Einfalt. Finndu út hvað spaðarnir snúast marga hringi á sekúndu, finndu síðan út hvað þú vilt að þeir hreyfist margar gráður (1 gráða er 1/360asti úr hring) og þá er þetta bara einföld margföldun og deiling.
Segjum að spaðarnir fari 2000 hringi á sekúndu (veit ekkert um þetta og hvort það sé raunhæft), og þú vilt sjá hreyfingu sem nemur 45° gráðum (1/8 úr hring), þá þarftu að taka myndina á 1/(8*2000) eða 1/16000 úr sekúndu. Held að flestar dSLR vélar í dag séu með hámarkshraða annaðhvort í 1/4000 eða 1/8000, þannig að maður spyr sig.
Spaðarnir snúast líklegast hægar en 2000 hringi á sekúndu.