Tók þessa mynd af gáranum mínum á nýju vélina hans pabba, Nikon D40.
Ég er svona að fara að huga að því að fara að fá mér pro myndavél. Mér langar soldið í Canon EOS 400d. Er það eitthvað? Er ekki mjög fróður um þessi mál.
Hehe, kom svona á mig eins og þú væri sóðalega pirraður.
Já, ég ýkti kanski aðeins þetta með hálfu m. V/ Mark II
Annars prófaði ég Mark III um daginn hjá atvinnu ljósmyndara hjá morgunblaðinu, það er gripur sem mig langar í! (Var bókstaflega grænn af öfund þegar ég fór heim eftir þá heimsókn.)
Ég var líka að nota Mk II N um daginn, var að mynda einhverja íslenskukeppni og ljósmyndari hjá Austurglugganum rétti mér vélina (þekki hann) og bað mig um að mynda. Var með fullt af þúsundköllum í hendinni Mk II N + 17-40 + 580Ex, og var með 70-200 2.8 IS ef mig vantaði Það er sko góður pakki.
Já, ekki ljótur pakki það!.. kallinn sem ég var hjá var með tvær töskur fullar af linsum, flössum og ég veit ekki hvað og hvað. Hugsa að um leið og þú ert byrjaður að vinna við þetta þá byrjarðu að safna alskyns dóti sem þú notar aldrei. (erfitt að ýminda sér það:P).
Nei annars kannast ég nú við það að safna allskonar drasli sem ég ekki nota. Erfitt að vera með meira en eina myndavél fyrir framan andlitið í einu, og ég kann ekki við að hrúga öllu draslinu mínu í bakpoka á sama tíma. (7 eða 8 filmuvélar, 2 stafrænar SLR vélar og of mikið af linsudóti)
pff, f/4 L-in ættu varla að teljast sem L. 17-40 f/4L, 24-105 f/4L og 70-200 f/4L þ.e. En já. Flassið afsakar þetta. :-p
f/4 í 10 mm er alveg nothæft, enda stoppar maður svona víðar linsur hvorteðer oftast niður, vegna þess að maður er að nota þær á þrífæti og til að taka landslagsmyndir og hvaðeina.
Ég er drullu sáttur með 40d vélina mína, og ef þú átt ekki pening fyrir 40 þá mæli ég með 30d(aðeins ódýrari) eða að fara niður í 400d sem fæst á spot-prís notuð ef þú leitar vel.
sælar nikon d40 fáránlega góð myndavél, mun betri en canon 400d. Hef talað við nokkra atvinnu ljósmyndara og þeir vilja meina að Nikon sé með betri myndavélar en canon framleiði þægiegri linsu
ég á rebel xti (400D) og get bara sagt þér að það er frábær myndavél, í raun alt sem þú þarft. Hún er nógu nett til að þú ennnir ða dröslast með hana út um allt og samt nógu “pró” til að þú getir gert allt sem þér dettur í hug og meira þar til.
Þú þarft að vera alvarlega mikið pro til að geta fulnýtt svona vélar, þessvegna er 400d mjög góð fyrir okkur averange amatöra.
ananrs geturu alveg fengið þér nikon eða olympus á sama verðlagi sem gera nákvæmlega það sama. ég fór í ormsson og beco til að prufa hvaða vél með finndist þægilegust þegar ég keypti mína. canoninn fanst mér nettastur án þess að verða of lítil.
Keyptu þbar aþa´týpu sem þú fílar, þetta er allt sama junk :)
Keyðpti mína frá BNA, mæli með því. Svona upp á verðlagið og okur.
Sammála benediktkr, 400D er nógu lítil og nógu pro, nema þú ætlir eitthvað alvarlega í ljósmyndun. Ég hef allavega ekki enn fundið neitt sem mig vantar í þeirri vél, þótt ég sé reyndar ennþá hálfgerður byrjandi. Samskonar vélar frá öðrum framleiðendum eru örugglega líka fínar. Ég held að málið sé bara að finna sér réttar linsur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..