Eftir miklar snjósveiflur sem dundu á okkur akureyringum í efnahagslægðum og tilfinningabylgjum íbúana rofaði loks til.
Það hafði verið heiðskírt alla nóttina og það var ískallt úti, um 8 stiga frost. Veðrið var svo fallegt, ekki ský á lofti og allgert logn.
Ég tók myndavélina með mér á leiðini í skólan. Á miðri leið datt mér í hug að skella polarizernum á. Ekki bara til að dekkja skýjin, heldur líka til að blindast ekki við að horfa beint í sólina. Þegar ég hafði tekið hann uppúr töskuni sá ég eginlega strax eftir því. Þó að ég hafi ekki verið með bera höndina í nema um eina mínútu, þá var ég samt kominn með dofa í hana, var nánast hættur að finna fyrir henni.
En ég hafði nú samt nægan kraft til að ýta nokkrum sinnum á skottakkann.
Takk fyrir mig.
Program: M
16mm
F/13
1/200s
_filter: Polarize