Mér finnast myndir teknar í gegnum hlið eða glugga o.þ.h. mjög flottar og þessi líka.
Það truflar mig hinsvegar rosalega hvernig línurnar í dyrinni eru skakkar í myndfletinum. Mér finnst það draga athyglina út úr myndinni neðst, vinstra megin. Held það hefði verið betra ef sjónarhornið væri beinna á myndefnið í stað þess að horfa svona neðanfrá, og stólparnir þá beinni í myndfletinum.
Finnst þetta góð mynd, er að reyna að koma með mína skoðun sem uppbyggandi gagnrýni, ekki til að rakka þig niður.
Vona að þú fattir hvað ég meina :)
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]