Ég hafði ekkert farið í CM yfir hátíðarnar vegna þess að ég fékk leið á honum. En þegar nýtt ár gekk í garð þá fannst mér að ég væri búinn að hvíla mig nóg á honum. Ég valdi ensku deildina og valdi liðið Leeds United. Þegar ég leit yfir hópinn hjá félaginu þá sá ég að ég þurfti nú ekkert að eyða þessum 37 milljónum sem ég byrjaði með. En ég ákvað nú að fara á markaðinn og skoða leikmenn. Ég keypti leikmenn fyrir smotterí eða 8,3 milljónir. Svo seldi ég aðeins tvo leikmenn fyrir 5,5 milljónir.

Þeir sem ég keypti voru:

Massimo Ambrosini (AC. Milan) 3,4 mil.
James Beattie (Southampton) 2,5 mil.
Sander Westerveld (Liverpool) 2,4 mil.
Taribo West (free transfer)

Þeir sem ég seldi voru:

Alan Maybury (Leicester) 1,7 mil.
Jonathan Woodgate (Everton) 3,8 mil.

Ég ákvað að taka einn æfingaleik og það var 1. deildar liðið Nottingham Forest sem ég spilaði við. Leikurinn endaði með 4-1 sigri minna manna. En svo byrjaði deildin og í fyrsta leik tók ég á móti West Ham og ég vann þá 4-0. Ég var taplaus fyrstu 4 leikina og þeir fóru svona: 4-0, 2-4, 1-0, 4-1. En svo þurfti ég að fara til London og spila við Arsenal á Highbury og þar beið mín naumur ósigur, 3-2. Deildin gekk eins og í sögu og vann ég hana með aðeins einu stigi, úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Ég endaði með 90 stig (29 sigrar, 3 jafntefli og 6 töp), Arsenal fylgdi fast á hæla mína alla leiktíðina og enduðu þeir í 2. sæti með 89 stig. Ég skoraði 101 mark yfir leiktíðina og fékk 35 mörk á mig. Í liði ársins átti ég 7 leikmenn (5 í byrjunarliðinu og 2 á bekknum) og voru það: Sander Westerveld, Michael Duberry, Robbie Keane, Mark Viduka og Harry Kewell. Þeir sem sátu á bekknum voru: Rio Ferdinand og Lee Bowyer.

UEFA Cup gekk líka eins og í sögu þar sem í fyrstu umferð mætti ég Varteks frá Hvíta Rússlandi. Ég vann þá samanlagt 4-2. Í næstu umferð þar á eftir mætti ég þýska liðinu SC Freiburg. Ég vann þá samanlagt 3-1. Í næstu umferð mætti einum af erkifjendum mínum en það var einmitt Chelsea. Ég lét þá nú ekkert vera að þvælast fyrir mér heldur sló ég þá út 3-1 samanlagt. Eftir þetta ætlaði ég nú bara að fara alla leið í þessari keppni. Í næstu umferð mætti ég liði frá Tékklandi, Sigma Olomouc. Ég vann þá örugglega 6-1 og þá blöstu 8-liða úrslitin við mér. Þar mætti ég Porto og þar þurfti ég sko að hafa fyrir hlutunum. Ég vann þá samanlagt 3-2 og það var sko ekki auðveldur sigur. En í undanúrslitunum mætti ég ítalska liðinu Inter Milan. Núna hlaut ég að detta út hugsaði ég en með mikilli þrautseigju þá vann ég þá 5-3. Úrslitaleikurinn á Parken í Köben var á móti AEK frá Aþenu í Grikklandi. Leikurinn endaði með 1-0 sigri minna manna.

Mér gekk mjög vel í báðum bikarkeppnunum og í FA Cup datt ég naumlega út í undanúrslitum á móti Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. En þau lið sem féllu í valinn á móti mér í þessari bikarkeppni voru: Man.Utd, Coventry, Q.P.R. og West Ham. Deildarbikarinn gekk aðeins betur en ég vann einmitt þá keppni. Ég vann Arsenal í úrslitum 1-0. Leið mín í úrslitaleikinn var fremur auðveld þar sem ég lagði Everton að velli 4-0 í fyrstu umferð. Svo mætti ég Wigan úr 2. deild og ég vann þá 4-1. Í undanúrslitum mætti ég Chelsea og vann ég þá 3-0.

Ég notaði leikkerfið 4-1-3-2 og mitt sterkasta byrjunarlið yfir leiktíðina var svona:

Sander Westerveld - GK
Taribo West - DL
Rio Ferdinand - DC
Michael Duberry - DC
Gary Kelly - DR
Massimo Ambrosini - DMC
Lee Bowyer - MC
Harry Kewell - MC
Robbie Keane - MC
James Beattie/Alan Smith - SC
Mark Viduka - SC

Ég keypti Beattie 19. febrúar 2002. Hann spilaði 11 leiki fyrir félagið í fyrstu leiktíð og skoraði 8 mörk (ein þrenna innifalin). Hann var með 1 stoðsendingu og 2 mom. Hann var með 7,91 í einkunn. En sá sem spilaði allra allra best á leiktíðinni var Mark Viduka. Hann var með 8,46 í einkunn, skoraði 25 mörk, var með 5 stoðsendingar og 7 mom. Þar sem ég er ekki byrjaður á annari leiktíð er ég þó búinn að kaupa einn leikmann. Það er Juan Pablo Sorín frá Cruziero í Brasilíu. Ég eyddi 10,75 milljónum í kappann.

Kem kannski með leiktíð nr. 2 bráðum.

Takk fyrir mig
Geithafu