Ef þú hefðir nennt að hafa svo mikið sem eitthvað fyrir því að taka þessa mynd, þá hefði hún getað orðið ágæt miðað við sólarlags mynd.
Í fyrsta lagi er hún skökk, og það kemur eiginlega aldrei vel út með myndir þar sem sést svona vel í sjóndeildarhringinn.
Í öðru lagi eru pálmar og eitthvað drasl þarna fyrir.
Annars er þetta fallegt sólarlag, og ég er viss um að það var mjög fallegt að sjá það. Skilar sér hinsvegar aldrei á mynd.