Gott dæmi um hvernig maður slátrar mynd með of miklum contrast.
Prófaðu að:
1. duplikeita layerinn, og nefna duplikeitið “HPC” (nafnið skiptir svosem ekki máli, en ég ætla að kalla það HPC)
2. Veldu HPC layerinn og stiltu blending mode á “Soft light”
3. Farðu síðan í Filters -> other (svotil neðst) -> High pass, og veldu einhvern pixel radius sem þér finnst líta vel út
4. Settu síðan mask á HPC layerinn og maskaðu út þau svæði sem koma illa út.
5. Prófaðu síðan að lækka opacityið í HPC layernum, auka contrastið í HPC layernum eða stilla blending mode á Hard light til að fá öðruvísi/sterkari/mýkri áhrif.
Athugaðu að ef pixel fjöldinn í high pass filternum fer undir c.a. 5 pixla ertu farinn að skerpa. Fín leið til að skerpa, og er kölluð high pass sharpen. (hard light blending mode)
Ekki gera þetta við þessa mynd, heldur originalinn, og helst í almennilegri upplausn.
Finnst þetta samt koma best út á svarthvítu.
Ekkert að þessari mynd annars held ég. Nokkuð fín svona ferðamynd.