Jæja… fyrsta keppnin sem ég ákveð að taka þátt í hérna á /ljosmyndun.
mér fannst þemað fínt fyrir mig og mína vinnslu en var alveg uppiskroppa með hugmyndir.
þessvegna fór ég í gegnum myndir sem ég hafði tekið nýlega á ættarmóti (eða 8. júlí 2006) og fann þar þessa mynd sem mig langaði að gera svarthvíta&senda inn.
myndin er tekin á Canon 305D og bara venjuleg kit-linsa notuð.
ég notaði photoshop til að gera hana svarthvíta og merkja (notaði einnig nokkuð mikið dodge&burn tool og ég tók úr kókflösku sem stóð þarna á borðinu)
staður&stund: ættarmóti í Vestmanneyjum 8. júlí 2006.
vona að ég sendi hana ekki of seint inn..