Noise á myndum er eiginlega sambærilegt noise í hljóðgræjum (suð). Semsagt, einskonar truflanir vegna of mikillar mögnunar (t.d. hátt ISO).
Í þessu tilfelli hefurðu verið að reyna að hnoða of mikið úr of litlum upplýsingum, svipað og að hnoða harðnandi deig, maður fær alltaf svona skurn sem blandast svo í deigið og það verður ekki jafn mjúkt :P
Fínt að reyna að vinna sem mest úr RAW og blanda því svo saman. Það eru margfalt, margfalt meiri upplýsingar (ferskara deig!) í RAW en í jpeg.