Lokahraði, Shutter Speed - Stilling sem lætur myndavélina vera með minni eða meiri lokarahraða. Ef það er meiri lokarahraði (mælt í sekúndum) er meira ljósi hleypt inn en ef hann er minni er hleypt minna ljósi inn.
Brennivídd linsu segir til um hversu langt frá linsunni brennipunktur (fókus) linsunnar er (mm).
Dýptarskerpa, DOF (Depth of Field) - Ef grunn dýptarskerpa er á mynd er myndin með afmarkaðan fókus. Þá er notað stærra ljósop (t.d. f/2.5). Aftur á móti er mynd sem tekin er með minna ljósop (t.d. f/11) með dýptri dýptarskerpu og fleiri hlutir verða í fókus. Í macro myndum og einnig portrait myndum er hægt að notast við grunna dýptarskerpu en í landslagmyndum, þar sem allir hlutirnir þurfa að vera í fókus fyrir betri útkomu, dýpri dýptarskerpu.
ISO - Ljósnæmi - ISO er ljósnæmni myndflögunnar í myndavélinni (DSLR). Minni ljósnæmni eða ISO (t.d. 100 eða 200) gefur okkur fínkorna myndir en aftur á móti minna ljós. Meiri ljósnæmni (t.d. 3200) gefur okkur grófkorna (mikið „noice“) myndir.
Hörð/mjúk birta segir sig sjálft…