Það er víst verið að selja fullt af myndunum sem fólker er að dl, en hvort sem það verið að selja þær eða ekki þá er bannað að byrta þær í leyfileis, það er bara svo einfalt.
Þegar fólk er að merkja myndirnar er það svo það sé ekki verið að nota þær í leyfisleis. Margir sem merkja myndirnar sínar merkja þær í miðjuna svo fólk sé ekki nota þær, en þar sem worth1000.com er síða sem gengur út á sýna fólki myndir þá gengur ekki að merkja þær í miðjuni.
Eins og stendur á press.is um höfundarrétt: “Verk, sem birt eru á netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt höfundalögum. Útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema til komi ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild.” Þannig byrtingar á myndum sem fólk hefur ekki rétt á eru ólöglegt hvort sem það er á huga eða á folk.is síðu eða bara hvar sem er. En þar sem flestur finnst þessi lög skifta svo litlu máli þá er ekkert verið að gera í þessu.
Ég viðurkenni alveg að hafa savað myndir og sjálfumsér finnst mér það allt í lagi en að byrta myndir í leyfisleisi hef ég aldrei gert, allavegana svo ég muni.
En þar sem þú veist svona lítið um höfundarlöginn og nennir ekki að lesa lögin sjálf þá er smá úrdráttur um höfundarlög á press.is sem hljóðar svona:
Höfundaréttur er virkur án sérstakrar skráningar eða merkingar. Hins vegar er mikilvægt að þeir sem eiga höfundarétt geri notendum grein fyrir skilyrðum sem gilda um not verka með því að nota áminningu um höfundarétt. Þetta á ekki síst við um verk sem birt eru á netinu því mörgum er ókunnugt um hvaða reglur gilda þar.
Verk, sem birt eru á netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt höfundalögum. Útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema til komi ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild. Þeim fjölgar stöðugt sem prenta út af netinu greinar úr dagblöðum eða fræðitímaritum (án þess að gera sér grein fyrir því að slíkt sé ólöglegt) í stað þess að ljósrita af pappírsútgáfum sömu rita. Til þess að Fjölís geti með samningum sínum tryggt að rétthafar fái endurgjald fyrir slíka fjölföldun verka, sem eru aðgengileg öllum á netinu, er æskilegt að rétthafarnir merki slík verk með tillögu Fjölís að áminningu um höfundarétt.