Í nýlegu viðtali sínu ræðir Víðir Sigurðsson við Josep Guardiola, leikmann og þjálfara Stoke City en Guardiola kom til liðsins um það leiti sem aðalþjálfari þess, Óttar Völundarson tók fyrst við því. Þá var liðið í annarri deild en í dag er það í meistaradeildinni(premiership). Guardiola gerði áður fyrr garðinn frægan hjá Börsungum án ákvað að skipta um umhverfi fyrir tímabilið 2001/2002.
VS: Nú komst þú til liðsins stuttu eftir að Óttar tók við liðinu. Þú varst með Bosman samning, afhverju ákvaðstu að ganga til liðs við Stoke þar sem fullt af öðrum félögum voru á eftir þér?
JG: Stoke bauð mér samning og Tari, eins og við erlendu leikmennirnir köllum þjálfarann, bauð mér að koma og kíkja á aðstæður og sagði mér jafnframt frá takmarki sínu, að koma liðinu eins fljótt og auðið er í meistaradeildina ensku. Mér leist vel á hann, hann talaði af svo mikilli sannfæringu að ég vildi vera þátttakandi í þessu með honum. Einnig leist mér vel á að koma til Englands því þar er spilaður einhver besti boltinn í heiminum í dag, þó svo leikurinn fallegi, sé ekki svo fallegur í annarri deildinni.
VS: Óttar fékk fleiri leikmenn í liðið, menn sem eru burðastólpar í dag og sökum velgengni í annarri deildinni þá voru margir sem vöktu áhuga liðanna í meistaradeildinni, þar á meðal þú. Segðu okkur aðeins frá þessum mönnum.
JG: Tari hafði ekki úr miklu að moða fyrsta tímabilið en hann gerði góð kaup. Hann fékk nokkuð af leikmönnum sem voru á Bosman samningi líkt og ég og þeir skiluðu sínu afar vel. Menn sem komu þetta tímabil voru menn eins og Marinos Ouzounidis en hann kom frá Panaliakos á Grikklandi og var ansi góð kaup þar sem hann var hjarta varnarinnar ásamt Staniuk. Svo fékk hann Taribo West líka, en mörg lið voru á eftir honum líkt og mér en líkt og ég þá vildi West taka þátt í þessu draumi hans Tara. West átti líka mjög gott tímabil og fór að vekja áhuga liðanna í meistaradeildinni en Tari og Stoke reyndu að halda í hann eins lengi og þeir gátu. En hann fór svo á öðru tímabili þegar Stoke fékk of gott tilboð í hann.
Ronald Zaimi er Albani sem Tari fékk á Free transfer. Enginn hafði heyrt um þennan mann, en hann þurfti ekki langan tíma til að láta taka eftir sér. Hann skoraði eitthvað um 26 mörk í 46 leikjum og var með eitthvað um 8 stoðsendingar. Þetta voru svona helstu leikmennirnir sem Tari fékk á Bosmann samningi svo nýtti hann peninginn sem fékk frá stjórninni líka vel. Í upphafi tímabilsins keypti hann fjölhæfa varnarmanninn Teddy Lucic frá AIK á 700 þús pund var talað um að kaupverðið væri. Og svo undir lok tímabilsins keypti hann Agbar Barsom frá Djurgarden, leikmann sem Tari hafði lengið verið á eftir, sá hvað bjó í þessum manni og hætti ekki fyrr en hann fékk hann. Kaupverðið var 85 þúsund pund og það áttu eftir að reynast líklega bestu kaup Tara. Agbar kom sterkur inn í lok tímabilsins, spilaði 7 leiki skoraði 2 mörk, var með 3 stoðsendingar og gaf svona nasaþefinn af því sem koma skyldi frá honum. Og að lokum keypti hann Mike Duff frá Cheltenham á 85 þúsund pund, sem átti mjög gott annað tímabil og leikur lykilhlutverk í liði okkar núna. Þetta var um sumarið, stuttu eftir að tímabilinu lauk. Svo fengum við Jonathan Macken að láni frá Preston North End og hann hjálpaði okkur mikið það tímabil.
VS: Fyrsta tímabilið þitt var eflaust þitt besta hjá Stoke, þú varst allt í öllu á miðjunni í varnarsinnuðu miðjuhlutverki þar sem þú fékkst að stjórna leiknum og ansi mörg mörk komu eftir stoðsendingar þínar. Segðu okkur aðeins frá þessu fyrsta tímabili þinu.
JG: Þetta var ágætt tímabil hjá mér og okkur öllum í reynd. Ég var með 18 stoðsendingar og 4 mörk og naut mín vel í þessu hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður. Við spiluðum 3-1-2-1-3 kerfi sem svínvirkaði. Við skoruðum um eða yfir 100 mörk þetta tímabil og fengum aðeins á okkur 30 eða svo. Það sem stóð svona hæst upp úr þessu tímabili var náttúrulega að komast upp um deild og að vinna Vans Trophy.
VS: Fyrir annað tímabil var hópurinn styrktur mikið. Menn sem stóðu sig vel voru seldir og aðrir komu í staðinn. Hverjar voru svona helstu breytingarnar?
JG: Tari keypti fyrir 13,75 milljónir punda yfir þetta tímabil og seldi fyrir 14.75 milljónir punda. Svona þeir helstu sem komu voru Barry Hayles sem kom í staðinn fyrir Peter Hoekstra og peninga. Við fengum Jonathan Macken frá Preston, Reinier Robbemond, sóknarsinnaður hægri kantmann frá AZ í Hollandi. Christoffer Andersson frá Helsingborg en hann getur spilað í vörn, miðju hvort sem er vinstri eða hægri kantur, þó svo Tari notaði hann helst á vinstri, og einnig frammi. Hann kom svona í staðinn fyrir Hoekstra og leysti hann bara vel af, finnst mér. Svo fengum við fleiri norðurlandabúa, Jonas Wallerstedt kom frá Norrköping, Eldar Hadzimehmedovic frá Lyn í Noregi en hann er framtíðar sóknarmaður þessa liðs, einungis 19 núna. Svo komu Robbie Savage frá Leicester, Jerzy Dudek frá Liverpool. Ibrahim Said, ungur og ótrúlega góður varnarmaður miðað við aldur kom svo frá Al-Ahly á Bosman samningi og Theo Lucius sem er mjög fjölhæfur leikmaður kom frá PSV sem getur bæði spilað í vörn og á miðju. Þeir helstu sem fóru voru Hoekstra, West, Zaimi og Bjarni Guðjónsson. Þannig það má segja að liðið hafi gengið í gegnum miklar breytingar þetta tímabil.
VS: Tímabil númer tvö var jafnvel betra en hið fyrra. Þið unnuð fyrstu deildina, League Cup og FA Cup og á þeirri leið lögðu þið mörg lið í meistaradeildinni. Þetta hlýtur að hafa verið frábært ár hjá ykkur.
JG: Enginn af okkur hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum eftir að standa okkur svona vel. Að vinna fyrstu deildina og báðar bikarkeppnirnar.
Í league cup byrjuðum við á því að leggja Ipswich að velli. Everton lögðum við næst í leik sem fór 3-3 en vítaspyrnukeppni réð úrslitum. Í fjórðungsúrslitum unnum við Sunderland, aftur var um vítaspyrnukeppni að ræða. Í undanúrslitum voru West Ham lagðir 2-1 á heimavelli og svo 0-0 á útivelli og í úrslitum unnum við Bradford, 1-0
Í FA cup byrjuðum við á því að vinna Tranmere 4-2, svo beið Peterborough lægri hlut 2-0, því næst voru Liverpool lagðir 2-1 og var þetta sérstaklega sætur sigur fyrir Dudek því þá var hann genginn til liðs við okkur, segir Guardiola og brosir. Í fjórðungsúrslitum unnum við Sunderland í annað skiptið á tímabilinu, núna 1-0. Við drógumst svo á móti Chelsea í undanúrslitum og unnum þann leik 3-1. Móralinn var mikill og við vorum vissir um að við gætum tekið þetta alla leið. Við vorum líka nýbúnir að vinna League cup svo að andinn hefði ekki getað verið betri. Úrslitaleikurinn í bikarnum var háður á Þúsaldarleikvangnum í Cardiff og var þetta okkar síðasti leikur á tímabilinu. Andrúmsloftið var æðislegt og Tari sá til þess að við værum vel undirbúnir, eins og allt tímabilið. Leikurinn fór 3-2 fyrir okkur. Ég skoraði 2 mörk í þeim leik, annað í venjulegum tíma og hitt í framlengingu og tryggði okkur þannig sigur. Þetta var eitt af mikilvægustu mörkum ferils míns. Segir Guardiola og brosið nær allan hringinn þegar hann minnist þessa.
Þetta tímabil var sannarlega tímabil Agbar Barsom, mannsins sem Tari hafði verið svo lengi á eftir. Hann hreinlega blómstraði út sem sóknarsinnaður miðjumaður, sem lúrði í holunni fyrir aftan sóknarmennina með frjálst hlutverk. Þetta tímabil var hann markahæstur með 23 mörk og með flestar stoðsendingar eða 17. Vitaskuld vakti hann mikla athygli en Tari náði að halda honum, sem betur fer fyrir okkur.
VS: Nú eruð þið komnir í meistaradeildina og helsta breytingin fyrir þetta tímabil fyrir þig séð var kanski það að þú varst gerður að þjálfara, hvernig finnst þér það?
JG: Ég er mjög ánægður. Ég kann vel við mig hjá Stoke og þjálfarastarfið er eitthvað sem ég hef gælt við í dálítinn tíma. Ég ber vissulega meiri ábyrgð en mér finnst það fínt. Þrátt fyrir góða byrjun, þar sem við unnum Góðgerðarskjöldinn með því að leggja Manchester United 2-0 þá erum við í 16 sæti eins og stendur, þegar búið er að spila 9 leiki, en það er mikið eftir og ég er viss um að Tari á eftir að tryggja það að við höldum okkur uppi. Svo erum við líka í Uefa Cup sem er mjög gaman fyrir svona lítið lið, þar sem við erum búnir að leggja Valerenga tvisvar sinnum og keppum næst á móti Vitesse. Ef þú talar við mig aftur í vor þá þori ég næstum að veðja að við höfum náð fínum árangri og erum ekki dottnir út. Tari er það góður þjálfari að pínu lægð hefur ekki mikil áhrif á hann. Við þurfum bara að vinna saman.