Aston Villa 1. season Jæja.. Ég ákvað að fara í CM einn daginn og mig langaði að prófa eitthvað meðal gott lið. Þegar ég leit yfir liðin sá ég nokkur eins og Tottenham, Newcastle og fleiri lið. Ég hafði prófað bæði þannig að Aston Villa varð fyrir valinu og ég sé sko ekki eftir því. Að mínu mati er Aston Villa eitt af skemmtilegustu liðum í leiknum. En nóg um það hvað mér finnst.
Ég setti mér það markmið að ná svona 4-8 sæti en stjórnin sagði að hún yrði sátt ef að ég mundi ná Evrópusæti. Aston Villa byrjar með tæpar 12 milljónir punda til leikmannakaupa. Ég sá strax að ég þurfti að kaupa nokkra leikmenn í liðið. Ég keypti leikmenn
fyrir 5,75 milljónir punda og þótti mér það alveg nóg.

Þeir sem ég keypti voru:

Stephen Carr (Tottenham) 3,2 mil.
Stefan Selakovic (Halmstad) 1 mil.
Mark Kerr (Falkirk) 950 k
Kim Källström (BK Häcken) 650 k
Taribo West free transfer

Fyrstu leikir mínir voru í Inter-Toto Cup og fyrsti leikur minn var á móti belgíska liðinu AA Gent. Ég vann 2-0 samanlagt og sló þá út. Í næstu umferð mætti ég þýska liðinu Wolfsburg og ég sló þá einnig út, 4-1 samanlagt. Þá var ég kominn í úrslit Inter-Toto Cup sem er ekkert rosalegt afrek útaf fyrir sig en í þeim leik mætti ég liði frá Austurríki er heitir Salzburg. Sú viðureign varð aldrei spennandi því ég vann þá samanlagt 4-1. Þar með var ég kominn í UEFA Cup og í fyrstu umferð mætti ég MyPa frá Finnlandi. ég sló þá út og í annari umferð mætti ég Dnipro frá Úkraínu. Ég sló þá út en í þriðju umferð fékk ég Chelsea. Fyrsti leikurinn fór fram á Brúnni og þar rótburstuðu þeir mig 4-1. Þetta var mikill skellur og í seinni leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli og Chelsea var áfram.

En svo byrjaði deildin og ég var taplaus fyrstu þrjá leikina (2-2, 0-2, 1-4). Svo mætti ég Arsenal og þá tapaði ég 2-0. En svo var ég bara á fleygiferð um deildina en fór þó aldrei neðar en 8. sæti. Ég var lengst af í 3. - 4. sæti þó að ég hafi einu sinni náð að klófesta í toppinn. Svo fór ég bara hægt og bítandi niður töfluna og festist í 4. sæti. Ég hélt mér í því sæti þar til leiktíðinni lauk. Ég hafði náð takmarkinu sem ég setti mér í byrjun og ég var ánægður með það. Stjórnin var mjög ánægð að ég hafi náð Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð þrátt fyrir að Meistaradeildin væri ekki tryggð. Ég endaði með 79 stig með 25 sigra, 4 jafntefli og 9 töp.

Ég hef nú voða lítið til að segja um deildarbikarinn og FA Cup því að ég datt snemma útúr þeim báðum. Það lengsta sem ég komst í þessum keppnum var 8-liða úrslit í deildarbikarnum, þar datt ég út á móti Chelsea. Ég datt úr FA Cup í þriðju umferð sem er náttúrulega ömurlegur árangur að mínu mati.

Mitt sterkasta byrjunarlið yfir leiktíðina var svona:

Peter Schmeichel - GK
Gareth Barry - DL
Taribo West - DC
Alpay - DC
Stephen Carr - DR
George Boateng - DMC
Kim Källström - MC
Stefan Selakovic - MC
Mark Kerr - MC
Darius Vassel - SC
Juan Pablo Angel - SC

Ég var þrisvar kosinn stjóri mánaðarins og ég átti þrjá í liði ársins. Það voru þeir Juan Pablo Angel, Taribo West og Darius Vassel sem var reyndar á bekknum í þessu liði. Juan Pablo Angel var gjörsamlega að brillera hjá mér hann skoraði 21 mark og var markahæstur ásamt R.v.Nistelrooy sem einnig skoraði 21 mark. Hann var lagði upp 6 mörk og var með 6 mom. Hann var með 7,85 í einkunn.

Ég hef ekkert meira að segja um þessa leiktíð nema það að ég fékk Marvin Andrews (Livingston) á free transfer og ég seldi Bosko Balaban til Napoli á 6 milljónir á milli leiktíða.

Takk fyrir mig
Geithafu