Mig langaði að taka við einhverju liði á spáni og vildi ég hafa það svona miðlungs lið, þannig að ég tók við Real Sociedad.
Ég byrjaði á að selja nokkra leikmenn sem voru í láni einhversstaðar því þetta voru leikmenn sem ég myndi líklega aldrei nota. (Ekki voru allir í láni)
Hér er eftirfarandi sölulisti:
Peiremans 2M
Aldeondo 2,5M
Gurrutxaga 1,6M
Rekarte 3,3M
Stephane Collet 1,4M
Kvarme 2,6M

Í staðinn keypti ég bara tvo leikmenn,
Nelson Cuevas 3M og
Landon Donovan á free
Nú var komið að því að byrja að spila og notaði ég leikkervið
2-1-4-1-2 og var byrjunar liðið oftast svona:

GK Sander Westwerveld
DC Jose Antonio Pikabea
DC Luiz Alberto
DMC Augustin Aranzábal eða Tayfun misjafnt
ML Javier De Pedro
MC Kavheci Nihat
MC Dmitry Kokolhof
MR Nelson Cuevas
AMC Landon Donovan
SC Joseba Llorente
SC Darko Kovacevic

Tímabilið byrjaði vel ég vann fyrsta leikinn 3:0 á móti Villarreal og næstu 2 þar á eftir svo tapaði ég fyrir Rayo en vann siðan næstu 4 og var ég efstur eftir 8 umferðir.
Svo kom smá lægð ég þurfti að spila á móti risunum 4 nánast í röð og Real Betis.
Ég tapaði á móti Barca 2:3 vann Real Madrid 3:2 tapaði fyrir Betis 2:0 gerði jafntefli við bæði Valencia og Deportivo 1:1.
Eftir þessa 5 leiki var ég kominn niður í 4 sætið og 7 stigum á eftir toppsætinu og var Ath Bilbao að brillera á toppnum.
Svo gerði ég 1:1 jafntefli við Ath Bilbao og vann næstu tvo. Svo datt ég út úr bikar kepninni í 2 umferð á móti Málaga.
Þegar leikmannamarkaðurinn oppnaðist keypti ég Edílson á 3M Og
Davala Umit á 650K, Því markaskorun hafði ekki gengið sem best, Darko var bara búinn að skora 8 mörk ,Landon 9 og Llorente 6 en sá sem var búinn að standa sig feiki vel var Nelson Cuevas. Var hann búinn að skora 3 mörk og var með 6 stoðsendingar, reindar var De Pedro með 5 stoðsendingar og 2 mörk og var líka rosa góður.
Svo seldi ég De Paula á 6,25M og seldi ég líka Aranzábal á 6M.

Núna var seinni helmingurinn af tímabilinu eftir og nú var bara að kíla á það.
Ég fann ungan og góðan DMC í vara liðinu sem hét Xabi Alonso reindar var hann búnn að vera meiddur í 7 mánuði, en hann kom í staðinn fyrir Aranzábal í DMC stöðuna.
Edilson tók stöðu Donovans og Davala stöðu Nihat.
Núna hófust 11 leikir án tabs (15 ef maður telur þessa 4 leiki fyrir ofan)og var ég í 1 Sæti með Barcelona Jafn stigum og skoraði Edilson 12 mörk í 9 leikjum. Svo kom að því að tapleisinu endapði með 2 töpum á móti Real Madrid og Barca og voru 2 mörk dæmd af mér í þessum 2 leikjum og vil ég senda dómurunum óblíðar kveðjur.
En eftir þessa 2 leiki tapaði ég bar 2 leikjum í viðbót og vann restina og endaði ég tímabilið í 2 sæti 7 stigum á efti Barcelona og jafn Real Madrid á stigum en með betra markahlutfall. Ég var með 22 sigra 9 jafntefli og 7 töp
Edilson skoraði mest þó svo að hann heði ekki komið fyrr en 15 Des og skoraði 18 Mörk 2 stoðsendingar 5 sinnum maður leiksins með meðal einkunina 7,91. Næsti maður var Darko með aðeins 10 mörk 3 stoð og 1 MOM með 7,16 í meðal einkun. Cuevas var stoðsendingar kóngurinn á spáni og var með 12 stoðsendingar og De Pedro með 8 stoð.
Davala stóð sig ekki allveg nógu vel og voru hann og Tayfun að berjast um MC stöðuna, En hann átti samt sína leiki.
Svo vil ég nefna að Alberto og Pikabea er snillingar og voru þeir ásamt Westerveld með bestu meðaleinkunina, eða
Alberto með 7,53 ,Pikabea 7,51 (og var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum) og Westerveld með 7,40.

Fyrir næstu leiktíð seldi ég Idiákez og fékk Radoi á free.
Ég keypti líka Bennedict McCarthy á 7M og Aldo Duscher á 3M.

Nú bíð ég spentur eftir næsta tímabil.
Rock on !!!!

Þið afsakið stafsetnigarvillur.