þetta er mín fyrsta tilraun með HDR (high dynamic range) tel mig nógu harðann til að fá smá gagnrýni þannig endilega skjótið :D (myndin hefur verið minkuð)
soldið gróf og litlaus finnst mér… en endilega haltu áfram í HDR.. bara skemmtilegt ;)
en svona svo ég segi þér líka annað, reyndu að hafa iso í algjöru lágmarki fyrir HDR… grain eykst nefnilega svo svakalega í HDR vinnslu… og taktu svo myndirnar í raw
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid
“noise” er það sem kemur þegar maður reynir að magna eitthvað of mikið. Það er eiginlega bara bjögun og truflanir vegna ófullkomleika græjanna sem maður er að nota. Getur t.d. heyrt noise ef þú stillir einhverja hátalara mjög hátt án þess að vera að spila eitthvað með þeim. Svona “suð” einhvernvegin. Hátt ISO veldur miklu noise, enda þarf maður ekki eins mikla birtu.
En já, noise getur alveg verið viðeigandi og það kemur alveg hreint ágætlega út á þessari mynd :-)
Mér finnst litirnir flottir, og það sem hinir eru að segja að sé “of mikið af” í myndinni, finnst mér einmitt gefa henni flotta áferð einhvernmeginn.. Svona eins og hún sé eldri en hún er, mér finnst hún virkilega flott, og gott andrúmsloft. Róandi og fallegt finnst mér..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..