Þetta er bara risapoki, held ekki að umbúðunum hafi neitt verið breytt.
Ég var með A4 blað sem ég límdi að hluta til upp á vegg og lét fara niður á borð. Þannig var blaðið í boga þannig að bakgrunnurinn varð nokkuð einsleitur. Svo notað ég Custom White Balance í vélinni og stillti hann miðað við hvíta blaðið. Ég notaði ekki flass heldur kastara sem var til staðar.
Varðandi fókuspunktinn, þá er spurning hvort það hefði verið betra að færa fremstu kúlurnar aftur fyrir. Öll svona komment eru vel þegin, maður er nú bara einu sinni að læra :-)
Bætt við 29. janúar 2007 - 13:09 Hér er að finna aðra mynd sem ég tók af sama efni. Þarna er fókuspunkturinn framar. Ég var hins vegar ekki jafn ánægður með liti og WB í þessari mynd.
http://www.jarma.net/myndir/kropp2.jpg