Og aðeins til að ýta undir hvað fólki hérna finnst ég sjálfumglaður og hrokafullur, þá vil ég t.d. benda þér á þessa mynd sem ég tók:
http://www.hugi.is/ljosmyndun/images.php?page=view&contentId=5645794Er nokkuð sáttur með hana, enda spáði ég talsvert í þessu og tók þónokkrar myndir þarna og horfði lengi á hana í photoshop.
Taktu eftir því hvernig sveigjan á greinunum ásamt aflíðandi skugganum í neðra vinstra horninu ‘lokar’ myndinni. Það er jafnvel spurning um hvort maður hefði viljað geta snúið greinunum og spegluninni örlítið réttsælis.
Prófaðu að gera það þegar þú skoðar eigin myndir og annara, og þá sérstaklega ljósmyndara sem eru almennt taldir færir, að fylgjast með því hvernig augað þitt ráfar um myndina, og hvaða áhrif atriði eins og línur, ljós og skuggar hafa á það, og hvernig þú getur þá unnið með þau verkfæri sem þú hefur til að stjórna auga áhorfandans.
Djöfull getur maður rantað um þetta endalaust.