Jæja mig langar að segja ykkur frá 1.tímabili með Juve. Af hverju Juventus ? Jú bara að því í liðinu eru gríðarlega spennandi einstaklingar og slatti af fé. Svo er maður orðinn leiður á því að vera í neðri eildunum eða að þjálfa eitthvað kúka lið eins og t.d. Perugia og svoleiðis þannig að ég ákvað að spreyta mig í hópi þeirra bestu.

Ég ákvað að vera ekki með neinar öfgar á leikmannamarkaðinum en ég ákvað að splæsa á mig eitt stykki D. Cissé á 11,5millz og einn ungan Hollending að nafni K.Hofland á 9,5millz. Þar sem ég var búinn að spandera 21 millu varð maður að selja eitthvað og ég ákvað því að selja P.Montero á 9millz og A. Tacchenardi á 8.5millz.

Leikkerfið hans wúbba 2-1-4-1-2 var fyrir valinu enda wúbbi snjall í sínu fagi og kann þetta alveg og maður er farinn að treysta kallinum.

Verktíðin byrja kannski ekki með neinum látum, var oft að tapa leikjum niðri jafntefli og allskonar óheppni eins og kannski margir kannast við. En ég vissi að sigurgangan myndi hefjast fyrr en síðar(vonaðist) en sú ganga lét á þér standa ne ég var í þessu 3-5 lengi framan af en þegar liðið var á mars mánuð byrja hin umtalaða sigurganga ég vann 7 leiki í röð í deildinni og ekkert stemmdi í annað en sigur í deild og bikar. En Rom veldin Roma og Lazio er asskoti sterk fyrir og og ég varð að lúta í lægra grasi fyrir þeim.

Til að gera langa sögu stuuta þá endaði ég í 2 sæti 4 stigum á eftir Roma eftir skemmtilegan lokakafla sem reyndi á taugarnar. Í Meismeistaradeildinni gekk vel fram af rúllaði undanriðlunum upp og komst upp úr milliriðlum nokkuð öruggelga. En ég tapaði í 8 liða úrslitum fyrir geysi sterkum piltum frá Barcelona samanlagt 6-5. Í bikarnum komst ég er úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni við Roma og ég er en að jafna mig á því.

Cissé var að brillera seinna hluta tímabilsins hann var með 7,85 í meðaleinkun.
helstu leikmenn:
Davids,7,45
Hofland,7,62
Trezeguet,7,77
D el Piero,7,33
Buffon,7,58
Thuram,7,85

Cissé var valinn fans player of the year og Trezeguet var næst markahæsti maður deildarinnar með 21 mark.

Næsta tímabil nálgast óðfluga og ég stefni að gera betur þá kem vonandi með fregnir af þvi. Takk fyrir mig!!!!!
p.s. afsakið stafsetningar villur.