Já það kom mér á óvart þegar ég fór í matarboð til frænda míns að hann átti 70-200mm f/2.8 L USM linsu. Ég nátturulega bað um að prófa hana og það var ekki málið. Verst var að ég fékk linsuna um kvöld þannig ég gat ekki prófað hana allmennilega.
Þessi linsa er með fast ljósop f/2.8. En ég reikna með að þú sért að tala um sjónsviðið, þar sem vinkillinn sem linsan “sér” minnkar snarlega í miklum aðdrætti.
Hmm, nei ég er að tala um ljósopið. :-) Taktu eftir því í myndavélinni sjálfri, þegar þú ert með hana stillta á 70 mm, þá er stærsta ljósopið kannski f/2.8, en síðan þegar þú zoomar, þá minnkar það. :-/ Eða er það kannski ekki alltaf þannig? Ég hefði nefinlega líka haldið að ljósopið myndi minnka í hlutfalli við sjónsviðið, enda kemst bara ljós úr sjónsviðinu á myndflöguna.
Jú oftast er það nú þannig að ljósopið minnkar (stærri f-tala) eftir því sem zoomið eykst. En þessi linsa er með f/2.8 sem fast ljósop, s.s. f/2.8 sem stærsta ljósop út allt range-ið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..