Ég fatta ekki alveg þetta photoshop ofnæmi hjá fólki.
Í fyrsta lagi vinnur sjálf myndavélin myndirnar alveg slatta og alveg fullt hægt að stilla varðandi saturation og contrast, og í öðru lagi sé ég ekki af hverju það ætti að vera sjálfsagt að ljósmynd eigi að sýna einhverja steríla og dokumenterandi útgáfu af raunveruleikanum, frekar en að maður noti einfaldlega þau tæki sem maður hefur til að draga fram það sem maður er að sýna.
Að mynd sé ekki photoshoppuð tel ég ekki að sé kostur eitt og sér. Að mynd sé skerpu-, contrast-, og tæknilega mjög góð án þess að vera photoshoppuð getur annaðhvort bent til hæfni eða heppni ljósmyndarans með notkun ljóss, en þessi mynd er ótrúlega flöt og lág í contrast en ég held að það væri hægt að gera hana allavega skárri með smá croppi og contrast.
Svo ég vitni nú bara í Ansel Adams.
Dodging and burning are steps to take care of mistakes God made in establishing tonal relationships