerði svo 1-1 jafntefli í útileikngum og vann því 3-1 samanlagt og þá var ég kominn í úrslitaleikinn!!!!
Í úrslitaleiknum mætti ég Man Utd og tapaði ég 2-1, þeir skoruðu sigurmarkið á 86 min en þeir áttu það skilið. Þeir voru einfaldlega of góðir fyrir mitt PSV lið!!!

Deildin: Ég vann deildina með 4 stigs mun minnir mig og ég fékk 83 stig.
34 leikir: 27 sigrar, 2 jafntefli og 5 töp og markatalan var 79-25!!

Bikarinn: Ég vann bikarinn léttilega en ég mætti Fortuna í úrslitum vann 2-0 með mörkum frá Bonfim og Marquinho!

Helsta byrjunarlið: Ég notaði taktíkina nAkAnO aðallega til að geta notað Bruggink!

GK: Coutinho
DL: Bouma DR: Lamey
DC: Holfand og Dirix
MC: Robben MC: Bommel MC: Rommedahl
AMC: Bruggink
SC: Hesselink og Kezman!

Mjög ánægður með þetta tímabil, hefði samt verið gaman að vinna meistaradeildina

Kem með 3. tímabil síðar!!!
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE