Ég skil engan veginn hvernig það sem Sherlock bendir á sé afsökun fyrir því sem ég var að kvarta undan.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að búa til FAQ um svona efni, það er einfaldlega spurning um hversu mikla vinnu notendur og stjórnendur eru tilbúnir að leggja fram, en ég er náttúrulega ekki að tala um það akkúrat núna.
Að sjálfsögðu er hægt að tala eðlilega saman on topic og slæða smá húmor með inn í svörin. Ég sé það hvert sem ég lít, og ég er ekki að kvarta undan því. Ég er að tala um þegar svör mili fárra notenda taka mikið pláss af umræðunni, en er algjörlega off topic.
Varðandi “lítið umræðuefni”.
Ég er stjórnandi. Ég laga það sem ég get. Eitt af því sem ég get hinsvegar ekki lagað er hvað notendur senda inn. Ef þú vilt sjá fleiri umræður um hitt og þetta þá verður þú að taka fyrsta skrefið.
Ef þetta væru nasistabúðir þá væri þessi korkur líklegast ekki til ;)
Og aö lokum varðandi myndir inn á korkum, þá er ég alveg 110% sammála þér. Svona þegar ég hugsa út í það þá er ég ekki enn búinn að nöldra í nýja vefstjóranum um þetta =)
Skal henda einhverju í hann.
Kv. Aperture.