Hann á við að himininn sé svo bjartur að hann ‘brenni’.
Ég hefði byrjað á því að gera adjustment layer með curves, stilla birtuna þannig að himinn brenni ekki svona, og síðan notað gradient tool á maskið til að fá svona aflíðandi minnkun á áhrifin.
Annars er ég svolítið að fíla þessa ljósmynd, og er eiginlega svolítið sammála því sem einhver sagði hérna, að hún gæti komið mjög vel út í einhverju ‘gamaldags’ litaschema.