Þar sem að ég var ekki með Netið á þessum tíma þá spilaði ég CM alveg hrikalega mikið. Ég var búinn að prófa flestar ef ekki allar deildirnar og líkaði misvel. Ég byrjaði á enn einu seivinu og ákvað að prófa að stýra því liði sem ég hef alltaf haldið með í hollensku deildinni, PSV frá Eindhoven.
Þegar leikurinn byrjar á liðið skítnóg af peningum og er með óneitanlega sterkan hóp, fjölmarga landsliðsmenn. Ég skoðaði liðið og ákvað bara að sleppa því að vera eitthvað að versla. Ákvað einnig að hætta við fáránleg kaup sem að eru plönuð þegar seivið byrjar, liðið er búið að semja við RKC um kaup á bakverði sem heitir Michael Ramey og ætlar að borga 21 milljón fyrir kauða, nei takk. Hinsvegar koma 2 aðrir leikmenn eftir tímabilið, markvörðurinn ungi Jelle ten Rouwelar og 17 ára snillingurinn Arjen Robben.
Byrjunarliðið tímabilið 2001-2002 var oftast skipað eftirtöldum leikmönnum: (2-1-4-1-2)
GK Ronald Waterreus
DC Kevin Hofland
DC Ernest Faber
DMC Johann Vogel
ML Wilfried Bouma
MR Dennis Rommedahl
MC Eric Addo
MC Mark van Bommel
AMC Arnold Bruggink
FC Mateja Kezman
FC Jan Vennegoor of Hesselink
Varamannabekkurinn var frekar breytilegur, en þó ber helst að nefna 2 unga snillinga sem að hreinlega brilleruðu þegar þeir komu inn í liðið, og það var frekar oft því fjarvera á miðju- og framlínumönnunum í liðinu voru tíð. Sá fyrri var 17 ára Portúgali: Edson Rolando Silva Sousa (FC). Hann leysti Bruggink nokkrum sinnum af og raðaði inn mörkum. Hinn leikmaðurinn var 19 ára Brassi; Marquinho (AM/F LC). Ég notaði hann í öllum mögulegum stöðum og hann stóð sig eins og hetja.
Tímabilið byrjaði með leik “Meistara meistaranna” í Hollandi og þar mætti ég Twente. Leikurinn var frekar jafn en samt sem áður komust þeir í 2-0 í fyrri hálfleik og það var of mikið. Leikurinn tapaðist 2-1 og viti menn, þetta var eini leikurinn sem tapaðist hjá PSV á öllu heila tímabilinu.
Svo byrjaði deildin, fyrstu 7 leikirnir unnust örugglega áður en ég gerði jafntefli, og mörkin komu í kippum. Eftir 2-2 jafnteflið við Vitesse vann ég 3 leiki í röð í deildinni, þangað til ég gerði markalaust jafntefli við Feyenoord, sem fylgdu mér frekar fast eftir.
Í Meistaradeildinni lenti ég í riðlið með Deportivo, Shaktar og Panathinaikos. Ég vann 5 leiki, gerði eitt jafntefli og markatalan var 16:4, nokkuð gott. Í “Phase 2” dróst ég í riðil með Juventus, Leverkusen og Lille. Aftur vann ég 5 leiki, gerði eitt jafntefli og markatalan var 14:3 sem var alveg viðunandi.
Meðan á þessu stóð var ég hreinlega að rústa hollenskum andstæðingum mínum, bæði í bikar og deild. Framlínan var ótrúleg, og þetta er eitt af fáum seivum hjá mér þar sem að miðverðirnir voru með lægstu meðaleinkunnina yfir tímabilið (fyrir utan markmanninn), báðir í kringum 7.50.
Ég vissi síðan að titillinn væri endanlega í höfn þegar ég vann Feyenoord 1:3 fyrir framan rúmlega 50 þúsund áhorfendur í Rotterdam. Sigurinn sem kom mér svolítið á óvart því að Feyenoord höfðu verið óstöðvandi fram að því og líka komist yfir í leiknum.
Rommedahl, Theo Lucius (D/M RC) og Adil Ramzi (AM/F RLC) skoruðu mörkin, þeir tveir síðastnefndu höfðu verið að koma sterkir inn í liðið og Ramzi átti eftir að minna á sig enn frekar síðar á tímabilinu.
Strax eftir þennan leik var komið að leiknum við Schalke í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en fyrri leikinn hafði ég unnið 2-0 á heimavelli. Seinni leikurinn byrjaði engan veginn vel. Ebbe Sand kom Schalke í 2-0 eftir rúmlega hálftíma, en í seinni hálfleik sýndu PSV sitt rétta andlit og Bruggink og Bouma tryggðu mér 2-2 jafntefli og sæti í undanúrslitunum var í höfn. Þar fékk ég ítölsku risana í Lazio og satt best að segja þá leist mér ekkert á það, hafði alltaf verið skíthræddur við það lið.
Fyrri leikurinn var á hinum glæsilega heimavelli PSV, Phillips Stadion, og þetta var kannski ekkert frábær leikur. Simeone lét reka sig út af hjá Lazio fyrir mótmæli eftir aðeins 45 mínútur en Crespo kom gestunum yfir á sömu mínútu. En mín helsta markamaskína, Bruggink, jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat. Útileikurinn yrði erfiður.
Hann fór auðvitað fram á Ólympíuleikvanginum í Róm fyrir framan 57 þúsund áhorfendur. Og viti menn.. Lazio komust yfir eftir tæpt kortér með marki frá Stankovic og mér leist ekkert á blikuna, var ég kannski búinn að fá minn skammt af velgengni á tímabilinu? En ótrúlegir hlutir gerðust, Bruggink meiddist undir lok fyrri hálfleiks og inn á kom ungi snillingurinn Marquinho. Hann var snöggur að stimpla sig inn í leikinn, skoraði glæsilegt mark með síðustu snertingu hálfleiksins og ég gældi við að tilhugsunina um að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Leikurinn var frekar jafn en liðin fengu ekki mikið af færum, en þegar kortér var eftir af leiknum skoraði Johan Vogel glæsilegt mark eftir einstaklingsframtak, eitthvað sem hann hafði ekki gert mikið af. Lazio þurftu að skora 2 mörk núna til að komast áfram reyndu að sækja en vörnin var sterk. Og svo á síðustu mínútu leiksins þá skoraði Marquinho annað glæsimark, 1:3 og ég var á leiðinni til Glasgow í úrslitaleikinn!
En í millitíðinni þurfti ég að mæta erkifjendunum í Ajax tvisvar sinnum. Fyrst í lokaleik deildarinnar og endaði hann 2:2 þannig að ég endaði deildina með 30 sigra, 4 jafntefli og ekkert tap. Svo mætti ég þeim aftur og nú í bikarúrslitunum. Þar hafði ég yfirburði allan leikinn og endaði leikurinn endaði 2:0. Brommedahl og Kezman, markamaskínan frá Júgóslavíu skoruðu.
Svo rann stóra stundin upp, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og andstæðingarnir voru annað ítalskt risalið, Roma. Mínir menn byrjuðu leikinn betur og eftir 15 mínútur dró til tíðinda. Emerson, miðjumaður Roma, fékk rautt spjald fyrir að hrinda Lucius sem var orðinn byrjunarliðsmaður eftir nokkra frábæra leiki í röð. Við tókum þá algjörlega yfir leikinn en náðum ekki að skora þrátt fyrir fína tilburði. Á 72. mínútu ákvað ég að fríska upp á liðið, Lucius fór út og Ramzi kom inn á miðjuna fyrir hann. Sóknin hélt áfram og þegar 2 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Ramzi og tryggði mér helvítis dolluna! =)
Frábæru tímabili gat ekki lokið betur. Deildin, bikarinn og meistaradeildin unnust og liðið spilaði 55 leiki í röð án taps eftir fyrsta leiki tímabilsins gegn Twente.
Smá tölfræði að lokum:
Stærsti sigur: 8-1 gegn Fortuna
Flestir sigurleikir í röð: 20
Flest mörk: Arnold Bruggink 38 (þar af 26 í deildinni, Kezman gerði þar 25 og 34 samtals)
Flestar stoðsendingar: Wilfried Bouma 23
Hæsta meðaleinkunn: Mateja Kezman 8.27 (Bruggink með 8.11)
Markatala í deildinni: 104:16