Nú er Bónus og Hagkaup að bjóða upp á ódýrari framköllun. Er mikill munur á að framkalla hjá þeim og að framkalla í ljósmyndabúð? Í hverju felst munurinn? Hef sko ekki hundsvit á framköllun, en þori ekki með filmurnar í Bónus.
Vinnur þú hjá HP eða? Þá er það Hagkaup sem framkallar hjá HP, því ég veit að þeir framkalla fyrir einhverja verslunarkeðju, man bara ekki alveg hver það er. En Bónus lætur allavega framkalla myndirnar sínar hjá einhverri framköllunarbúð. Þeir eru varla með framköllunarvél á skrifstofunni sinni.
Málið er að bónus myndirnar eru sendar í Hans Petersen (held ég sé örugglega að fara rétt með það), EN filmunum er bara rennt í gegnum vélina og hent beint í kassann. Það er semsagt ekkert farið yfir þær og ef það er einhver “galli” á myndinni þá er hann ekki leiðréttur eins og hann væri ef þú færir með filmuna í ljósmyndabúð. Ég hef þetta frá starfsmanni sem hefur séð um að framkalla þessar bónusfilmur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..